27.2.2008 | 17:06
Hver var það sem kallaði mig hálfvita?
Ég er einn þeirra sem er ekki með háar tekjur og gæti þess vegna alveg þolað að fá eins og 300 þúsund eða þess vegna 500 þúsund í vasann einmitt núna.
Bloggari einn kallaði mig hálfvita í athugasemd á síðunni minni og ég var að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að lögsækja hann. Verst er að ég man hvorki lengur hver lét þetta út úr sér né hvert tilefnið var. Ég man það eitt að ég lét athugasemdina standa óhaggaða (eins og allar aðrar) sem vitnisburð um þann sem skrifaði og var auk þess stoltur af eigin umburðarlyndi.
Ég þykist geta sannað fyrir dómi að ég hafi nokkurn veginn fullt vit og því sé hálfvitanafngiftin örugglega saknæm í samanburði við þetta stóra Gauks-Ómars-mál.
Ég hef skrifað rúmlega 550 pistla á rúmu ári og það er ekki auðvelt að finna réttu klausuna. - Óheppinn!
Gaukur mun áfrýja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Mér finnst þú nú enginn hálfviti - en langar að benda á að við vorum að fá fleiri Ovation VXT...
Ingvar Valgeirsson, 27.2.2008 kl. 17:30
Ég var nú svolítið að spauga með þetta Einar. Svo ég tali í alvöru þá gekk Gaukur ansi langt í að ögra Ómari til málshöfðunarinnar og fékk hana svo bara í hausinn. Ég hef þess vegna ekki neitt mjög mikla samúð með Gauki.
Ingvar, hvers vegna freistar þú blankra manna með nýjum Ovation VXT? Félaginn er reyndar býsna ánægður með sinn.
Haukur Nikulásson, 27.2.2008 kl. 17:44
En hvað ef Bush bandaríkjaforseti færi allt í einu í mál við íslenska bloggara, til að mynda þig, fyrir að hafa kallað sig hálfvita?
Ég held að það hafi verið "Steini" sem kallaði þig hálfvita. Ef til vill var það Steini Briem? Sjá http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/347197/
Elías Halldór Ágústsson, 27.2.2008 kl. 17:46
Takk fyrir þetta Elías, mér var ekki svo mikil alvara í þessu að ég þyrfti aðstoð við að leita þetta uppi, takk samt!
Ég stæðist mál frá Bush þar sem svo mikið er til af sönnunargögnum um hálfvitaganginn hans er á netinu að hann kæmist því ekki langt með það mál. Á Youtube er fullt af myndskeiðum með asnaprikunum hans.
Haukur Nikulásson, 27.2.2008 kl. 18:54
Má ekki Össur fara að passa sig/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 27.2.2008 kl. 22:28
Spurning um túlkun orðsins hálfviti.
Er þetta hrós, þannig að hann sá þig sem hálfan vita, því þú lýstir honum veginn
Er þetta last, þannig að hann taldi þig vera bara með hálft vit
Hver er hálf viti, kvarta viti eða með fullu viti.
Verður það ákvarðað með mælingu á virkni heilans, stöðluðu greindarprófi eða .......
Þetta gæti orðið virkilega umfangsmikið dómsmál með erfiðri sönnunarbyrði Haukur.
Og nú er úr vanda að velja, til tekjuöflunar.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.2.2008 kl. 10:15
Ég held að með þessu hafir þú slegið málsóknina mína endanlega af borðinu Þorsteinn. Þetta er greinilega að verða full flókið fyrir svona hálfvita eins og mig!
Haukur Nikulásson, 28.2.2008 kl. 11:21
Ég var að vona að þú gengir í málið ,svo við hinir gætum líka aflað tekna með því að móðga, eða æsa bara einhvern upp, svona reglulega um mánaðarmótin.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.2.2008 kl. 18:39