White room með Cream þótti of framúrstefnulegt árið 1968

Ég man vel eftir þessu lagi því þá var ég 12 ára Bítlaaðdáandi. Ég get fúslega viðurkennt að ég hafði ekki þroska til að meðtaka þetta snilldarlag á sínum tíma.

Cream var á þeim tíma "underground" hljómsveit og þó hún ætti kraftmikla aðdáendur náðu þeir aldrei mjög hátt á vinsældalistum. Þeir gerðu þó ótrúlega góða hluti á þeim tæpum þremur árum sem þeir störfuðu. Þetta er að mínum dómi flottasta 3-piece band (3ja manna) allra tíma... á undan Police.

White Room var gefið út sem single eftir að hljómsveitin var hætt árið 1968. Náði hæst 28. sæti í Bretlandi en 6. sæti í Bandaríkjunum.

Þetta lag hefur hins vegar vaxið að vinsældum frá þeim tíma og eldist ótrúlega vel með árunum og verður bara betra.

Hér eru kallarnir í Cream á sjaldgæfri endurkomu í Royal Albert Hall árið 2005. Ginger Baker (66 ára),  Jack Bruce (62) og Eric Clapton (60). Mér finnst útkoman góð, einhverjum þætti vera svolítið ellilegt. Ég býst ekki við að sjá þrjá aðra, jafn gamla, leika þetta eftir svo vel sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... rosalega flott lag, klassík... hélt mikið upp á Cream og þar á meðal þetta lag... algjörir snillingar... Ginger Baker fór svo í súpergrúppuna Blind Faith... sem reyndar störfuðu stutt saman... gáfu út eina plötu... hún er tær snilld...

Brattur, 28.12.2007 kl. 22:13

2 identicon

Tær snilld!!

Þráinn Maríus (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 22:20

3 Smámynd: Blúshátíð í Reykjavík

http://www.youtube.com/watch?v=YMyeS1XRBb4 er í raun miklu betra vantar eitthvað í þetta hjá þeim þarna........... Royal Albert Hall árið 2005

Blúshátíð í Reykjavík, 29.12.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Blúshátíð í Reykjavík

Blúshátíð í Reykjavík, 29.12.2007 kl. 14:47

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tríó eru oft skemmtileg. Sjálfur held ég meira upp á Rush en Cream og Police. Ég hélt líka alltaf mikið upp á James Gang, Primus og Beck, Bogart & Appice.

Þetta er líka fínt tríó. Aha, aha, aha...

http://youtube.com/watch?v=BMikAeK8rL0&feature=related

Ingvar Valgeirsson, 30.12.2007 kl. 00:35

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gleðilegt ár Guðmundur. Við verðum vonandi í góðum gír á næsta ári.

Ingvar, dálæti þitt á Rush er í góðu lagi, flott tríó þar á ferðinni.

Haukur Nikulásson, 30.12.2007 kl. 01:01

7 Smámynd: Jens Guð

  Cream var rosalega flott hljómsveit.  Þú ert greinilega jafnaldri minn (fyrst þú varst 12 ára 1968).  Ég man ekki hvenær ég byrjaði að hlusta á Cream.  Hinsvegar þegar ég byrjaði í hljómsveitarstússi nokkru síðar þá reyndum við strákarnir að spreyta okkur á Cream. 

Jens Guð, 30.12.2007 kl. 23:15

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðilegt ár Haukur og takk fyrir gömlu árin !

Ágúst H Bjarnason, 1.1.2008 kl. 01:54

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er bara frábært.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 01:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband