Ríkisendurskoðun mokar yfir vatnstjónshneykslið skv. pöntun

Það er ótrúlegt að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um vatnstjónið á Keflavíkurflugvelli. Hún er heilar 23 síður og þegar þú ert búinn að lesa skýrsluna kemur ekkert af viti fram hversu dýr viðgerðin á þessu endanlega verður.

Næstum öll skýrslan eru afsakanir frá utanríkisráðuneytinu og undirstofnunum þess við að losa sig undan þeirri einföldu staðreynd að skrúfað var fyrir vatnið á 106 íbúðum og 13 öðrum byggingum. Dómur aðkeyptrar verkfræðistofu var á þá lund að tjónið væri 79-109 milljónir og engum sérstökum að kenna.

Sú ótrúlega framsetning að kenna að einhverju leyti um óvenjulegri lagnahönnun er algjört þvaður og yfirklór. Það væri trúlega vitlegra að kenna Veðurstofu Íslands um það að hafa ekki hringt í Valgerði til að tilkynna henni um yfirvofandi frosthörku á þessum tíma.

Það var ekki haft samband við þá sem hafa reynslu af viðgerðum og mati á kostnaði við vatnstjón af þessu tagi. Þar eru tjónadeildir tryggingarfélaga með alla kunnáttuna. Enda ljóst við lestur skýrslunnar að það á ekki að taka tillit til þess raunverulegs tjóns sem verður á málningu, innréttingum, flísalögnum, öðrum gólfefnum og fleiru sem eru afleiðingar af sprungnum pípum. Það er varlegt að áætla að það kosti 6-10 milljónir á hverja einustu íbúð að skipta út öllum innréttingum og gólfefnum. Í þessu er niðurrif og vinna við uppsetningu. Það er nefnilega dýrara að skipta út innréttingum og gólfefnum heldur en að setja upp nýtt. Fróðir menn, tengdir tryggingarfélögum segja mér að endanlega tjónið sé aldrei undir milljarði á þessum 120 eignahlutum.

Þessa skýrslu Ríkisendurskoðunar tók 15 mánuði að gera. Í Fréttablaðinu er því m.a. kennt um að stofnunin hafi verið mjög upptekin í nóvember og desember. En það skýrir hugsanlega 2ja mánaða drátt en ekki 15. Einnig er utanríkisráðuneytinu kennt um að hafa svarað sínum fyrirspurnum seint.

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa 23 blaðsíður skýrslunnar er þetta niðurstaða Ríkisendurskoðunar:

"Mun nær þykir að álykta sem svo að tjónið megi að mestu leyti rekja til atvika, serm erfitt var að sjá fyrir, einkum óvenjulegs veðurlags og óvenjulegs frágangs vatnslagna. Af þessum sökum væri ósanngjarnt að ásaka þá aðila sem ábyrgð báru á svæðinu á þeim tíma sem tjónið varð, um vanrækslu á eftirlits- og viðhaldsskyldum."

Skv. ofansögðu kom allt í einu frost og pípulagnir gáfu sig eftir áratuga farsæla frammistöðu hjá kananum. Trúlegt? Gáfulegt? Eru það sprenglærðu viðskiptafræðingarnir hjá Ríkisendurskoðun sem gefa út þessa stórkostlegu ályktun um óvenjulega veðurlagið og heimskulegu pípulagnirnar eftir 15 mánaða yfirlegu?

Valgerður Sverrisdóttir getur nú glaðst yfir þessari niðurstöðu hinnar óháðu Ríkisendurskoðunar. Hún er ekki gerð ábyrg og má því núna yppa öxlum í stað þess að axla ábyrgð.

Ég kannast við sumt af starfsfólki Ríkisendurskoðunar af góðu einu og þykir dapurt þeirra vegna að þessi ótrúlega skýrsla skuli geta tengst þeim.


mbl.is Vatnstjón á Keflavíkurflugvelli ekki rakið til beinnar vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Þetta er akkúrat mergur málsins.  Vanræksla og ekkert annað, það er sama hvað er reynt að fegra málin.  Hefði verið hugsað um þessar fasteignir þá hefði þetta ekki gerst burt séð frá frosti eða ekki frosti. og hana nú.

Skafti Elíasson, 15.2.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er sko allt málum blndið með þessa skirslu !!!auðvitað er þetta Valgerði og C/o að kenna og hennar ráðuneiti/á hún ekki að segja af ser! Þingmensku!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.2.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ríksendurskoðun=Ræstingarstofnun ráðherra

Kristján Sigurður Kristjánsson, 15.2.2008 kl. 12:45

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband