9.12.2007 | 12:25
Stofnun Þróunarfélagsins voru líklega mestu mistökin
Umræðan um umdeilda sölu fasteignanna leiðir alltaf meira og meira í ljós.
Í upphafi óttuðust menn að sala fasteignanna myndi skaða íbúa í nágrenni vallarins að því leyti að offramboð yrði á fasteignum og verð myndi lækka í kjölfarið. Þetta er sumpart eðlilegur ótti en það verður að hafa í huga að með því að gæta sérstaklega hagsmuna Keflvíkinga er verið að skaða allt íslenskt samfélag sem heild. Með því að selja þetta skilyrt, ódýrt og sóðalega í heildsölu til einkavina sem hafa aðgang að þolinmóðu lánsfé er þessum ótta Keflvíkinga ýtt einhverjum árum fram í tímann. Þetta róar íbúana á svæðinu tímabundið en er samt rangur og siðlaus gjörningur.
Þær röksemdir sem nú eru notaðar til að réttlæta milljarðaþjófnað á verðmætum samfélagsins þarna eru í hæsta máta undarlegar. Þær varnir sem menn grípa til að taka mismæli og ýmis önnur ummæli og gera þau að aðalatriði málsins er þekkt varnaraðferð þeirra sem hafa vondan málstað að verja. Tengslanetið í kringum söluna er hér alltof augljóst einkavinaplott. Tengsl t.d. ráðherrans og kaupandans, bróður hans, er ekki trúverðug tilviljun!
Ég skal játa að þetta er í fyrsta skipti sem ég efast um heilindi Árna Sigfússonar. Hann er ráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins í Reykjanesbæ og er því óneitanlega báðum megin borðsins. Hann er ráðinn í stjórn Þróunarfélagsins til að gæta hagsmuna ríkisins en ekki Reykjanesbæjar. Á þessu er stór munur. Ég geri væntanlega ráð fyrir að Árni hafi þegið laun frá Þróunarfélaginu fyrir störf sín.
Það að stofna hlutafélag á vegum opinberra aðila er til þess eins að geta falið það sem mönnum sýnist að fela. Stofnun Þróunarfélagsins sem hlutafélags voru því mistök, eða í versta falli ætluð aðferð til að koma þessum eignum undan án skoðunar og leiðinda athugasemda.
Það er örlítill möguleiki Árni hafi hugsanlega verið plataður til að samþykkja þessa sölu svipað og Vilhjálmur var blekktur í REI málinu. Ég hefði samt talið Árna greindari en svo og of mikið tengdan málinu til að sá möguleiki sé raunhæfur.
Árni hefur öll tök á að verja stöðu sína í málinu. Hér hefur engin verið dæmdur, en ólyktin af þessu máli er ekki farin.
Vill birta öll tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Þó þú leysir vind Haukur minn, er kannski óþarfi að bera lyktina uppá aðra.
Að vísu er engin maður heiðarlegri en hann kemst upp með og eflaust hægt að finna ósiðlega hluti alls staðar ef grannt er leitað og vilji er til þess að finna blóraböggul.
Siðferðið hlýtur að vera í huga hvers og eins, eftir uppeldi og fyrirmyndum lífsins.
Hver á svo að gefa út leiðbeiningarnar um "rétt" siðferði.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.12.2007 kl. 12:49
Þorsteinn, við erum ekki að tala um einhvern smáþjófnað eða hnupl. Þetta er stórmál.
Fyrir mjög marga eru leiðbeiningarnar um gott siðferði mjög einfaldar: Ekki gera það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér. Ég vona að þessar leiðbeiningar geti orðið þér að gagni.
Haukur Nikulásson, 9.12.2007 kl. 12:59
Spurningin er hvort rétt hafi verið staðið að útboðinu. Hitt er svo annað mál hverjir keyptu og hvort það sé rétt. Ég skil ekki alveg hvað þessi Þorsteinn er að fara? Mér sýnist hans siðferðið vera eitthvað í þá áttina að af því einhver annar komst upp með ólöglegan hlut, þá er í lagi að gera það sjálfur? Megas og co sungu "svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað!" Kannski er þetta frumsógarlögmál það sem farið er eftir þarna uppfrá?Er nokkuð viss um að ekki nokkur fasteignasali hefði hagað sér svona við að selja fasteignir eins og gert var á miðnesheiði þegar eignir voru seldar. Þessi prís sem fékkst fyrir blokkirnar eru ekki hár, 70 þús á fermetrann. Það er ekki hægt að kaupa óeinangraða stálgrindarskemmu fyrir þá upphæð, hvorki á suðurnesjum né í reykjavík. Ríkið hefur fram á þennan dag ekki verið mikið að hugsa um hag sveitarfélaga, það er mikil stefnubreyting og snögg ef þetta er allt í einu orðið að einhverju göfugu máli? Seldi ekki ríkið Nickel svæðið á hæsta verði? Af hverju ættu einhver önnur rök að gilda þegar verið er að selja skúra, skemmur og blokkir á miðnesheiðinni? Af hverju er þetta ekki selt hæstbjóðanda?Hjálmar Árnason talar af miklum fagurgala um þá miklu uppbyggingu sem á sér stað við Keilisstofnunina. Eftir því sem ég kemst næst er þetta enn framhaldsskoli. kannski verður þetta háskóli í framtíðinni en það er ekkert gefið í þeim efnum.Hvernig er fjármögnun hjá þessum háskólavöllum hagað? Eru 100% veð fyrir greiðslum hjá þeim? Þeir fá víst að borga þetta á einhverjum árum. fara ekki fasteignaviðskipti vanalega þannig fram að kaupandi staðgreiði fasteignina við afhendingu (eða á innan við 12 mánuðum). Af hverju eru þessi kjör í gangi við Háskólavelli? Hefðu allir fengið sömu kjör? Þarf ekki að upplýsa þessa hluti?
Nafnleynd. (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 19:01
Nafnlaus talar um af hverju var ekki selt þeim sem hæst bauð? Hvað veit hann um hvað hver bauð? Hann talar um að fermetrinn kosti um 70þús, eftir því sem ég best veit er fermetrinn á 100þús. Það að auki þarf að skipta út öllu rafmagni, rafmagnsrörum í veggjum, allir slökkvarar, tenglar, vatnslagnir, bæði í jörðu svo og í húsum. Það má svo deila um hvað sé rétt verð þegar verið er að kaupa eignir í slíku magni og um ræðir og með þeim skilyrðum sem kaupendur þurfa að uppfylla. Þarna eru fasteignir fast að flugvelli með tilheyrandi skerðingu á lífskjörum sem þar búa. Svo gefur nafnlaus að um sé að ræða einhver kjör, sem hann virðist ekkert vita um hvort þau séu í raun og veru. Svo endar hann á því að varpa fram spurningunni, af hverju þessi kjör er í boði? Þvílíkt bull og greindarskorturinn er makalaus.
Haukur talar um milljarða þjófnað? Þá spyr ég, frá hverjum? Hvað greiddi íslenska ríkið fyrir þessar eignir? Hver tapaði? Allir gátu boðið í eignirnar, þannig að ef einhver telur eignirnar hafa verið seldar of ódýrt, þá spyr ég, af hverju bauð sá sami ekki í eignirnar það sem honum finnst eðlilegt verð? Nú minni ég á að menn töldu eignirnar verðlausar, þegar herinn fór. Menn töluðu um í fullri alvöru að fara með ýtu á þær, enginn myndi vilja eiga þær. En hins vegar núna talar fólk um þjófnað? Einhver vildi eignirnar í raun og veru.
Hvað kemur svo þessu máli við hvaða status Keilir hefur á vellinum? Keilir er mjög ungur skóli þar sem mikil vinna hefur farið fram. Yfir 100 nemendur eru í námi þar núna og flestir af svæðinu, þarna hefur skapast nýtt tækifæri sem ekki var fyrir hendi í heimabyggð fyrir á annað hundrað nemenda sem nýta sér það. Það er ekki sjálfssagt að uppbygginastarf sem þarna er hafið heppnist, en menn, eins og Árni Sigfús og fleiri eru að reyna sitt besta. Þetta eru hetjur.
Ég ætla nú ekki að gagnrýna skrif Hauks um málið, þau skrif dæma sig sjálf.
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:37
Agnar, þú misskilur nokkra hluti mjög illa.
Íslenska þjóðin átti eignirnar, það er verið að stela frá henni. Þessar eignir eru greiðslur og bætur fyrir afnot af vallarsvæðinu.
Sem fyrrum starfsmaður á vellinum veit ég að Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar reistu flest húsin þarna og það var ekki gert af neinum vanefnum. Þeir gátu gert þetta samkeppnislaust og fyrir þá peninga sem þurfti. Flestar byggingar voru því byggðar á sama hátt og önnur hús á Íslandi. Ég vann í fjármáladeild sjóhersins á sínum tíma og hef því ýmsa vitneskju um það.
Hér er því ekki um neitt verðalust og ónýtt "hergóss" að ræða sem eigi bara að vera afhent einkavinum Sjálfstæðisflokksins með þeim rökum að "enginn hafi átt þetta" eða að þetta skipti engan máli. Það eru ekki rök í málinu að "einhverjir" telji þetta verðlaust drasl. Það hefur aldrei reynt á þetta verðleysi og það gerist ekki nema með að bjóða þessar eignir út með það í huga að hámarka tekjur samfélagsins af þeim.
Þróunarfélagið bauð þetta ekki út í neinum viðráðanlegum skömmtum fyrir almenning heldur seldi allt í heilu lagi, og virti engar reglur um opinber kaup. Það eitt útilokar að smærri aðilar eigi nokkra möguleika. Þetta var bara heildsölufasteignamarkaður fyrir stórgróssera (svo notað sé gamalt hugtak!).
Það vita allir um þær breytingar sem þurfti að gera á rafmagni og öðru en það var ekki svo stór liður að það eitt ætti að rýra verðmæti eignanna. Hins vegar hef ég áður skrifað um þátt Valgerðar Sverrisdóttur um að hún sé líklega ábyrg fyrir eins milljarðs tjóns á pípulögnum vegna vanhirðu eignanna í frosti. Sá kostnaður virðist vera frádreginn í þessum samningum við kaupandann.
Þeir sem verja þennan gjörning eru ekki mikið að hugleiða hvernig hægt hefði verið að nýta betur þessa þjóðareign. Sá málflutningur að tala um að aðrir séu "öfundsjúkir" er lýsandi þegar menn hafa komist upp með óeðlileg og siðlaus forréttindi til viðskiptanna.
Af fyrri reynslu á ég ekki von á því að ríkisendurskoðun takist að gera neitt nema mjálma upp einhverjar athugasemdir um brot á viðskiptareglum og menn lofi að gera betur næst. Eftir standi milljarðaþjófnaðurinn óhreyfður í þessu minnst spillta landi í heimi.
Haukur Nikulásson, 10.12.2007 kl. 07:59
Þeirri hugsun sló niður í mig að þeir þingmenn sem ekki hafa gagnrýnt hvernig hér var að málum staðið eða tekið afstöðu, megi velja um hvort þeir séu spilltir, getulausir eða hugsunarlausir.
Haukur Nikulásson, 10.12.2007 kl. 08:11
Þetta mál er stormur í vatnsglasi, vinnubrögðin öll hefðbundin og í samræmi við venjur í Íslenska einkavina vædda stjórnkerfinu.
Merkilegt annars að lesa túlkun "nafnleyndar einstaklings" á siðferði mínu út frá setningunni (engin maður er heiðarlegri en hann kemst upp með), þetta er bara staðreynd sem kennd er í lífsins viðskipta skóla.
Sumir búa þó yfir þeim siðferðisstyrk að koma fram undir nafni.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.12.2007 kl. 10:33