Var ekki Eiður búinn að ÞAGGA NIÐUR Í GAGNRÝNENDUM?

Mér finnast fréttir af högum Eiðs Smára stundum mjög undarlegar.

Sem áhugamaður um fótbolta þykist ég vita að það taki meira ein einn til tvo leiki til að festa sig í sessi einhversstaðar. Þegar stjörnurnar verða heilar má búast við að menn í fari á bekkinn aftur þótt þeir hafi staðið sig þokkalega eins og Eiður hefur gert.

Mitt í öllu þessu finnst manni að 365 hafi gert út á að Eiður myndi leika til að selja áskrift að sjónvarpsrásinni Sýn.

Svona fréttamennska dregur úr trausti manns á fjölmiðlun. Það er núna orðin mjög þunn lína á milli frétta, íþrótta og skemmtana.

Ég skal hins vegar fullyrða að Real Madrid var betra liðið í leiknum nánast allan tímann og ég er líka á þeirri skoðun að Eiður hefði átt að fá að byrja leikinn, miðað við fyrri frammistöðu. Hér gerði Frank Rijkard taktísk mistök og leikurinn bar þessu glögglega merki. Hvort hann hafi verið undir þrýstingi stjórnar að nota stjörnurnar Deco og Ronaldinho í þessum leik skal ósagt látið en eitthvað læðist samt að manni sá grunur.


mbl.is Real Madrid sigraði - Eiður úti í kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já auðvitað gera 365 útá Eið. Þetta eru bara viðskipti.

OG fótboltinn í dag er bara viðskipti. Af hverju skiptir Ríkharður ungstirnunum Bojan Krkić og Giovani inná frekar en reyndari leikmanni, sem Eiður klárlega er. Ég sá leikinn og sá að þetta var einmitt leikur sem Eiður nýtist í, þröngt og stutt spil. En ungstirnin er eiga að fá sína auglýsingu. Ástæðan fyrir því að eiður hefur spilað undanfarna leiki er einmitt að það voru leikir á móti minni liðum sem fá litla sjónvarpsdreifngu. Það sem skiptir máli er að láta Ronaldinho, Deco, Eto'o, ungstirnin og Spænsku landsliðsmennina spila stórleikina.

Það eru þeir sem selja treyjur og varning.

Þetta er bissness. Mér finnst alltaf jafn kómískt hversu fáir virðast átta sig á þessu. Auðvitað reyna 365 að mjólka Eið! það eru miklir peningar í húfi.

Sævar Finnbogason, 24.12.2007 kl. 12:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband