8.11.2007 | 00:12
Ef Ísland yrði núllstillt - Hvað yrði örugglega öðruvísi?
Ég fékk hvasst tiltal frá einum félaga mínum í Badmintonu fyrir að kalla bændur "verndaða" stétt. Var hann klár á því að bændur væru stórlega hlunnfarnir í samfélaginu og lýsti auk þessi þeirri skoðun sinni að land sem ekki framleiddi "eigin" matvæli væri ekki alvöru samfélag. Ég var nú ekki sammála þessu en það fékk mig samt til að hugsa að bændur eru ekkert ofsaddir af sínum kjörum þrátt fyrir að við kvörtum hástöfum yfir matarverðinu.
Eru bændur ábyrgir að hluta fyrir matarokrinu á Íslandi? Eða eru þeir frekar fórnarlömb vandræðalegra breytinga á þessum síðustu og verstu tímum. Þessi umræða okkar félaganna fékk mig til að hugsa þetta allt í ennþá stærra samhengi.
Hvað ef Ísland væri óbyggt og við værum að hefja hér búsetu með 300.000 manns? Setjum sem svo að við hefðum peninga til að byggja og skipuleggja að vild, hvað yrði þá frábrugðið því sem nú er?
Mig langar að leggja upp fáein atriði og þætti gaman að fá sýn annarra á þessa ógáfulegu umræðu.
Hefst þá upptalningin eins og ég sé þetta:
Reykjavík yrði líkast til ekki aðal byggðakjarninn. Hann yrði líklegast á svæðinu í kringum Egilsstaði. Hvers vegna? Jú Egilsstaðir er á land- og jarðfræðilega rólegu svæði. Þarna er lítil hætta á stórum jarðskjálftum og þetta er ekki eldvirkt svæði. Ennfremur er ekki flóðahætta frá hafi ef um jarðskjálfta væri að ræða þar. Veðurfar á Austurlandi er trúlega betra í það heila tekið heldur en á suðvestur horninu.
Stórir byggðakjarnar í landinu yrðu líkast til þrír. Vestfirðir yrðu trúlega eingöngu með eina verstöð vegna nálægðar við fiskimið. Ég sé ekki fyrir mér bestu staðsetninguna, þó trúlega framarlega í Arnarfirði sem væri nokkuð miðsvæðis.
Trúlega yrði stærsti byggðakjarninn vestanlands á svæðinu á milli Akraness og Borgarness.
Norðanlands er Aðaldalur og svæðið að Húsavík trúlega best til þess fallið að vera með stóran byggðakjarna, frekar en Eyjafjörður. Þar er meira samfellt láglendi.
Við myndum ekki vera með þjóðkirkju. Það sæi enginn ástæðu til þess. Trúmál yrðu einkamál.
Það væri ekkert Ríkisútvarp, engin sinfóníuhljómsveit og enginn Seðlabanki. Gjaldmiðillinn væri Evra. Við yrðum samt ekki hluti af ESB. Til þess væri landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna okkar t.d. of gáfuleg fyrir þá!
Við værum tollfrítt ríki. Hér væru engin höft á flutningum á vörum nema þeirri sem almennt væru bannaðar. Það gæfi tilefni til að vera hér með dreifimiðstöðvar fyrir bæði Ameríku og Evrópu.
Það væru engin umdeild eftirlaun stjórnmálamanna.
Allur veiðkvóti væri boðin út til hæstbjóðenda. Það ætti engin kvóta.
Þó ég vilji opinbera eigu orkuauðlinda sé ég ekki fyrir mér hvernig því máli yrði háttar í þessari núllstillingu.
Meirihluti þjóðarinnar væri trúlega sammála um að reka öflugt sameiginlegt heilsu- félags- og tryggingakerfi. Einnig menntastofnanir. Um nánast alla aðra menningar- og afþreyingarstarfsemi myndi ríkja sátt um að fólk notaði til þess sjálfsaflafé og myndaði til þess frjáls samtök um áhugamál sín, enda væru skattar lægri vegna minni miðstýringu ríkisvalds.
Stjórnsýslan yrði bara á einu stigi. Engin sveitarfélög væru rekin. Allar ákvarðanir um uppbyggingu byggðakjarna og samgöngur þeirra á milli væri teknar á þjóðhagslegum grunni. Þetta sparar að sjálfsögðu kostnað við rekstur óþarfs stjórnsýslustigs og hendir sjálfkrafa burtu öllum málum sem nú þvælast á milli ríkis og sveitarfélaga öllum til leiðinda og ama. Landið yrði eitt kjördæmi í kosningum og þingmannafjöldi trúlega undir 40 og ráðherrar 4-5. Hversu mikla stjórn þarf á 300.000 manns ef grunnurinn er skynsamari en nú er?
Nú má spyrja: Hvers vegna er þessu velt upp núna? Jú, tilgangurinn er sá að reyna að sjá hvernig við myndum reka íslenskt samfélag öðruvísi ef það væri ekki gegnsýrt af tímaskekkjum, ranglátri skiptingu auðlinda, og þeirri staðreynd að stjórnmálamenn og þrýstihópar nota gamlar vitleysur til að réttlæta endalaust nýjar vitleysur.
Hér hætti ég upptalningunni minni. Hvað finnst þér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Já þú segir nokkuð..........ég er þér sammála með hvar stærsti kjarninn væri ..........og þar með væru Austfirðirnir sterkir vegna nálægðar við Höfuðstaðinn........annað er ég nú ekki búinn að mynda mér skoðun um,,,melti þetta
Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 00:22
Mér finnst margar (ekki alveg allar) af þessum hugmyndum góðar og í fljótheitum finnst mér veigamest að skoða þetta með lýðræðislegu framkvæmdina , það þarf að vera frumlegri útfærsla á hvernig lýðurinn tekur ákvarðanir öllum til hagsbóta. Þingræðið í þeirri mynd sem það er nú stuðlar að miðstýringu og meirhlutaákvörðunum þarsem minnihlutinn er réttlaus. Kannski ætti bara taka aftur upp Þingvallafundi.
María Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 00:50
Sumt er anzi gott barasta.
Málið er að löndin í ESB, auk BNA hafa líka styrkjakerfi í landbúnaðinum (reyndar á fleiri stöðum). Við erum ekki eina landið sem hefur beingreiðslur til bænda. Hins vegar er fáránlegt að kvóti á óveiddum fiski sé seljanlegur. Margt gott í þessu hjá þér. Seiseijá.
Sigurjón, 11.11.2007 kl. 04:07
Spyr sá sem ekki veit... en er ekki eitthvað lítið um jarðhita á Austurlandi og þá heldur dýrt að kynda húsnæði á veturna?
Svartinaggur, 13.11.2007 kl. 01:59