Sendiherra í Palestínu?! - Það vantar þá enn 150 sendiherra Solla

Ég hef ekki nú mikla trú á að Solla leysi deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Mér finnst einhvern veginn nærtækara að hún snúi sér að því að leysa einhver mál hérna heima.

Eftir að hún varð utanríkisráðherra hefur hún farið geyst í að auka útgjöld til utanríkis- og varnarmála. Fjölga þarf vopnuðum íslenskum friðargæsluliðum hingað og þangað. Hún er líka að mínu mati dottin í þá stórmennskudrauma að hún verði konan sem friði arabaheiminn og fái síðan friðarverðlaun Nóbels.

Með því að skipa sérstakan sendiherra í hálf ósjálfstæðu landi þar sem menn dunda við að drepa hvern annan er mér óskiljanlegt. Miðað við þetta þá sé ég ekki hvernig hún getur neitað því að skipa sendiherra í öllum öðrum sjálfstæðum löndum heimsins. Það vantar líklega ekki nema 150 slíka þessa stundina.

Er ekki kominn tími til að vakna af dagdraumunum og vitleysunni? 


mbl.is Friðarfundur á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún gæti til dæmis byrjað á Tíbet

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 18:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband