Svona FRÉTT er bull!

Það ætti að vera fyrir neðan virðingu íþróttafréttamanna MBL að birta þetta bull.  Vera kann að einhver sár stjórnarmaður sænska sambandsins láti þetta út úr sér vanhugsað í miðju svekkelsi eftir tapleikinn en að taka það alvarlega er jafnvel enn vitlausara. Svíarnir hafa líka tekið upp þessa dellu t.d. Aftonbladet. Mistök dómara eru líka hluti af leiknum.


mbl.is Svíar ætla að kæra leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Erum við samt ekki að tala um mistök tímaborðs frekar en dómara?

Róbert Þórhallsson, 1.6.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tímaborðið er hluti af dómgæslunni.

Það eru eiginlega engin fordæmi í sögunni um að svona leikir séu endurteknir. Svíarnir virðast reyna ansi mikið undanfarið. Þeir komust inn í úrslitakeppni Eurovision á einverri "dómnefnd" og ef þeim tekst að komast hér í gegn á kæru verður það nýjung.

Mér fannst um tíma í seinni hálfleik að dómararnir væru hlutdrægir fyrir svíana en Hreiðar sá bara óvart við þeim. 

Haukur Nikulásson, 1.6.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Ingólfur

Fréttin er alveg rétt, því að sænska handknattleiks ákvað að kæra í kvöld. Þetta var sem sagt ekki bara eitthvað sem einhver lét út úr sér í svekkelsinu eftir leikinn.

Þetta eru auðvitað leiðinleg mistök og hefur áhrif á leikinn, alveg eins og ósanngjarnar 2 mín dæmdar á leikmann á mikilvægum tíma, eða þegar ekkert er dæmt á brot sem hefði átt að gefa víti.

Svíar hafa svo sem rétt á að kæra leikinn en ég sé ekki hvernig hægt væri að dæma þeim í vil þegar leikurinn var unninn með 4 mörkum. 

Ingólfur, 1.6.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt hjá þér Ingólfur að þetta er orðin FRÉTT, það skal viðurkennast núna. Ég vildi bara ekki trúa því að þeir færu með þetta lengra en í svekkelishótun. En svíum er ekki alls varnað: Þarna eru þeir bæði tapsárari og vitlausari (hjá sænska handboltasambandinu) en ég hélt að væri mögulegt!

Haukur Nikulásson, 1.6.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Var að skoða þetta á ruv.is: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4410332

þegar leikklukkan er 28:07 er stöðunni skyndilega breytt úr 13-12 í 13-11. Síðan skora Svíar og staðan verður aftur 13-12.

Veit hins vegar ekki hvers vegna rétt staða hefði fremur átt að leiða til þess að munurinn yrði 3 mörkum minni frekar en meiri í lokin.

Oddgeir Einarsson, 1.6.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er handbolti ekki kvennaíþrótt upphaflega?

Ingvar Valgeirsson, 1.6.2008 kl. 23:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Ágúst 2022
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband