10 milljarðar dala - Ekki 10 milljónir dala - Hvernig væri að lesa og þýða rétt?

Ég trúði því ekki að verið væri að gera frétt úr svona smámunum svo ég athugaði sjálfur vef Reuters sem segir orðrétt: "The United States will pledge about $10 billion over around two years, U.S. Secretary of State Condoleezza Rice said as she flew to the Paris meeting."

Blaðamenn mbl.is eru ótrúlega seigir í gegnum tíðina að klúðra svona þýðingum út í tóma vitleysu. Er möguleiki á að fá starf þarna? 

 

(10.55 er búið að leiðrétta fréttina eftir ábendingu mína) 


mbl.is Heita 10 milljörðum dala til afgönsku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind

Já það er alveg ótrúleg þýðingin stundum hjá þessum miðli og hefur það oft komið til umtals í vinahópnum mínum, þar sem við kíkjum jafnan á ensku og dönsku þýðinguna hjá mbl.is og furðum okkur stundum á því hvernig þessi miðill getur leyft sér þvílík klúður... s.b. þetta dæmi hérna... enda væri þetta ekki fréttnæmt ef Bandaríkin ætluðu aðeins að gefa andvirði einnar stórar villu þar í landi til að hjálpa landinu sem var sprengt upp að hluta til að þeirra hálfu...

Berglind, 12.6.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Klukkan er núna 10.27 og ég stenst ekki mátið að senda pistilinn á ritstjórnina svo þeir geti leiðrétt þetta.

Haukur Nikulásson, 12.6.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

10.55 fæ ég svarpóst um að þessi villa hafi verið leiðrétt. Reynsla mín af ritstjórn er alltaf sú að bregðast fljótt við ábendingum sem maður sendir.

Haukur Nikulásson, 12.6.2008 kl. 11:47

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264825

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband