Til hvers að innleiða kerfi frá ESB/EES ef það enginn vill vinna skv. því?

Stundum finnst mér að það eigi að reka ofan í okkur allt ESB/EES regluverkið í kokið á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Þegar á reynir og launabuddan verður fyrir því er greinilega staðið fyrir föstum fótum eins og hjúkrunarfræðingarnir gerðu nú.

Hvenær hefur það tíðkast að hægt sé að framkalla breytingar á vinnutilhögun og ætlast til að fólk kyngi kjaraskerðingu í leiðinni? Og það meira að segja á tímum sem allir hækka frekar í launum en lækka? Og í ofanálag í 11.8% verðbólgu m.v. 12 mánaða tímabil?

Hjúkrunarfræðingar eru það stór hluti vinnuafls heilbrigðiskerfisins að það þarf ekki að segja mér að Guðlaugur Þór hafi ekki verið meðvitaður um stöðuna fyrir löngu, allt annað væri vítavert kæruleysi í starfi. Maðurinn er nýbúinn að flæma forstjóra Ríkisspítalanna frá störfum.

Guðlaugur Þór þarf að bakka með nákvæmlega ALLT í þessu máli. Dæmi hver sem vill um hæfi hans sem heilbrigðisráðherra með allt þetta upphlaup.


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm.. vörubílstjórum var gert að gera nákvæmlega þetta sem þú ert að kvarta yfir hér.. en þú ert samt á móti þeim.

Óskar Þorkelsson, 1.5.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er ekki sama hver er ? góður punktur hjá þér Óskar Þorkelsson

Sævar Einarsson, 1.5.2008 kl. 07:34

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, þú átt að vera fyrir löngu búinn að sjá að ég tek ekki afstöðu með eða á móti vörubílstjórum eða hjúkrunarfræðingum. Það er eins og að segja að maður haldi með múrurum en sé á móti smiðum, come on

Það hefur hins vegar aldrei farið á milli mála að ég er á móti inngöngu í ESB af ástæðum sem ég er margbúinn að tyggja. 

Haukur Nikulásson, 1.5.2008 kl. 08:07

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og ég er fylgjandi inngöngu vegna þess að íslensk stjórnvöld eru vanhæf til þess að stjórna klakanum sómasamlega og íslenska krónan hefði átt að deyja drottni sínum fyrir 10 árum eða svo.  ég og þú borgum brúsann Haukur ásamt almenningi á íslandi. Ég er fyrir löngu búinn að fá nóg.

Óskar Þorkelsson, 1.5.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til hamingju með daginn Haukur/eg er þer sammála þarna/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.5.2008 kl. 16:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband