25.6.2008 | 13:48
Er þetta lið að tryllast í sjálfsdekri?
Ég á eftir að sjá að nýi aðstoðarmaðurinn verði fljótur að færa þingforsetanum kaffið sitt með starfstöðina í Grundarfirði. Hvað þá að hlaupa út í Kringluna eða Smáralindina að kaupa blómvönd fyrir frúna. Ef þetta er ekki kjördæma-, vina- eða fjölskylduspilling veit ég ekki lengur hvað þetta kallast.
Það virðast engin takmörk fyrir því hversu svakalega þingmenn ætla að hlaða á sig í lífsgæðum og jafnframt er vinnuframlag skorið niður í tæplega hálfs árs viðveru á vinnustað. Bara sumarfríið þeirra, sem og aðstoðarmanna (þjóna), er tæplega sex mánuðir.
Hvernig geta þessir menn ætlast til að þjóðin sé heiðarleg, starfsöm og greiði skatta með einhverri ánægju þegar svona er farið með almannafé?
Sturla fær aðstoðarmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Haukur
Ég held að þú sért að misskilja hugmyndina um aðstoðarmenn.
Kona með hagfræðipróf og meistarapróf frá LSE er ekki að ráða sig í kaffisnatt.
Upphaflega var það hugmyndin að aðstoðarmenn hefðu alfarið starfstöð í kjördæminu en ekki í Rvk og áttu að vera þingmönnum til aðstoðar í stjórum kjördæmum eins og því sem nær frá Hvalfirði að Skálavík að Tröllaskaga.
Starfið er þriðjungsstarf, ekki tekur hún sig upp frá Grundarfirði fyrir það?
Mér finnst ráðningin góð því Sigríður er ekki í starfskynningu og þarf ekki langan tíma til að setja sig inn í málin, hún þekkir verkefni kjördæmisins.
Friðjón R. Friðjónsson, 25.6.2008 kl. 15:51
Friðjón, þessar "aðstoðarmannaráðningar" eiga engan rétt á sér. Fyrr getur þingliðið byrjað á því að vinna venjulegt ársverk eins og aðrir áður en það þarf aðstoðarfólk.
Haukur Nikulásson, 25.6.2008 kl. 16:09
Þetta er nú mesta bull sem ég hef lengi heyrt, að halda því fram að þingmenn nenni ekki að vinna og hvað þá Sturla Böðvarsson.
Svona fólk fer ekki í frí í hefðbundinni merkingu, það situr ekki með tærnar upp í loft í hálft ár og fer síðan bara inná þing á haustin.
Þessi starfsstaða er sennilega alveg hreint nauðsynleg og gerir það að verkum að hægt er að koma fleiru í verk. Þetta er einnig kona sem að greinilega þekkir kerfið og ég fagna því að hún sé ráðin í þetta starf.
Þegar menn eru komnir út í það að ætla að fordæma svona hluti ættu menn virkilega að fara að hugsa sinn gang enda er það kjánalegt og lýsir vanþekkingu á hlutunum.
Auðbergur D. Gíslason
15 ára Sjálfstæðismaður á Eskifirði
Auðbergur Daníel Gíslason, 25.6.2008 kl. 16:31
Mér finnst nú allt í lagi að ráðherrar fái aðstoðarmenn, en að stjórnarandstöðuþingmenn fái aðstoðarmenn finnst mér einum of.
Ingvar Valgeirsson, 25.6.2008 kl. 17:14
Auðbergur: Ég skal virða það við þig að þú sért bæði ungur að árum og hafir áhuga á stjórnmálum. Meira veit ég ekki um þig. En hjá þér virðist það öfugt farið um þekkingu þína á mér.
Mér þykir það ekki góð byrjun hjá þér að lýsa því yfir að ég sé haldinn bulli, kjánagangi og vanþekkingu á þessu sviði. Hvernig ætlarðu mér að rökræða við þig á sæmilega virðingarverðum og vitrænum nótum í framhaldinu af því ungi maður?
Ingvar: Ef ég man rétt þá eru bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmenn með aðstoðarmenn.
Og það breytir ekki þeirri skoðun minni að vinnuframlag fulllaunaðra þingmanna sé alltof lítið og eigi að færa í nútíma horf.
Haukur Nikulásson, 25.6.2008 kl. 17:56