Er þetta lið að tryllast í sjálfsdekri?

Ég á eftir að sjá að nýi aðstoðarmaðurinn verði fljótur að færa þingforsetanum kaffið sitt með starfstöðina í Grundarfirði. Hvað þá að hlaupa út í Kringluna eða Smáralindina að kaupa blómvönd fyrir frúna. Ef þetta er ekki kjördæma-, vina- eða fjölskylduspilling veit ég ekki lengur hvað þetta kallast.

Það virðast engin takmörk fyrir því hversu svakalega þingmenn ætla að hlaða á sig í lífsgæðum og jafnframt er vinnuframlag skorið niður í tæplega hálfs árs viðveru á vinnustað. Bara sumarfríið þeirra, sem og aðstoðarmanna (þjóna), er tæplega sex mánuðir.

Hvernig geta þessir menn ætlast til að þjóðin sé heiðarleg, starfsöm og greiði skatta með einhverri ánægju þegar svona er farið með almannafé? 


mbl.is Sturla fær aðstoðarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Haukur

Ég held að þú sért að misskilja hugmyndina um aðstoðarmenn.

Kona með hagfræðipróf og meistarapróf frá LSE er ekki að ráða sig í kaffisnatt.

Upphaflega var það hugmyndin að aðstoðarmenn hefðu alfarið starfstöð í kjördæminu en ekki í Rvk og áttu að vera þingmönnum til aðstoðar í stjórum kjördæmum eins og því sem nær frá Hvalfirði að Skálavík að Tröllaskaga.

Starfið er þriðjungsstarf, ekki tekur hún sig upp frá Grundarfirði fyrir það? 

Mér finnst ráðningin góð því Sigríður er ekki í starfskynningu og þarf ekki langan tíma til að setja sig inn í málin, hún þekkir verkefni kjördæmisins. 

Friðjón R. Friðjónsson, 25.6.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðjón, þessar "aðstoðarmannaráðningar" eiga engan rétt á sér. Fyrr getur þingliðið byrjað á því að vinna venjulegt ársverk eins og aðrir áður en það þarf aðstoðarfólk.

Haukur Nikulásson, 25.6.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Þetta er nú mesta bull sem ég hef lengi heyrt, að halda því fram að þingmenn nenni ekki að vinna og hvað þá Sturla Böðvarsson.
Svona fólk fer ekki í frí í hefðbundinni merkingu, það situr ekki með tærnar upp í loft í hálft ár og fer síðan bara inná þing á haustin.

Þessi starfsstaða er sennilega alveg hreint nauðsynleg og gerir það að verkum að hægt er að koma fleiru í verk. Þetta er einnig kona sem að greinilega þekkir kerfið og ég fagna því að hún sé ráðin í þetta starf.

Þegar menn eru komnir út í það að ætla að fordæma svona hluti ættu menn virkilega að fara að hugsa sinn gang enda er það kjánalegt og lýsir vanþekkingu á hlutunum.

Auðbergur D. Gíslason
15 ára Sjálfstæðismaður á Eskifirði

Auðbergur Daníel Gíslason, 25.6.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst nú allt í lagi að ráðherrar fái aðstoðarmenn, en að stjórnarandstöðuþingmenn fái aðstoðarmenn finnst mér einum of.

Ingvar Valgeirsson, 25.6.2008 kl. 17:14

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Auðbergur: Ég skal virða það við þig að þú sért bæði ungur að árum og hafir áhuga á stjórnmálum. Meira veit ég ekki um þig. En hjá þér virðist það öfugt farið um þekkingu þína á mér.

Mér þykir það ekki góð byrjun hjá þér að lýsa því yfir að ég sé haldinn bulli, kjánagangi og vanþekkingu á þessu sviði. Hvernig ætlarðu mér að rökræða við þig á sæmilega virðingarverðum og vitrænum nótum í framhaldinu af því ungi maður?

Ingvar: Ef ég man rétt þá eru bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmenn með aðstoðarmenn.

Og það breytir ekki þeirri skoðun minni að vinnuframlag fulllaunaðra þingmanna sé alltof lítið og eigi að færa í nútíma horf.

Haukur Nikulásson, 25.6.2008 kl. 17:56

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband