Lögregla sem ekki getur hamið notkun piparúða hefur ekkert með rafbyssur að gera

Mér finnst þessi frétt styðja þá skoðun margra að lögreglu verði ekki heimiluð notkun á rafbyssum. Frammistaða þeirra í mótmælum vörubílstjóranna ætti að vera okkur öllum í fersku minni.

Misnotkun piparúða á saklausa vegfarendur var þar til skammar.

Ég tel nægilegt öryggi felast í víkingasveit lögreglunnar og tel þá nægilega vel útbúna sveit til að ráða við erfiðari verkefni. Engar rafbyssur takk!


mbl.is Lést eftir skot úr rafbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saklausir vegfarendur???? Ertu þá að meina snillinginn sem fór í viðtal á annari sjónvarpsöðinni og sagðist hafa bara staðið út á götu og allt í einu verið meisaður?? Hmmmm verst að þegar maður horfði svo á myndir frá þessu að þá var hann fremstur í flokki að slást við lögreglumennina, hann var voða saklaus, þetta voru óumflýjanlegar aðgerðir og vel framkvæmdar að mínu mati. Einnig tel ég það nauðsynlegt að vopna almenna lögreglumenn betur en áður einfaldlega vegna þess að krimmarnir eru hættulegri en áður og það er ekkert flókið að sjá það. Horfu til baka 10-15 ár í skandinavíu og berðu það saman við Ísland, þetta er nákvæmlega sama þróun og við þurfum bara að fara að vakna og sjá hvað er að gerast á þessu landi. Víkingasveitin er ágæt til síns brúks en þeir eru bara ekki alltaf til staðar þegar lætin verða.

Kv.

Jói (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jói, ég tel að við eigum að reyna eftir mætti að fara mildum höndum um fólk. Ég vil ekki auka hörkuna í samskiptum lögreglu og borgaranna. Lögreglan þarf ekki að betur vopnum búinn. Þú mátt ekki gleyma því að hræddur lögreglumaður er líka stórhættulegur ef hann er vopnaður.

Haukur Nikulásson, 24.6.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Haukur...100% sammála.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.6.2008 kl. 17:22

4 identicon

Ég er svo innilega sammála þér Haukur.

Það sem ég er persónulega hræddastur við er það sem sjálfstæðar rannsóknir hafa sýnt, að þessi vopn eru notuð í síauknum mæli við aðstæður þar sem varnarúði, kylfa og skotvopn eru nánast undantekningarlaust EKKI notuð. Ég er líka hræddur um að þolinmæði lögreglumanna styttist og þeir verði æ ósvífnari með Taser sér við hönd.

Garri (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammál þessari grein þinni Haukur!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.6.2008 kl. 23:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband