Hver var það sem kallaði mig hálfvita?

Ég er einn þeirra sem er ekki með háar tekjur og gæti þess vegna alveg þolað að fá eins og 300 þúsund eða þess vegna 500 þúsund í vasann einmitt núna.

Bloggari einn kallaði mig hálfvita í athugasemd á síðunni minni og ég var að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að lögsækja hann. Verst er að ég man hvorki lengur hver lét þetta út úr sér né hvert tilefnið var. Ég man það eitt að ég lét athugasemdina standa óhaggaða (eins og allar aðrar) sem vitnisburð um þann sem skrifaði og var auk þess stoltur af eigin umburðarlyndi.

Ég þykist geta sannað fyrir dómi að ég hafi nokkurn veginn fullt vit og því sé hálfvitanafngiftin örugglega saknæm í samanburði við þetta stóra Gauks-Ómars-mál.

Ég hef skrifað rúmlega 550 pistla á rúmu ári og það er ekki auðvelt að finna réttu klausuna. -  Óheppinn!


mbl.is Gaukur mun áfrýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst þú nú enginn hálfviti - en langar að benda á að við vorum að fá fleiri Ovation VXT...

Ingvar Valgeirsson, 27.2.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég var nú svolítið að spauga með þetta Einar. Svo ég tali í alvöru þá gekk Gaukur ansi langt í að ögra Ómari til málshöfðunarinnar og fékk hana svo bara í hausinn. Ég hef þess vegna ekki neitt mjög mikla samúð með Gauki.

Ingvar, hvers vegna freistar þú blankra manna með nýjum Ovation VXT? Félaginn er reyndar býsna ánægður með sinn.

Haukur Nikulásson, 27.2.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

En hvað ef Bush bandaríkjaforseti færi allt í einu í mál við íslenska bloggara, til að mynda þig, fyrir að hafa kallað sig hálfvita?

Ég held að það hafi verið "Steini" sem kallaði þig hálfvita. Ef til vill var það Steini Briem? Sjá  http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/347197/

Elías Halldór Ágústsson, 27.2.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir þetta Elías, mér var ekki svo mikil alvara í þessu að ég þyrfti aðstoð við að leita þetta uppi, takk samt!

Ég stæðist mál frá Bush þar sem svo mikið er til af sönnunargögnum um hálfvitaganginn hans er á netinu að hann kæmist því ekki langt með það mál. Á Youtube er fullt af myndskeiðum með asnaprikunum hans.

Haukur Nikulásson, 27.2.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Má ekki Össur fara að passa sig/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.2.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Spurning um túlkun orðsins hálfviti.

Er þetta hrós, þannig að hann sá þig sem hálfan vita, því þú lýstir honum veginn

Er þetta last, þannig að hann taldi þig vera bara með hálft vit

Hver er hálf viti, kvarta viti eða með fullu viti.

Verður það ákvarðað með mælingu á virkni heilans, stöðluðu greindarprófi eða .......

Þetta gæti orðið virkilega umfangsmikið dómsmál með erfiðri sönnunarbyrði Haukur.

Og nú er úr vanda að velja, til tekjuöflunar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.2.2008 kl. 10:15

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég held að með þessu hafir þú slegið málsóknina mína endanlega af borðinu Þorsteinn. Þetta er greinilega að verða full flókið fyrir svona hálfvita eins og mig! 

Haukur Nikulásson, 28.2.2008 kl. 11:21

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ég var að vona að þú gengir í málið ,svo við hinir gætum líka aflað tekna með því að móðga, eða æsa bara einhvern upp, svona reglulega um mánaðarmótin.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.2.2008 kl. 18:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband