12.1.2008 | 09:36
Er sambýliskonan ekki með sinn rétt líka?
Indíana Karítas Seljan Helgadóttir á greinilega að vera dóttur föður síns hins fræga sjónvarpsmanns Helga Seljan. Ekki virðist það eiga að týnast. Hún á að bera tvö nöfn frá föður sínum, en ekkert frá móður sinni.
Hvar er réttur móðurinnar? Af hverju verður barnið ekki nefnt eftir henni og kallað Indíana Karítas Seljan Helga- og Katrínardóttir og þá er nafnið komið í 47 stafi með orðabilum?
Einhver myndi á móti segja að Helgi væri að hlífa kerfinu því hann hefði getað valið dótturinni hið fyrrum konunglega íslenska nafn Margrét Alexandrine Þórhildur Ingrid Seljan Helga- og Katrínardóttir sem væri til heiðurs fyrrum ríkisarfa Íslands. Með þessu tækist honum að koma nafninu í heila 68 stafi með orðabilum og gera með því ennþá meira stólpagrín að þessu auma tölvukerfi Hagstofunnar!
Mér finnst stundum Helgi vera í þeirri deild að vilja ofbjóða hlutunum í sínu starfi. Hann mætti kannski hafa hagsmuni barnsins í huga þegar hann velur henni nafn í stað þess að hleypa þessu í þá sérvisku að þurfa endilega að nota það til að sanna mál sitt um galla í tölvuskráningarkerfi ríkisins.
Ég vona bara að Helgi Seljan nenni að aðlaga sig að því að vera í samfélagi með öðrum t.d. í umferðinni.
Nennir ekki laga sig að tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Sko, þetta er raunverulegt vandamál og kemur "sérvisku" um löng nöfn lítið við. Nú á ég tvo syni með bandarískri konu. Þeir heita tveimur nöfnum, einu íslensku og einu bandarísku (sjá hér). Nöfnin þeirra eru öll stutt, sá eldri heitir Ísak Irving og sá yngri Kolmar Leigh. Varla neitt að þessu, er það. Síðan finnst okkur (í anda jafnréttishugmynda þinna Haukur) sjálfsagt að börnin taki kenninöfn bæði frá móður og föður. Drengirnir hafa því kenninöfnin Guðmundsson Goldstein. Bæði nöfnin eru því of löng fyrir þjóðskrá. Ég sé ekki betur en við gætum hagsmuna barna okkar best með að blanda saman nöfnum úr menningu beggja foreldra. Ég myndi því aldrei kalla það "sérvisku" af minni hálfu að vera með nöfn sem eru lengri en 32 stafir (með bilum).
Guðmundur Auðunsson, 14.1.2008 kl. 15:23
Punkturinn minn er ekki síst sá að Helgi Seljan óþarflegur frekur á það að hans kenninafn sé örugglega vel fyrirkomið. Hann gefur greinilega ekkert fyrir það að barnið sé kennt móður sinni. Ennfremur finnst mér kauðslegt af fjölmiðlamanninum að orða hlutina eins og hann gerir að nenna ekki að aðlaga sig tölvu, þegar það er öruggt að hann verður að aðlaga sig tölvum hvort sem honum líkar betur eða verr.
Mér finnst líka einhvern veginn óþarfi að kalla fólk einhverjum langlokunöfnum þegar það velur síðan sjálft að kalla sig Bó og gefur ekki rotturass fyrir nafnið sem foreldrarnir höfðu svo mikið fyrir að koma fyrir og það meira að segja fyrir daga almennrar tölvunotkunar.
Þrátt fyrir allt er ekkert sem hindrar fólk í að bera nöfn sem eru lengri en 32 stafir þó tölvukerfi Hagstofunnar geti ekki komið því við í augnablikinu.
Persónulega finnst mér nóg að fólk beri eitt fornafn og í því tilviki væri 32 stafir trúlega nóg fyrir þína syni Guðmundur. Ég á tvo syni sem báðir bera tvo nöfn, ég fékk bara engu um það ráðið!
Haukur Nikulásson, 14.1.2008 kl. 21:46
Það er samt skömm að þjóðskráin skuli ekki vera búin að laga þetta fyrir lifandis löngu.
Sigurjón, 15.1.2008 kl. 00:59
Það er rétt Sjonni, það er nú ekki eins og þetta sé neitt stórkostlegt gagnasafn.
Haukur Nikulásson, 15.1.2008 kl. 08:27
Haukur, nú er ég bara með eitt nafn og finnst það bara gott. En þar sem mamma strákanna er enskumælandi og ég íslenskumælandi þá finnst okkur hæfa að vera með tvö eiginnöfn, eitt íslenskt og eitt enskt. Svo er ekki eins og við séum að nefna drengina nöfnum eins og Sigurfinnur Bartholomew!
Guðmundur Auðunsson, 15.1.2008 kl. 12:32