Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt? (Upplýsingar óskast)

Við félagarnir ætlum að setja þetta lag á prógrammið okkar en vildum gjarnan fá upplýsingar um eitt eða tvo orð í textanum. Lagið heitir raunar Gamalt og gott (Gætum við fengið að heyra íslenskt - er upphaf viðlagsins sem allir þekkja).

Ég hef leitað að flytjandanum sem sagður er vera Danshljómsveit Hjalta Guðgeirs. Veit einhver hvaða hljómsveit þetta var? Leit í þjóðskrá eða garðinum (www.gardur.is) leiðir ekkert í ljós um neinn Hjalta Guðgeirsson.

Gaman væri að heyra í einhverjum sem lumar á vitneskju um þennan dularfulla flytjanda og getur upplýst okkur hvernig þetta skemmtilega lag kom til og hver er höfundur þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Arnar Árnason

Nú er ég ekki viss, en gæti verið að Hjalti Guðgeirsson hafi verið álíka raunverulegur og Eiríkur Fjalar ?

Á söngtextasíðu Snerpu er að finna texta við lagið og þar eru höfundar þess skráðir:

Ævar Rafnsson og Kári Waage

Á tonlist.is er að finna þessar upplýsingar : http://www.tonlist.is/Music/ViewBiography.aspx?AuthorID=3703

Textinn er annars hér: http://www.snerpa.is/?pageID=18&songID=274

Haukur Arnar Árnason, 15.3.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk kærlega fyrir þetta nafni. Textann var ég reyndar búinn að pikka upp úr upptöku lagsins. Þar kemur ekki skýrt fram síðasta orðið í lokaorðunum: "Milli fjallanna þar á ég heima ...." (giska á bless eða best eða eitthvað í þá áttina). Það þvælist fyrir okkur að vilja hafa lokaorðið rétt, þótt vitað sé að egninn tæki eftir því hvað  maður myndi skálda í eyðuna þarna - Ekki verður annað sagt en að það beri strax árangur að leita aðstoðar hérna.

Haukur Nikulásson, 15.3.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

söng kári þetta ekki sem var í tíbrá undir það síðasta......

Einar Bragi Bragason., 16.3.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mig grunar að það sé rétt hjá þér Einar. Nú þarf ég bara að ná í hann og fá það staðfest. Kári Waage er reyndar með bloggsíðu hérna, en hún virðist lítið notuð. Takk fyrir aðstoðina.

Haukur Nikulásson, 16.3.2008 kl. 09:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband