Er sambýliskonan ekki með sinn rétt líka?

Indíana Karítas Seljan Helgadóttir á greinilega að vera dóttur föður síns hins fræga sjónvarpsmanns Helga Seljan. Ekki virðist það eiga að týnast. Hún á að bera tvö nöfn frá föður sínum, en ekkert frá móður sinni.

Hvar er réttur móðurinnar? Af hverju verður barnið ekki nefnt eftir henni og kallað Indíana Karítas Seljan Helga- og Katrínardóttir og þá er nafnið komið í 47 stafi með orðabilum?

Einhver myndi á móti segja að Helgi væri að hlífa kerfinu því hann hefði getað valið dótturinni hið  fyrrum konunglega íslenska nafn Margrét Alexandrine Þórhildur Ingrid Seljan Helga- og Katrínardóttir sem væri til heiðurs fyrrum ríkisarfa Íslands. Með þessu tækist honum að koma nafninu í heila 68 stafi með orðabilum og gera með því ennþá meira stólpagrín að þessu auma tölvukerfi Hagstofunnar!

Mér finnst stundum Helgi vera í þeirri deild að vilja ofbjóða hlutunum í sínu starfi. Hann mætti kannski hafa hagsmuni barnsins í huga þegar hann velur henni nafn í stað þess að hleypa þessu í þá sérvisku að þurfa endilega að nota það til að sanna mál sitt um galla í tölvuskráningarkerfi ríkisins.

Ég vona bara að  Helgi Seljan nenni að aðlaga sig að því að vera í samfélagi með öðrum t.d. í umferðinni.

 


mbl.is Nennir ekki laga sig að tölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sko, þetta er raunverulegt vandamál og kemur "sérvisku" um löng nöfn lítið við. Nú á ég tvo syni með bandarískri konu. Þeir heita tveimur nöfnum, einu íslensku og einu bandarísku (sjá hér). Nöfnin þeirra eru öll stutt, sá eldri heitir Ísak Irving og sá yngri Kolmar Leigh. Varla neitt að þessu, er það. Síðan finnst okkur (í anda jafnréttishugmynda þinna Haukur) sjálfsagt að börnin taki kenninöfn bæði frá móður og föður. Drengirnir hafa því kenninöfnin Guðmundsson Goldstein. Bæði nöfnin eru því of löng fyrir þjóðskrá. Ég sé ekki betur en við gætum hagsmuna barna okkar best með að blanda saman nöfnum úr menningu beggja foreldra. Ég myndi því aldrei kalla það "sérvisku" af minni hálfu að vera með nöfn sem eru lengri en 32 stafir (með bilum).

Guðmundur Auðunsson, 14.1.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Punkturinn minn er ekki síst sá að Helgi Seljan óþarflegur frekur á það að hans kenninafn sé örugglega vel fyrirkomið. Hann gefur greinilega ekkert fyrir það að barnið sé kennt móður sinni. Ennfremur finnst mér kauðslegt af fjölmiðlamanninum að orða hlutina eins og hann gerir að nenna ekki að aðlaga sig tölvu, þegar það er öruggt að hann verður að aðlaga sig tölvum hvort sem honum líkar betur eða verr.

Mér finnst líka einhvern veginn óþarfi að kalla fólk einhverjum langlokunöfnum þegar það velur síðan sjálft að kalla sig og gefur ekki rotturass fyrir nafnið sem foreldrarnir höfðu svo mikið fyrir að koma fyrir og það meira að segja fyrir daga almennrar tölvunotkunar.

Þrátt fyrir allt er ekkert sem hindrar fólk í að bera nöfn sem eru lengri en 32 stafir þó tölvukerfi Hagstofunnar geti ekki komið því við í augnablikinu.

Persónulega finnst mér nóg að fólk beri eitt fornafn og í því tilviki væri 32 stafir trúlega nóg fyrir þína syni Guðmundur. Ég á tvo syni sem báðir bera tvo nöfn, ég fékk bara engu um það ráðið!  

Haukur Nikulásson, 14.1.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigurjón

Það er samt skömm að þjóðskráin skuli ekki vera búin að laga þetta fyrir lifandis löngu.

Sigurjón, 15.1.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt Sjonni, það er nú ekki eins og þetta sé neitt stórkostlegt gagnasafn.

Haukur Nikulásson, 15.1.2008 kl. 08:27

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Haukur, nú er ég bara með eitt nafn og finnst það bara gott. En þar sem mamma strákanna er enskumælandi og ég íslenskumælandi þá finnst okkur hæfa að vera með tvö eiginnöfn, eitt íslenskt og eitt enskt. Svo er ekki eins og við séum að nefna drengina nöfnum eins og Sigurfinnur Bartholomew!

Guðmundur Auðunsson, 15.1.2008 kl. 12:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband