Breyta þarf réttinum úr hringtorgum

Þegar maður ekur um hringtorg í Evrópu skynjar maður að það þarf að fara sérstaklega varlega um þau vegna þess að um þau gilda ekki sömu reglur og heima á Íslandi.

Reglan hjá okkur er sú að bifreið í innri hring á réttinn, en ekki í ytri hringnum eins og erlendis. Þetta stríðir á móti allsherjarreglunni varúð til hægri. Í hringtorginu gildir nefnilega varúð til vinstri og þetta er leiðinleg og alvarleg þversögn í okkar umferðarreglum.

Mér þætti gaman að heyra álit t.d. Sigurðar Helgasonar eða annarra málsmetandi manna hjá Umferðarstofu varðandi þetta mál.

Hvað veldur þessu ósamræmi? Varð þetta óvart eftir þegar hægri umferð var tekinn upp hér 1968?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

reglan í hringtorgum hér og erlendis er eins.. allavega á norðurlöndum.

Óskar Þorkelsson, 1.4.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gæti verið á norðurlöndum Óskar og ekki ólíklegt að við hefðum étið upp einhvern sænskan ósóma. Á Spáni er þetta ekki svona og, að ég held, víðast í Evrópu.

Haukur Nikulásson, 1.4.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

spánverjar kunna ekki umferðarreglur :D  ég hef ekið í germaníu og þar sýndist mér okkar regla vera við lýði líka.

Óskar Þorkelsson, 1.4.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvað finnst þér sjálfum Óskar?

Haukur Nikulásson, 1.4.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Held þetta hafi ekki verið tekið upp ´68 - voru einhver hringtorg þá? Hvað ertu annars á þessum þvælingi? Geturðu ekki bara verið heima hjá þér? :)

Ingvar Valgeirsson, 2.4.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það minnir nú óeitanlega á European Vacation með Chevy Chase...

Ingvar Valgeirsson, 2.4.2008 kl. 17:40

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú Ingvar, það voru hringtorg á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar og líka á mótum Hringbrautar og Suðurgötu að ég muni (Þú varst líklega ennþá með taubleyjuna þína á þessum tíma!).

Við erum að þvælast á Tenerife (hluti af Spáni) og lentum í vandræðum með þetta fyrsta daginn (óhappalaust sem betur fer) og ég upplifði þetta líka á Spáni í nóvember s.l. Mér finnst reyndar betra að rétturinn sé úr ytri hringnum af því að það viðheldur fullu samræmi við hægri regluna.

Haukur Nikulásson, 2.4.2008 kl. 22:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264932

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband