Obama örlítið betur gefinn en Rauðhetta

Ég get vel skilið að hann vilji ekki mæta í þátt hjá þeim. Fox er hægri sinnuð stöð höll undir skoðanir repúblikana. Ef ég man rétt var einn nánasti samstarfsmaður Bush nýlega ráðinn þangað. Jú, það var Karl Rove, ekki beint heiðarlegasti maðurinn í bandaríska stjórnkerfinu hjá Bush.

Hvernig á heilvita maður að mæta í viðtal þarna? Getið þið ekki séð það fyrir ykkur?

Má ekki bjóða þér sæti herra Obama, logandi gasgrillið úr eldhúsinu er því miður eina lausa sætið!

Ertu hættur að berja konuna þína? Já eða nei! 


mbl.is Fox reynir að svæla Obama út úr greninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er bara ad fordast ad fara i vidtal a Fox thvi hann veit ad spurningarnar sem skipta mali verda spurdar. Gud hjalpi okkur ef hann verdur forseti Bandarikjana...Eg er Islendingur en bandariskur rikisborgari og fylgist mikid med frettunum og veit ad vid verdum illa farin ef hann verdur forseti herna. Mer likar ekki alltof vel vid Bush en McCain er retti madurinn fyrir landid. Hvad mundi gerast ef McCain vaeri tengdur rasista eins og Obama er nuna??? Wake up People...

Hronn Gilliam (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæl Hrönn, hvaða rasista er Obama tengdur?

Haukur Nikulásson, 17.3.2008 kl. 01:25

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Prestlingurinn hefur kannski gilda ástæðu til að vera fúll? 

Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 03:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ það þarf svo lítið til að vera kallaður rastisti, virðist vera.  Orð sem er að verða merkingarlaust út af ofnotkun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2008 kl. 08:43

5 identicon

Sem betur fer getid thid ekki kosid herna! Vid borgum nogu mikid i skatta herna og eg hef engan ahuga a ad fa mann i vold sem a eftir ad gera hlutina verri herna. Hvad er thad sem Obama stendur fyrir sem ykkur likar svona vel vid? Thad er ekki haegt ad lykja Pat Robertson vid prestinn sem hatar hvitt folk. Ef ad ordunum yrdi snuid vid um hvitt folk i svart yrdi allt klikkad herna...

Eg er svo hissa ad sja ad vitrir islendingar hafi svona mikinn ahuga a Obama.

Hronn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:09

6 Smámynd: Áddni

Ég er nú mest hissa á því Hrönn að þú sjáir ekki hvers konar Fasista-ríki BNA hefur breyst í síðan 11. sept 2001. Allir utan BNA virðast sjá það og hlæja að þeim.

Það er ekkert af ástæðulausu að fólk líkir BNA við þriðja ríkið, enda er óþægilega margt líkt með valdatíð Bush & NSDAP.

Horfðu bara "O'Reilly Factor" með hlutlausum augum og segðu mér að það sé "hlutlaus" fréttamennska...

Áddni, 17.3.2008 kl. 13:52

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hrönn, ég held að flestir íslendingar telji að allt verði betra en Bush. Og ég kveð ekki sterkt að orði held ég. Heimurinn þolir ekki annan svona illa innréttaðan stríðshauk. Menn eru hræddir um að McCain ætli sér líka að hafa vit fyrir öllum heiminum og það sé að vænta meiri friðar hjá frambjóðendum demókrata hvort sem það verður Obama eða Clinton. Ég skal þó alveg taka fram að McCain virkar á mig sem skynsemdarmaður, en tel rétt að skipta yfir á demókrata núna. Hvort það er Obama eða Clinton skiptir mig engu. Svartur karl eða hvít kona? Svarta konan með húmorinn Wanda Sykes væri ágæt líka

Haukur Nikulásson, 17.3.2008 kl. 16:08

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

O´Really factor er stórhættulegu þáttur fyri veikgeðja fólk..

Fox news er hlutdrægasta sjónvarpsstöð í heimi , hinum frjálsa heimi vildi ég sagt hafa.

Óskar Þorkelsson, 18.3.2008 kl. 09:37

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þessi stöð er jafn mikil móðgun við hugsandi fólk og Omega stöðin. Alveg eins og öfgafullir múslimar eða kristnir menn vilja telja umheiminum trú um að það sem gerðist fyrir 2000 árum síðan sé málið fyrir nútíðina. Fox stöðin er róttækari og falskari en aljazeera og ritstjórnarstefna hennar snýst aðeins um hagsmuni og hugmyndir eiganda hennar. Hvort að járnkellingin hans Bills eða Obama hafi það sem þarf til að verða forseti veit ég ekki. Væri spennandi að sjá hann sem forseta en reynsluleysið gæti verið vandamál. MacCain er ekki þessi byssuóði repúblikani sem leysir allt frá hungursneyð, olíuskort til frjálslyndis gagnvart fóstureyðingum með F-16 sprengjuárás. Enda fyrrum stríðsfangi. En hann er 88 ára ef ég man rétt. Obama of ungur og karlkerlingin of mikið Washington. Þetta verða allavega spennandi kosningar. Vonum að þeim verði ekki stolið.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.3.2008 kl. 22:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband