Er fljótlegast að ljúga sig frá þessu?

Geir Haarde er fljótur að læra af fyrirrennara sínum. Besta vörnin þegar málstaðurinn er vondur er að látast vera réttlátlega reiður. Hann hefur sýnt þetta orðið nokkuð mörgum sinnum undanfarið og það er alltaf fylgni á milli þess hversu reiður hann er og hversu vitlaust mál hann er að verja.

Ef málið er ekki neitt þá hlýtur að vera auðvelt að svara:

Hvað kostaði leiguþotan?

Hversu margir eru á opinberum vegum?

Hversu mörgum fjölmiðlamönnum var boðið á kostnað ríkisins?

Hvers vegna þarf að fela þennan kostnaðarlið sérstaklega?

Hér vantar upp á að eini sýnilegur tilgangur þessa fundar er að Bush þrýsti á aðildarþjóðir (þ.m.t. íslendinga) að fjölga í hersveitum NATO og það muni því ENN frekar auka kostnað íslendinga við þennan fund.

Hvenær ætla íslendingar að sýna Bush að við séum ekki búnir að gleyma viðskilnaði þeirra á varnarsvæðinu? Er Geir strax búinn að gleyma því að hafa kysst Condoleezzu Rice fyrir varnarsamninginn sem var efnisminni en nýju fötin keisarans?


mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú orðið finnst mér þau bæði ömurleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Fáum þessar tölur upp á borðið.

Svo finnst mér ISG sýna og sanna gamla máltækið leiðinlega vel: Power corrupts..........

Ingi Geir Hreinsson, 3.4.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já eða bara : Vald spillir!

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér finnst allt við þessa ferð algerlega tilgangslaust.

Óskar Þorkelsson, 5.4.2008 kl. 08:59

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 264968

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband