Sífellt fleiri ritskoða athugasemdir og loka fyrir þær

Ég verð í auknum mæli var við að menn loki fyrir athugasemdir og vilji fá að "samþykkja þær" áður en þær birtast.

Á því eina og hálfa ári sem ég hef skrifað fæ ég, eins og aðrir, andmæli við skoðanir mínar og jafnvel stundum dónaskap, hálfkæring og nærri meiðyrði. Allt hefur þetta fengið að standa. Skítlegar athugasemdir segja nefnilega meira um sendanda heldur en mig og ég get bara hreint ekkert ætlast til að fólk sé sammála mér eða skrifum mínum. Við erum heldur ekki öll með sama mælikvarða á það hvað telst kurteist, ósvífið og niðrandi. Maður á bara að gera og segja það sem maður er tilbúinn að taka á móti sjálfur, sem er einföld og góð siðfræði.

Ég læt það hins vegar fara orðið í taugarnar á mér að athugasemdir mínar séu aflokaðar eða þurrkaðar út og birtist ekki jafnvel blásaklausar. Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Jón Valur, Sóley Tómasdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson og fleiri eru dæmi um fólk sem hafa gert það. Þau þola enga stríðni og eru viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum. Samt er þetta fólk að vasast í pólitískum skrifum sem hafa þá grjóthörðu náttúru að kalla á öndverð sjónarmið. Hvað er þetta fólk að hugsa?

Stefán virðist reyndar í áráttu með að endursegja næstum allt sem birtist í Mogganum í endalausu vinsældakapphlaupi og er alveg gegnsær í því að halda fram skoðun sem hann heldur að eigi mestan hljómgrunn á hverjum tíma.

Það er því óhætt að ég segi að loki menn fyrir athugasemd frá mér eða "þurfi að samþykkja" mun ég ekki eyða tíma í að tjá mig á þeirra síðum. Ég nenni ekki að eltast við menn sem gera kröfur um eintómar "sammála"-athugasemdir á síðunum sem eiga þá að endurspegla hversu fullkomnir þeir eru sjálfir með skoðanir sínar.

Öllum þykir gott að eiga skoðanabræður en það víkkar ekki sjóndeildarhring nokkurs manns að loka eyrum og augum fyrir öndverðum skoðunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er vandlifað í henni veröld.  Maður verður að kunna að taka gagnrýni, og eins og þú segir þegar fólk er með skít þá segir það meira um viðkomandi en mann sjálfan.  Það sýnir ekki styrk að útiloka fólk frá því að svara.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alvel sammála þér og Gunnari Þór líka. Skil samt ekki þetta með Þornið. Það vantar Guðbjörgu Hildi Kolbeins í listann hjá þér. Eðlilegast er að vera ekki að ergja sig á þessu og mér finnst ekki mikið átak að stilla sig um að skrifa komment.

Sæmundur Bjarnason, 8.3.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tek undir með þér Haukur, ég hreinlega skrifa ekki aftur inn á "ritskoðaðar" síður, þessir hugleysingjar eiga bara að banna nafnlausar athugasemdir en leifa okkur sem erum þó að skrifa undir eigin nafni að hafa okkar skoðun á þeirra málflutningi.

Óskar Þorkelsson, 8.3.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef lengst af haft þann sið, að láta gagnrýni standa og ritskoða ekki mína síðu.

En ef fólk getur ekki virt almennar kurteisisreglur venjulegra samskipta, og eða fer út í persónu skítkast, hendi ég því einfaldlega út og loka á IP töluna.

Hef að vísu aðeins gert þetta einu sinni, sé ekkert að því að fólk noti sterkar lýsingar úr Íslensku, en umburðarlindi mitt er eins og annarra takmörkunum háð.

Sumir bloggarar eru ekki hér til að eiga samtal, þeir eru hér til að segja sýna skoðun í eintali.

Nenni ekki að fara á eintals síður, og læt þetta fólk samt ekkert fara í taugarnar á mér.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.3.2008 kl. 15:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband