Lykilstjórnendur og stjórnarmenn OR og REI verði lögsóttir fyrir innherjasvik

Mér sýnist það borðleggjandi við lestur laga um verðbréfaviðskipti að allir lykilstjórnendur og stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest séu sekir um brot á 123. grein sem fjallar um innherjasvik.

Hvers vegna tekur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglunnar ekki þetta til athugunar? Þarf einhver að fara til þeirra og krefjast þess? Eða hafa þeir enga frumkvæðisskyldu í svona máli?

Samhliða þessu á að víkja þessum mönnum strax frá störfum til að minnka skaðann sem þeir hafa valdið.

Eina hindrunin í þessu máli er að Björn Ingi er í nýjum meirihluta þó hann sé hluti af innherjasvikurunum. Þess vegna mun kæran ekki koma frá nýja meirihlutanum.

Nýi meirihlutinn er því fastur í neti hinna spilltu leyfa gamla meirihluta borgarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki það að ég, frekar en aðrir, skilji málið til hlítar. Samt er nokkuð morgunljóst að Björn, sem nú sér spillingu upp um alla veggi, er með lappirnar á kafi í þeirri drullu sjálfur. Til þess að þurfa ekki að útskýra mál sitt slítur hann stjórnarsamstarfi og reynir þar með að líta úr sem góði kallinn. Fyrrum stjóraraðstaða er svo komin með lappirnar á kaf í skítinn, Dagur borgarstjóri, sem samþykkti sameininguna sjálfur með bros á vör og aðrir, sem þrátt fyrir kvabb og kvein um spillingu eru svo meira en lítið til í að sitja í borgarstjórn með framsóknarfrömuðinum þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um óheilindi og spillingu. Virðist vera sem þeir séu síst saklausari en fyrri meirihluti.

Hvernig væri að fá mig bara sem einræðisherra?

Ingvar Valgeirsson, 17.10.2007 kl. 10:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband