Bush-hækjan og stríðshaukurinn Blair væntanlegur yfirforseti Íslands?

Ég fæ stundum skrýtna tilfinningu þegar verið er að spá í hver verði fyrsti forseti Evrópusambandsins og þar með raunverulegur verðandi þjóðarleiðtogi þeirra íslendinga sem vilja ganga í Evrópusambandið.

Ég skil ekki hvers stór hluti þjóðarinnar vill fela sig svona manni á vald!

Hvernig dettur einhverjum heilvita íslendingi í hug að Evrópusambandið vilji fá íslendinga í sambandsríkið til að gera okkur eitthvað gott? Síðan hvenær hefur ekki síngirni ráðið ferðinni í allri pólitík?

Ísland er fámennt land með mikið landrými og stórt og auðugt hafssvæði. Hitler stefndi að yfirráðum yfir allri Evrópu ("lebensraum") og nú er orðin veruleg hætta á að næsti "Hitler" fá þessi völd, setjist að í Brussel og stjórni íslendingum sem yfirforseti... úr fjarska í gegnum síma og internet. 


mbl.is Sarkozy hættur stuðningi við Blair í embætti forseta ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já Óskar, ég veit! Eins oft og við erum sammála þá erum við sammála (held ég) um að vera ósammála um ESB

Haukur Nikulásson, 6.5.2008 kl. 22:22

3 identicon

Hvað vitleysa er þetta Blair stóð sig mjög vel sem forsætisráðherra fyrir utan Íraksmálið. Mjðg heimskulegt stríð en að líkja honum við Hitler er alveg út úr kortinu.  Skil ekki svona skrif allt í lagi að vera ósammála en þá halda sig innan skynsamlegra marka.

Ari (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blair er blaðra ekkert meira um það að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:07

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki alveg réttlátt að líkja Blair við Hitler - en er hjarlanlega sammála með ESB - eigum lítið erindi þangað. Því meira sem eg les um það, þeim mun verr leggst það í mig. Bjúrókratabákn frá helvíti, uppfullt af óráðsíu og almennu rugli.

Ingvar Valgeirsson, 7.5.2008 kl. 19:35

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég ætlaði svo sem ekki að líkja Blair saman við Hitler þó einhverjir lesi það út úr pistlinum.

En þeir eiga þó það sameiginlegt að hafa farið í stríð við annað ríki vegna upploginna saka og þar með ákveðið að þúsundir ef ekki hundruð þúsunda hafa saklausir orðið herjum þeirra að bráð og valdið ómældri þjáningu.  Ég sé bara mun á fjölda fórnarlamba í samanburðinum á þessum tveimur mönnum. Reynið að segja mér eitthvað annað.

Haukur Nikulásson, 7.5.2008 kl. 22:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband