Ísbjörninn skotinn vegna hugsunarleysis, leti, ómennsku, níðingsháttar og nísku

Ég er ósáttur við þá leti, ómennsku, níðingshátt, hugsunarleysi og nísku að svæfa dýrið ekki og flytja það til fyrri heimkynna.

Það var nægur tími hjá yfirvöldum að gera rétt í þessu máli. Ég er hræddur um að þessar myndir af drápinu verði okkur íslendingum til jafnvel meiri skammar en hvalveiðar. Ekki finnst mér stórmannlegt að horfa á veiðimennina gorta yfir dýri sem er í útrýmingarhættu. Þetta er bara ljótt mál.

Yfirvaldið er hér ríkisstjórnin og hér endurspeglast enn og aftur gagnsleysi hennar, jafnvel í hinum minnstu og einföldustu málum.


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála, þetta var illa gert.

Júlíus Ragnar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skúli, það sem þarf að gera við dýrið eftir drápið er örugglega dýrara en að svæfa það og koma því til baka. Það hefði því verið í raun ódýrara. Uppstoppun fæst ekki gefins.

Haukur Nikulásson, 3.6.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skúli, ég gleymdi að nefna það: Ég er langt frá því að vera umhverfiskverúlant. Það koma hins vegar stundum þeir tímar að maður er ekki hjartalaus með öllu!

Ég ætla hins vegar ekki að fella neinn dóm um þig. Þú ert eiginlega of líkur Kramer til að ég leggi í það! 

Haukur Nikulásson, 3.6.2008 kl. 17:08

4 identicon

Og hvað ? áttum við bara að eyða tugmilljónum króna í að koma vesalings dýrinu til hjálpar og skella því til Jan Mayen í flugvél ? Nei takk þetta var eina rétta leiðin. Grænlendingar drepa ísbirni eins og við drepum rollur ekki sé ég eftir þessum eina ísbirni sem villtist til Íslands. Þið eruð algerlega að missa ykkur yfir þessu.

Þeir peningar sem annars hefðu farið í að ferja einhvern ísbjörn til Jan Mayen eru betur komnir í höndum þeirra sem fóru illa út úr skjálftanum sem var á fimmtudag.
Takið saman áætlaðan kostað (án þess að setja saman nefnd!) og leggið peninginn inn á reikning fyrir þá sem misstu innbú og hús á Selfossi og í nágrenni.

Egill (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Svona upptalning á úrtölum er ekki í anda þeirra sem þykjast allt geta fyrir kosningar.  Aulagangurinn verður ekki réttlætur með löngu máli þar sem týnd eru til öll hugsanleg rök og rökleysur til að styðja lötu leiðina í málinu. Það mátti girða kvikindið af og geyma á meðan önnur mál væru leyst.

Yfirvöld og embættismenn bara nenntu þessu ekki, enda komið að löngum sumarfríum þessa fólks.

Haukur Nikulásson, 3.6.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: halkatla

ég rauk í vinnuna í hádeginu staðráðin í að skrifa við fréttina að ég vildi leggja fram sparifé mitt í björgun (í von um að auðmenn myndu þá koma til og borga fyrir mig því ég á svo lítið) en þá dundu á mér fréttirnar um drápið

þetta er hroðalegt á allan hátt! 

halkatla, 3.6.2008 kl. 19:38

7 identicon

Ósammála, vel við brugðist, lang skynsamlegast að skjóta dýrið. Þið vitið ekkert um ísbirni til að taka skynsamlega ákvörðun um þetta.

Björninn var á leið í átt til byggða, ekki nema 6km frá byggð. Það hefði ekki verið spurning hvað gert yrði við hann ef hann dræpi barn eða manneskju nærri byggð enda þessi dýr mjög fær um slíkt verði þau hrædd eða svöng, hvað haldiði að svona dýr fái að borða hérna á landinu, ekki neitt nefnilega. Hann myndi drepa og rífa í tætlur og borða fyrsta barn sem hann kæmi auga á.

Og gaur það virka engin VENJULEG deifilyf á slíka skemmnu, það voru engin deyfilyf af réttri tegund á landinu.

Steinar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:26

8 Smámynd: Evil monkey

"hyrfi í þokuna"... Já, því eins og við vitum eru ísbirnir snillingar í að fela sig í þoku - þeir sikksakka svo snilldarlega - OBB! hvert fór hann!! OBB!! Hann er horfinn aftur!! "Master of disguise"....

Evil monkey, 3.6.2008 kl. 21:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband