Gleðileg jólaganga

Undanfarin ár hef ég farið einn út að ganga hring um Laugardalinn á Jóladag. Núna fannst mér það sérstaklega skemmtilegt vegna snjókomunnar sem gerði allt hreint, bjart, fallegt og jólalegt.

Þessi ganga tekur yfirleitt um klukkutíma og ég geng Gnoðarvog, Álfheima, Suðurlandsbraut Reykjaveg, Sundlaugarveg, laugarásveg, Langholtsveg, Álfheima og loks Ljósheima.

Maður mætir yfirleitt mjög fáum, en þeir sem eru á ferli heilsa manni á göngunni. Það er svo rólegt á þessum tíma að manni gefst góður tími til ýmis konar hugleiðinga og í dag gleðst maður yfir því að flestir af manns nánustu fjölskyldu og vinum hafa það yfirleitt mjög gott þessi jólin.

Ég vona að þið hafið það gott og njótið frídaganna sem best. Gleðileg jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðileg jól Haukur.    Það var fallegt veðrið í morgun, en nú er hressandi bylur í Garðabænum. 

Ágúst H Bjarnason, 25.12.2007 kl. 16:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband