Má ég blogga undir heitinu GUÐ ALMÁTTUGUR?

Yfirleitt hef ég samþykkt þá sem óska eftir bloggvináttu en gerði undantekningu nýlega. Það var sjálfur Barack Obama sem óskaði eftir bloggvináttu. Einhvern tíma hefði ég verið upp með mér af svona heiðri en ég hef bara ekki trú á að frambjóðandinn sé sjálfur hér á ferðinni og hafnaði því beiðninni.

Ég skoðaði bloggsíðuna og sé að fjöldi fólks eru núna bloggvinir Baracks Obama, þar á meðal Jón Magnússon þingmaður sem nú nýtur þess heiðurs að forsetaframbjóðandinn setur þar inn athugasemd. Reyndar setti ég inn spaugathugasemd á bloggið hans Jóns sem hann hefur greinilega ekki smekk fyrir og felldi niður. Í staðinn er Barack Obama með glaðhlakkalega athugasemd um sigur sinn í forkosningum í Iowa og það meira að segja á ótrúlega góðri íslensku!

Nú þykist ég vita að Mogginn fjarlægir þá sem ljúga upp nöfnum eins og gerðist með þann sem hermdi eftir Sóleyju Tómasdóttur um daginn. Nú langar mig að spyrja hvort ekki sé núna kjörið að maður bloggi undir heitinu Guð Almáttugur ef hver sem er getur notað hvaða heiti sem er. Hver eru línurnar dregnar í þessu efni?

Get ég fengið að hafa Guð Almáttugur í friði þar til almættið sjálft gerir kröfu um að það yrði fjarlægt. Nú væri skemmtilegt að heyra álit Árna Matt eða einhvers umsjónarmanna www.blog.is. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Segjum tveir. Obama vildi líka verða bloggvinur minn en ég veit ekkert hver þetta er. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hef oft ýtt á "hafna", aðallega þegar einhverjir nafnleysingjar hreyta órökstuddum svívirðingum í nafngreinda einstaklinga. Einn bloggaranna varð svo sár að hann réðist á mig með skítkasti og skömmum á ónefndum írskum bar við Hafnarstrætið eitt kvöldið. Ég vissi náttúrulega ekkert hver þetta var fyrst í stað - ákaflega súrrealískt atriði. Þegar ég áttaði mig á hver var þar á ferð um það bil dó ég úr hlátri. Súrt.

Ingvar Valgeirsson, 4.1.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þeir gleyma að hann heitir Barack Húsaein Obama/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.1.2008 kl. 01:22

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 264893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband