15.2.2008 | 11:44
Ríkisendurskoðun mokar yfir vatnstjónshneykslið skv. pöntun
Það er ótrúlegt að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um vatnstjónið á Keflavíkurflugvelli. Hún er heilar 23 síður og þegar þú ert búinn að lesa skýrsluna kemur ekkert af viti fram hversu dýr viðgerðin á þessu endanlega verður.
Næstum öll skýrslan eru afsakanir frá utanríkisráðuneytinu og undirstofnunum þess við að losa sig undan þeirri einföldu staðreynd að skrúfað var fyrir vatnið á 106 íbúðum og 13 öðrum byggingum. Dómur aðkeyptrar verkfræðistofu var á þá lund að tjónið væri 79-109 milljónir og engum sérstökum að kenna.
Sú ótrúlega framsetning að kenna að einhverju leyti um óvenjulegri lagnahönnun er algjört þvaður og yfirklór. Það væri trúlega vitlegra að kenna Veðurstofu Íslands um það að hafa ekki hringt í Valgerði til að tilkynna henni um yfirvofandi frosthörku á þessum tíma.
Það var ekki haft samband við þá sem hafa reynslu af viðgerðum og mati á kostnaði við vatnstjón af þessu tagi. Þar eru tjónadeildir tryggingarfélaga með alla kunnáttuna. Enda ljóst við lestur skýrslunnar að það á ekki að taka tillit til þess raunverulegs tjóns sem verður á málningu, innréttingum, flísalögnum, öðrum gólfefnum og fleiru sem eru afleiðingar af sprungnum pípum. Það er varlegt að áætla að það kosti 6-10 milljónir á hverja einustu íbúð að skipta út öllum innréttingum og gólfefnum. Í þessu er niðurrif og vinna við uppsetningu. Það er nefnilega dýrara að skipta út innréttingum og gólfefnum heldur en að setja upp nýtt. Fróðir menn, tengdir tryggingarfélögum segja mér að endanlega tjónið sé aldrei undir milljarði á þessum 120 eignahlutum.
Þessa skýrslu Ríkisendurskoðunar tók 15 mánuði að gera. Í Fréttablaðinu er því m.a. kennt um að stofnunin hafi verið mjög upptekin í nóvember og desember. En það skýrir hugsanlega 2ja mánaða drátt en ekki 15. Einnig er utanríkisráðuneytinu kennt um að hafa svarað sínum fyrirspurnum seint.
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa 23 blaðsíður skýrslunnar er þetta niðurstaða Ríkisendurskoðunar:
"Mun nær þykir að álykta sem svo að tjónið megi að mestu leyti rekja til atvika, serm erfitt var að sjá fyrir, einkum óvenjulegs veðurlags og óvenjulegs frágangs vatnslagna. Af þessum sökum væri ósanngjarnt að ásaka þá aðila sem ábyrgð báru á svæðinu á þeim tíma sem tjónið varð, um vanrækslu á eftirlits- og viðhaldsskyldum."
Skv. ofansögðu kom allt í einu frost og pípulagnir gáfu sig eftir áratuga farsæla frammistöðu hjá kananum. Trúlegt? Gáfulegt? Eru það sprenglærðu viðskiptafræðingarnir hjá Ríkisendurskoðun sem gefa út þessa stórkostlegu ályktun um óvenjulega veðurlagið og heimskulegu pípulagnirnar eftir 15 mánaða yfirlegu?
Valgerður Sverrisdóttir getur nú glaðst yfir þessari niðurstöðu hinnar óháðu Ríkisendurskoðunar. Hún er ekki gerð ábyrg og má því núna yppa öxlum í stað þess að axla ábyrgð.
Ég kannast við sumt af starfsfólki Ríkisendurskoðunar af góðu einu og þykir dapurt þeirra vegna að þessi ótrúlega skýrsla skuli geta tengst þeim.
Vatnstjón á Keflavíkurflugvelli ekki rakið til beinnar vanrækslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 265321
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Þetta er akkúrat mergur málsins. Vanræksla og ekkert annað, það er sama hvað er reynt að fegra málin. Hefði verið hugsað um þessar fasteignir þá hefði þetta ekki gerst burt séð frá frosti eða ekki frosti. og hana nú.
Skafti Elíasson, 15.2.2008 kl. 12:00
Þarna er sko allt málum blndið með þessa skirslu !!!auðvitað er þetta Valgerði og C/o að kenna og hennar ráðuneiti/á hún ekki að segja af ser! Þingmensku!!!!Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 15.2.2008 kl. 12:42
Ríksendurskoðun=Ræstingarstofnun ráðherra
Kristján Sigurður Kristjánsson, 15.2.2008 kl. 12:45