Af hverju eru forstjórarnir ekki reknir?

Mér þykir svo sem ekki undarlegt að verða enn og aftur vitni að því að forstjórar stórfyrirtækja séu í skipulagðri glæpastarfsemi. Þessi mál eru að koma upp aftur og aftur.

Það sem er hins vegar undarlegt er að þessir stjórnendur virðast aldrei axla neina ábyrgð. Af hverju eru þeir ekki reknir af stjórnum fyrirtækjanna með skömm og stóru skófari á afturendanum?

Skaði upp á hundruð milljóna eru margföld launin þeirra. Hvað eru stjórnir þessara fyrirtækja yfirleitt að hugsa? Til hvers eru þær? Er óskammfeilnin að verða svo mikil að það skipti engan neinu máli hvað menn gera í háum stöðum á Íslandi? Kjósendur kóróna svo vitleysuna með því jafnvel að kjósa dæmda þjófa á þing!

Er þessari þjóð viðbjargandi úr spillingarmálunum?


mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Gildir einu hvort um ræðir toppstjórnendur eða stjórnmálamenn - hér á landi þarf aldrei nokkur maður að taka afleiðingum gerða sinna. Reyndar fór Árni Eyjapeyi hinn fingralangi í tuktið um sinn en hann er kominn aftur á þing, svo ekki galt hann sín brot svo dýru verði; gullfiskaminnugur almenningur fyrirgefur öllum krimmunum jafnharðan. Sorglegra en tárum taki.

Jón Agnar Ólason, 11.1.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Sigurjón

Alveg sammála þér Haukur.  Þetta er skandall og einhver á að taka ábyrgðina!

Sigurjón, 11.1.2008 kl. 21:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband