Er 15 milljarða þjófnaður ekki athugunar virði?

Ég er eiginlega undrandi á því hvernig umræðan um stórþjófnaðinn á Varnarliðsfasteignunum ætlar að deyja fljótt. Getur verið að ef þjófnaðurinn er nógu stór og fyrrum eigandi (Bandaríski herinn) nógu fjarri að þá geri enginn athugasemdir við þetta?

Þetta er sannarlega einn almesti þjófnaður Íslandssögunnar og hann á greinilega að þagga niður eins fljótt og auðið er vegna tengsla Sjálfstæðismanna við hann. Þeirra á meðal eru ráðherra og bæjarstjóri. Morgunblaðið, sem hikar ekki við að fjalla um alls kyns smáþjófnaði og óknytti ógæfumanna, virðist hér alveg stikkfrí. Af hverju finnst mér það ekkert skrýtið?

Ég er nú farinn að skilja betur mikinn áhuga sumra á málefnum Varnarliðsins þegar herinn fór. Þessir karlar sáu þessu verðmæti í hirðuleysi og rottuðu sig saman um að stela þessu öllu nánast í heilu lagi. Hér breytir engu þótt þjófarnir séu margir, það firrir engan sök.

Atli Gíslason þingmaður hefur gert þetta að umtalsefni. Er hann hættur? Ætlaði hann ekki að kæra þetta mál vegna brota á útboðsreglum ríkiskaupa? Má ekki líka kæra brot í opinberu starfi í auðgunarskyni?

Ég skora á kjörna fulltrúa okkar á Alþingi að gæta hagsmuna þjóðarinnar í þessu máli. Og það strax! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

var ekki einhver viss frændsemi í gangi við þessi viðskipti ?

Óskar Þorkelsson, 3.12.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvenær hefur pólitík verið þjófnaður á Íslandi?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.12.2007 kl. 08:36

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við sko sammála Haukur/þetta er Þjófnaður og ekkert annað/ en komast Þeir upp með svona????Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.12.2007 kl. 17:06

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég get ekki annað en glaðst vegna yfirlýsingar Frjálslynda flokksins um þetta mál. Nú þurfa réttsýnir þingmenn stjórnarflokkana bara að taka þátt í kröfunni um rannsókn á málinu. Þeir hafa núna tækifæri til að sýna að þeir séu eitthvað meira en strengjabrúður formannanna!

Haukur Nikulásson, 4.12.2007 kl. 00:53

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband