Fötin fella manninn!

Satt að segja hélt ég að það væri meira púður í Birni Inga, þessum vonarpeningi Framsóknarmanna. Hann virðist bresta úthald vegna þess eins og hann fékk einhverja fatapeninga frá flokknum í kosningabaráttu sem ég hélt að flestir hafi talið ótrúlega vel lukkaða.

Maðurinn er nefnilega í oddaaðstöðu í borginni og hefur getað notað/misnotað þá stöðu að vild.

Ég er sammála mörgum hér að nú sé Framsóknarflokknum öllum lokið. Það var líka tími til kominn.

Mín skoðun er sú að stutt sé í að Sjálfstæðisflokkurinn líði undir lok. Meira að segja tryggir flokksmenn (eins og ég allt þar til í fyrra) eru að yfirgefa þá skútu vegna ógeðs á valdagræðgi, spillingar- og þjófnaðarmálum þeirra sem stjórna flokknum.

Þegar flokkarnir eru orðnir svona vel saddir lífdaga og fullir spillingarkrabbameini, af hverju mega þeir þá ekki deyja drottni sínum eins og annað sem er komið langt fram yfir síðasta söludag? 

 


mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég tel nú ekki líklegt að flokkur með 40 prósentustiga fylgi leggist af á næstunni, sama hvað þú óskar þess heitt...

Ingvar Valgeirsson, 21.1.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Megnið af þessu fylgi, Ingvar, er hugsunarlaust eins og ég var sjálfur í 30 ár. Svo þarf bara vakna úr þessu meðvitundar- og sinnuleysi.

Haukur Nikulásson, 21.1.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Kosningar snúast alltaf um að velja besta kostinn úr þeim kostum sem maður hefur úr að velja.  Þar liggur mergur málsins.  Stundum eru flokkar sem manni hugnast rétt í meðallagi samt skásti kosturinn.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.1.2008 kl. 22:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband