Hvenær telst nóg komið af yfirgengilegri spillingu?

Ég hef áður lýst því að það er löngu ljóst að það ætti fyrir löngu að vera búið að reka stjórnendur OR og kæra fyrir spillingu í starfi, yfirhylmingar og tilraun til þjófnaðar.

Það dylst engum lengur að þeir voru ekki að vinna fyrir hagsmuni eigenda sinna heldur sjálfa sig. Linka borgarfulltrúa við að koma réttlæti yfir þessa menn er ótrúleg í ljósi þess sem gerst hefur. Maður fær á tilfinninguna að borgarbúar hafi kosið yfir sig þvílíkt safn af óvitum á sviði viðskipta að það hljóti að vera heimsmet. 

Hliðstæða þessa máls er þjófnaðurinn á eignunum á varnarsvæðinu. Þar eru flæktir í málin helstu stjórnendur Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og þar virðist heldur enginn möguleiki á að koma böndum á stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar.

Með svona stjórn á almúganum skyldi engan undra að siðferði sé á undanhaldi, þvílíkar eru fyrirmyndirnar. 


mbl.is Forstjóri OR álitsgjafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Guðný Baldvinsdóttir

Spurning þín er réttmæt, og með hliðsjón af henni, þá er önnur spurning. Hvenær er orðin ástæða til þess að efna til nýrra kostninga, láta dóm kjósenda úrskurða, en ekki kjörna fulltrúa í máli sem er af þessari stærðargráðu.

Eins af þeirri ástæðu, hversu veikur meirihluti er til staðar, varla ætti Ó.F.M. að óttast það, hann sem ítrekað hefur lýst því yfir að hann hafi stuðning 6.527 kjósenda á bak við sig, af hverju hafa þeir engan rétt lengur, rétt til þess að fá að segja álit sitt á ástandi og þeim aðstæðum sem hann er í. Ég sé ekki aðra leið. 

Jóhanna Guðný Baldvinsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:48

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband