Ferðir og uppihald á stað sem hann fer sjaldan eða aldrei til - Sanngjarnt?

Ekki ætla ég að bera blak af DV fyrir fréttaflutning. Það dettur mér ekki í hug.

Hins vegar ef Árni fer sjálfur rétt með þá er hann að fá greiðslur fyrir ferðir og uppihald á landshluta sem hann á ekkert erindi til frekar en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Mér þætti vænt um ef Árni skýrði út hvers vegna hann skráir lögheimili þarna, ef engin er þörfin á því? Þú þarft ekki að eiga lögheimili í því kjördæmi sem þú býður þig fram í svo ég viti til. Hér vantar að Árni gefi nothæfa skýringu.

Það vita allir sem vilja vita að hann fór á einhverja kosningafundi þarna fyrir kosningar af því að hann var fluttur þangað í framboð af Sjálfstæðisflokknum til að rýma fyrir Þorgerði Katrínu. Ef honum finnst eðlilegt að fá greitt fyrir það margar milljónir út kjörtímabilið þá kemur það mér svo sem ekki á óvart. Hann hjálpaði bróður sínum og vinaklíku að svína út milljarða í afslátt af varnarliðseignunum og skipaði svo Þorstein Davíðsson í dómaraembætti án þess að blikna. Dýrarlæknirinn er ekki fjármálaráðherra af stjórnmálalegri hugsjón að mínu mati. Siðferði Árna Mathiesen er á núlli þegar peningar eru annars vegar. 

Er ekki nóg að hann fái nærri sex mánaða frí á fullum launum þingmanns til að kíkja þarna við til að fá sér ís í Eden?

Mér finnst rétt í stöðunni að Árni gerist núna réttlátlega reiður eins og Geir Haarde notar einatt þegar þeirra eigin kúkur flýtur upp á yfirborðið í lauginni og kemur vaggandi vinalega til baka.


mbl.is Fjármálaráðherra segir rangfærslur í frétt um lögheimili hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband