Það eru víðar samráð en í Öskjuhlíðinni

Hverjir græða á háu olíuverði? Að sjálfsögðu framleiðendur. Það er þeim í hag að verðið sé sem hæst.

Hluti af háu olíuverði er fólgíð í því hvernig heimspólitík er rekin og þar spila bandaríkjamenn stórt hlutverk. George W. Bush kemur úr þessari grein viðskipta. Það er álit margra að tilgangurinn með innrásinni í Írak hafi fyrst og fremst verið  til að ná tökum á olíuframleiðslu íraka og  það hafi bara hjálpað að búið var að reka þann áróður að Saddam Hussein væri djöfull sem hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða og væri í samneyti við Al-Qaeda. Mest af þessu reyndist rugl, Saddam  var að vísu spilltur og illur en gereyðingarvopnin og Al-Qaeda tengslin voru uppspuni í ætt við þann sem Hitler notaði til að ráðast inn í Pólland í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar á reynir er George W. Bush ábyrgur fyrir margfalt fleiri dauðsföllum en Saddam Hussein, en kemst upp með það óáreittur sem leiðtogi hins frjálsa heims.

George W. Bush hefur líka tengst vopnaiðnaðinum þannig að þetta fer vel saman við hagsmuni hans og vina. Afganistan er líka notuð sem prófunarsvæði fyrir vopnaframleiðsluna og allir eru þessir herrar að græða feitt.

Íslenskir stjórnmálamenn eru svo grænir að sjá ekki í gegnum þetta. Stuðningsyfirlýsing íslendinga við Íraksstríð Bush er enn í fullu gildi og Solla skilur greinilega ekkert í samhengi hlutanna í þessu sambandi og virðist alltaf til í að fjölga íslenskum peðum hjá NATO.

Rússar taka líka þátt í þessum leik. Pútin stjórnar þar þessum málum, bæði pólitískt og viðskiptalega, og þeim væri í lófa lagið að viðhalda samkeppni um olíuviðskiptin. Það er enginn vilji til þess, þeir stórgræða nefnilega líka á háu olíuverði.

Öskjuhlíðin hefur ekki einkarétt á ólöglegu og siðlausu verðsamráði, trúið mér!


mbl.is Olíuverð í 250 dali?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þreytandi þesi áróður "Bush er djöfullinn" etc eins og þú fellur í. Að þú skulir dirfast að halda fram hlutum eins og að George Bush sé valdur af miklu meiri dauða en Saddam Hussein. Saddam hefur drepið hundruðir þúsunda saklausa borgara. Og látið pynta og nauðgað ennþá fleirum. Ertu svo ruglaður að þú teljir George Bush meira illmenni en Saddam?

Bara svo þú vitir þá drap Saddam saklaust fólk, það sem George Bush er að gera er að drepa hryðjuverkamenn sem drepur saklaust fólk.

maxell (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég segi hvergi "Bush er djöfullinn" Maxell, það eru þín orð. Þú þarft að lesa það sem skrifað er fyrir framan þig áður en þú varpar því fram.

Það er enginn efi að Saddam var illmenni. Það réttlætti ekki í sjálfu sér afskipti bandaríkjamanna. Illmenni í formi einvalda eru miklu víðar, þau sitja bara ekki á gríðarlegum olíulindum eins og Saddam gerði.

Þau hundruð þúsunda sem hafa dáið í Íraksstríðinu, almennir borgarar, karlar, konur, börn, gamalmenni auk hermannanna eru á ábyrgð George W. Bush. Ef hann hefði ekki sagt "GO" hefði ekkert gerst. Nákvæmlega ekkert! Þess vegna er hann persónulega ábyrgur.

Haukur Nikulásson, 10.6.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef eitthvað er Haukur þá ertu ekki nógu harðorður í garð Bush.. sammála þér.

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 16:46

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og Samfylkinginn svíkur sín kosningaloforð um það að taka okkur af hans sóðalega lista yfir þjóðirnar sem styðja USA í þeirra herferð.

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 16:48

5 identicon

haukur,

Veistu ekki hvað etc þýðir?

Dráp eru á ábyrgð þess sem framkvæma þau! Viltu kannski meina að við sem ein  hinna staðfestu þjóða séum sek fyrir dauða þessa fólks sem hryðjuverkamenn drepa?

Og af hverju kennir þú George Bush um allt illt en nefnir ekki orð um aðra þjóðarleiðtoga sem fóru í þetta stríð, t.d. Tony Blair og fleiri? Ég veit ástæðuna, það er þetta blinda hatur þitt í garð íhaldsins í USA.

Dauðsföll Íraka eru svo ekki komin í 100 þús eins og þú telur fram.

maxell (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

oh dear.. afhverju eru ekki aðrir nefndir en GWB.. kannski vegna þess að hann STARTAÐI helvítis stríðinu sem við styðjum staðfastlega.  er fólk ekki í lagi ?

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er ekkert blint hatur hjá mér Maxell. Ég tel mig mun hófsamari en svo, en er þó ekki blindur fyrir augljósum staðreyndum. Það er umdeilt hversu margir hafa fallið í Írak vegna stríðsins. Tony Blair er ekki leiðandi í stríðsrekstrinum líkt og Bush, hann er bara strengjabrúðan hans í þessu máli líkt og þeir Davíð og Halldór.

Hryðjuverkamenn í Írak voru ekki vandamál fyrr en bandaríkjamenn komu, það má vera þér umhugsunarefni. Þú verður að átta þig á því í hvaða röð hlutirnir gerast. Bandaríkjamenn kenndu írökum ómaklega um stuðning við árásina á turnanna (sem drápu næstum slétt 3000 manns) vegna tengsla við Al-Qaeda sem síðar reyndist ósönn fullyrðing. Þeir hafa síðan sjálfir fórnað rúmlega 4000 hermönnum í Írak en það er í raun bara fórnarkostnaður til að ná yfirráðum yfir olíunni sem flestir hugsandi menn vita að var aðalmarkmiðið allan tímann.

Sérfræðingar eru margir á þeirri skoðun að Bush sé einhver versti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Ég held þó að Harry S. Truman slái hann út fyrir að fyrirskipa notkun kjarnorkusprengna á Hiroshima og Nagasaki í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Nokkrir aðrir hafa verið afglapar í starfi en ekki gert jafn stóra skaða.

Maxell, það er galli við bandarísk stjórnmál að það eru mjög oft algjörir naglar sem veljast til forystu en ekki góðmennin. Jimmy Carter er þó nýleg undantekning sögulega séð. Clinton og Reagan voru heldur ekki slæmir. Ég átti góðan tíma sem starfsmaður Varnarliðsins í nokkur ár og ber þeim vel söguna sem vinnuveitanda. Ég ber því að flestu leyti hlýhug í garð bandaríkjamanna, íhaldsmanna (republikana) sem og demokrata en Bush er því miður undantekningin.

Það er í lagi að minna þig á að ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í öllum kosningum þar til síðast og hef ekki skipt út öllum skoðunum þess flokks þó ég telji hann nú ónýtan og spilltan pólitískan valkost í dag.

Haukur Nikulásson, 10.6.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Haukur, seinni sprengjunni átti alls ekki að henda á Nagasaki heldur Kokura. Sökum þess hve skýjað var yfir borginni og flugvélin að verða bensínlaus ákváðu menn því að henda henni á Nagasaki - ef það klikkaði átti að henda Feita kallinum í sjóinn.

Svo má ekki gleyma þvi að þó svo dráp á saklausu fólki sé miður falleg iðja voru töluvert aðrir tímar þarna og ástandið þannig að við eigum ekki auðvelt með að skilja hvað menn voru almennt að hugsa. Svo enduðu kjarnorkusprengingarnar tvær stríðið og má því áætla að árásirnar hafi, þegar allt kemur til alls, komið í veg fyrir enn frekara mannfall.

Sjálfur hef ég farið í marga hringi hvað þetta varðar. Erfitt að setja sig í dómarasæti vegna ákvarðana sem teknar eru á svona tímum undir svona kringumstæðum.

Varðandi Jimmy Carter getur vel verið að hann sé góðmenni, en mikið svakalega virkar hann sauðheimskur stundum. Draumórar hans í málefnum Ísraels og Palestínu væru t.d. fyndnir ef þeir væru ekki svona sorglegir.

Ingvar Valgeirsson, 12.6.2008 kl. 14:12

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það að kjarnorkusprengjurnar hafi endað stríðið Ingvar er réttlæting bandaríkjamanna á notkun þeirra. Það hefði tekið mörg ár að murka lífíð úr sama fjölda með hefðbundnum stríðsaðgerðum. Þeim hefði verið í lófa lagið að sýna þeim mátt kjarnorkusprengjanna án þess að myrða hundruð þúsunda saklausra borgara. Eins og ætíð þá njóta sigurvegarar þess að þeir skrifa söguna í framhaldi af sigrum sínum.

Jimmy Carter var allt annað en heimskur. Bush er í þeirri deildinni. Carter varð um tíma ágætlega ágegnt í friðarviðleitni sinni og fær örugglega góðan dóm í sögunni þegar frá líður. Hans eina sök var að vera ekki nógu slægur í kosningabaráttu sinni við annan hæfileikamann: Ronald Reagan.

Þó að ég sé trúlaus hef ég sterka tilfinningu fyrir því að það sé alls ekki hægt af bandaríkjaforseta að réttlæta morð hundruða þúsunda saklausra borgara með þeim rökum sem þeir notuðu.

Fyrir síðustu kosningar réttlættu Þingmenn sjálfstæðisflokksins stuðning sinn við Íraksstríðið með rökunum "að ákvörðunin hefði verið rétt miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir!" - Þá voru upplýsingarnar bara óvart lygi frá CIA.

Haukur Nikulásson, 12.6.2008 kl. 23:56

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband