Mér er það mikið umhugsunarefni þessa daga þegar kvíðinn yfir kreppunni sækir að fólki virðist valda því að vaxandi fjöldi vill skríða undir teppið. Hér er teppið Evrópusambandið.
Alveg er sama hvernig maður ögrar ESB sinnum aldrei fær maður bein svör við því hvernig ESB aðild á að bæta hér lífskjör umfram það sem við eru sjálf fær um að gera afskiptalaust og án íhlutunar miðstýrðs valds í Brussel.
Við getum fellt niður ósanngjarna tolla, vörugjöld aðra okurgjaldtöku eins og stimpilgjöld. Við getum ákveðið að binda gengi krónunnar við Evru og hætta með verðtryggingu á lánum og þar með getum við lækkað vexti. Við getum boðið út fiskikvótann til allra landsmanna á hverju ári. Við getum ákveðið að innleiða fullkomið trúfrelsi og hætta að moka fé í þjóðkirkjuna. Við getum lagt niður RÚV eins og hvern annan óþarfa. Við getum hætt að styrkja fullorðið fólk í leikaraskap með listir og menningu og íþróttir (sem hver og einn á að greiða sjálfur!). Við getum hætt að taka fé úr ríkissjóði til að greiða rekstur stjórnmálaflokka (sem er sjálftaka og þjófnaður með lögum) og eins til að greiða margúthrópað eftirlaunamál embættismanna, þingmanna og ráðherra. Allt þetta getum við gert hjálparlaust og án þess að afsala okkur rétti til að eiga viðskipti við allar þjóðir heims á jafnréttisgrunni og án þess að ganga í ESB. Það er manndómur að vingast við allar þjóðir heims á jafnréttisgrunni, það er þáttaka í einelti að vingast bara við Evrópuþjóðir.
Nú er svo komið að a.m.k. tveir ráðherrar hafa lýst þeirri skoðun að breyta þurfi stjórnarskrá til að sækja um aðild að ESB. Hingað til hefur því verið blákalt logið í þjóðina af ESB sinnum að við værum hvort eð er búnir að tapa sjálfstæðinu með EES samningnum. Hér er trúlega átt við að breyta þurfi 21. greininni sem hindrar að mínu mati landráð og sjálfstæðisafsal til erlends ríkis.
Ég hef orðið miklar efasemdir um að almenningi sé treystandi til að dæma um ESB aðild. Það er nefnilega ekki alltaf ljóst að fjöldinn viti best. Hvort myndir þú vilja einn heilaskurðlækni til að losa þig við æxli úr heilanum á þér eða tvö knattspyrnulið með dómaratríói? Til hvers er verið að kjósa stjórnmálamenn ef þeir eiga ekki að taka þær ákvarðanir sem þeir eru kosnir til?
Ef fólk heldur að það sé alltaf betra að vera stærri og fleiri mega hinir sömu hugsa sig um hvort þeir hefðu viljað vera sá hluti þjóðar sem kaus yfir sig George W. Bush eða Hitler? Andlegu atgervi mannsins hefur ekki farið mikið fram síðan þá. Þegar ESB verður það stórveldi sem marga dreymir er samt sem áður veruleg hætta á að fá einn nægilega valdabrjálaðan yfirstjórnanda sem setur allt á heljarþröm líkt og þeir tveir fyrrnefndu hafa gert. Með því að vera með heiminn í smærri stjórneiningum eru þó líkur á að enginn verði nægilega sterkur til að setja allan heiminn á annan endan. Hingað til hefur fólki verið ráðlagt að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og ég spyr þá: Af hverju að gera það eitthvað frekar í pólitísku samhengi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég er margbúinn að svara þér Haukur með ESB.. þú sennilega ignorerar fólk sem er með rök sem halda með ESB
Óskar Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 16:41
Svörin eru alltaf sama loðnan Óskar. Ekkert svarar því af hverju við getum þetta ekki sjálf? Það eina sem ég hef heyrt sem eitthvert vit er í er: "Við gerum þetta aldrei sjálf - Það þarf að koma erlendis frá sem tilskipun og nauðung sem hluti af ESB aðild."
Haukur Nikulásson, 21.4.2008 kl. 16:51
Ég ætla líka að bæta því við að ég er ósáttur við þá vanmáttarkennd og aumingjahugsun sem felst í að skríða til Brussel.
Óskar, þér er heimilt að vera ósammála mér í þessu eins og hverju öðru. En þú færð mig ekki til að þegja á þeirri forsendu einni að þú sért (að þínu mati) margbúinn að svara mér til að hætta þessu leiðinda andófi gegn ESB aðild.
Haukur Nikulásson, 21.4.2008 kl. 16:57
:) nei endilega haltu áfram Haukur því þú gerir þetta vel..
Ég aftur á móti vantreysti íslenskum stjórnmálamönnum alveg inn í merg og bein.. ef ég þarf að hlusta á einhvern Belga segja mér hvernig vaxtastaðan mín er og hún er ásættanleg eins og í ríkjum ESB er mér slétt sama um það þótt sðelabankahyskið og útrásarpjakkarnir lepji dauðan úr skel á meðan.. því ég get eignast mitt hús og keypt í matinn án þess að 90 % af launum eftir skatt hverfi ekki fyrsta dag eftir útborgun.
Vaxtaokrið og peningastefnan ásamt íslensku flotkrónunni er okkar stærsti óvinur .. íslendingar stjórna þar öllu og þessi 60 ára tilraun okkar með sjálfstæði er liðin undir lok.
Ég er alvarlega að spá í að yfirgefa þetta sker í annað sinn og í þetta sinn kem ég ekki aftur.
Óskar Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 18:23
Óskar, ég ætlaði nú að hrekja þig úr landi með þessu offorsi mínu!
Að öllu djóki slepptu. Þó svo að það sé gaman að finna einhverja blóraböggla í pólitíkinni þegar illa árar þá hafa þeir í raun og veru ekki mjög mikil áhrif. Ekki einu sinni með stýrivaxtaákvörðunum þegar á reynir. Síðan ég fór í einhverri alvöru að fylgjast með pólitík hef ég komist á þá skoðun að stjórnmálamenn hafa mun minni áhrif á efnahagsmál en bæði þeir og aðrir álíta. Ástæðan er sú að þegar styggð kemur að fuglageri (eða mannfólki) er flúið af hólmi eins hratt og fætur og vængir toga. Þannig er þetta með markaðinn sem mótast af rakalausri hræðslu og kjaftagangi ef því er að skipta. Að sama skapi hefur bjartsýninn lyft verði hlutabréfa og gengi í hæðir sem það verðskuldaði hvort eð er aldrei í upphafi og því ætti lítð að koma á óvart í þessu dæmi.
Stjórnmálamenn geta aðallega haft vond áhrif að mínu mati. Það endurspeglast í því að það væru vond áhrif ef þeir að meirihluta myndu afsala sjálfstæði Íslands til að skríða til Brussell fyrir Evrur og væntingar um betri hag. Eins eru þeir vond fordæmi þegar spillingarmálin í kringum þá eru á allra vitorði eins og salan á Varnarliðseignunum, REI málið, einkavæðingardæmin og ótal fleiri mál. Bruðl, spilling og sjálftaka er ekki til þess fallinn að vera borgurum þessa lands fyrirmynd í heiðarleika og ráðdeild.
Haukur Nikulásson, 21.4.2008 kl. 21:09
Ég hef upplifað 3 djúpar lægðir í efnhag þessarar þjóðar, fyrst í hundrað og eitthvað prósent verðbólgu upp úr 1980, síðan tapaði ég 26 % af peningunum mínum í húsbréfum upp úr 1990.. þessai tvö áföll voru algerlega og eingöngu íslenskumr ráðamönnum að kenna því við vorum ekki á neinum aljþoðamarkaði þá.. síðan kem ég heim fyrir 3 árum síðan, er að klára ða byggja mig upp og sé fram til þess að kaupa íbúð og byrja upp á nýtt .. en hvað gerist þá ? Bankarnir hættir að lána, íbúðaverð orðið svo innilega heimksulega hátt að enginn sme ekki átti fasteign fyrir getur keypt..
Hverju er um að kenna í þetta sinn ?
Óskar Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 21:46
Því nú andskotans ver Óskar þá erum við samábyrg í þessu rugli öllu saman. Það er ekki hægt að kenna einhverjum einum í svona málum. Ég upplifði sama ruglið og þú. Ég byrjaði rekstur 1981 og verðbólga toppaði sig í 130% árið 1983. Söluskattur var ýmist tekin af að settur á það sem ég var að selja (tölvur og hugbúnaður) og ég fullyrði að það var eiginlega enginn vitlegur rekstrargrundvöllur fyrir t.d. tölvufyrirtæki fyrr en upp úr 1993-4. Fram að því fór eiginlega allt á hausinn sem gat í þeirri deild.
Vandmál íslendinga er að við þurfum allir að gera allt á sama tíma. Það þýðir að við fáum þessi reglulega þensluskeið og svo þegar hræðslan hvolfist yfir okkur flýjum við eiginlega öll samtímis.
Stjórnmálamenn hafa takmarkaða stjórn á þessum sveiflum og það endurspeglast í því að þegar vondu tímarnir koma þá vita þeir ekkert hvað á að gera frekar en fyrri daginn. Margir þeirra eru búnir að láta greipar sópa um ríkiseignir og sukka í upplognu eftirlaunakerfi til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af sinni eigin afkomu, sá hluti þessara "starfa" stjórnmálamanna fer hvað mest í taugarnar á mér.
Haukur Nikulásson, 22.4.2008 kl. 08:29
þessar sveiflur er það sem ég tel að ESB aðild stoppar. Sveiflurnar eru verstar og gera mann ónæman fyrir verðhækkunum og gerir mann kærulausann í peningamálum.. í noregi þar sem ég bjó um árabil var manni gerð grein fyrir því að ég einn.. og bara ég einn beri ábyrgð á mínum fjármálum og minnar fjölskyldu... þar lærði ég mikið.
Óskar Þorkelsson, 22.4.2008 kl. 17:05