Ef þetta er ekki neyðaraðstoð, til hvers er þetta þá?

Mér er sama hvað Davíð Oddsson segir. Þetta er neyðaraðstoð. Ef hún væri það ekki hefði þessi samningur um björgunarbelti til handa íslensku krónunni nákvæmlega engan tilgang. Sá norski fjölmiðill sem ég les mest er Verdens Gang og hanna kallar þetta neyðarlán á forsíðu vefsins og neyðarhjálp í fréttinni.

Davíð var í drottningarviðtali við Stöð 2 í hádeginu og gat ekki leynt því að þessi gjörningur væri "vinarbragð" seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Ávinningur Norðurlandanna af þessum samningi er nákvæmlega enginn og skiptir þá engu máli. Hjá þeim er þetta bara greiði við litla Ísland. Hversu lengi eiga stjórnmálamenn og embættismenn eins og Davíð Oddsson að komast upp með það í fjölmiðlun að ljúga því blákalt að svart sé hvítt? Það ótrúlegt að á tímum allrar þessarar fjölmiðlunar að menn komist ennþá upp með að skrökva. Það var algjör óþarfi í þessu mál.

Á jákvæðu nótunum er þessi samningur skammtímaredding sem mikil þörf var á, en hvort hann hefur varanleg áhrif til gagns mun framtíðin ein geyma.


mbl.is Fyrsti þáttur í lengra ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband