Þvagleggskonan... - óþarflega ljót fréttamennska

Þessi fyrirsögn, myndbirting og nafngreining er á Vísi í dag. Mér finnst það nægileg refsing fyrir aumingja konuna að hafa orðið óþarflega full og gert asnaprik án þess að fjölmiðill bæti ekki um betur og velti henni eins og fisk í raspi upp úr ósómanum.

Ég vona bara að fjölmiðlafólkið á Vísi geri ekkert af sér í fylleríi sem það vill ekki að verði gert opinbert með sams konar hætti. Mér finnst þessi fjölmiðlun vera lágkúra og óþarfa níðingsháttur. Lái mér hver sem vill. Nú er gúrkan greinilega alveg að drepa þá.

 
Innlent 26. feb. 2008 13:51

Þvagleggskonan missti prófið

Dómur í svokölluðu Þvagleggsmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað með nauðgun lögreglunnar á henni og ólöglegar þræðingu þvagleggs.  Svei því bara.  Sum sé það er í lagi að lögregla og yfirvald beiti ofbeldi.  Er það það sem verið er að segja með þessum dómi ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Cesil, þú átt aldrei glætu gegn yfirvaldinu. Venjulegt fólk hefur ekki getu til að höfða mál með tilheyrandi kostnaði gegn ríkinu. Reynslan hefur líka kennt okkur að allur vafi er yfirvaldinu í hag þar sem tengsl á milli löggæslu og dómsvalds eru vinsamlegri en á milli einstaklinga og dómsvalds. Það verður alltaf þannig.

Ég veit ekki nógu mikið um stóra þvagleggsmálið til að dæma um eitt eða neitt, en tel mig sjá í því persónulega ógæfu sem mér finnst ljótt er að níðast á með þessum hætti.

Haukur Nikulásson, 26.2.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Andskotans siðleysi og ómenning.

Vísbending um úrkynjað samfélag.

Árni Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 23:29

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband