Konsert í Jökulheimum

Ég verð seint kallaður mikill ferðalangur, en það kemur fyrir. Um daginn stakk Gunni Antons upp á því að ég kæmi með honum upp í Jökulheima við rætur Tungnáarjökuls í Vatnajökli. Þetta væri vinnuferð og það yrði okkar númer að sjá um að halda konsert þarna fyrir vinnuliðið.

Við stappfylltum bílinn af hljóðfærum og lögðum í hann upp úr 8 á laugardagsmorgni. Stoppuðum stuttlega á Selfossi og Hrauneyjum. Frá Hrauneyjum er rúmlega klukkutíma akstur inn í Jökulheima og að þessu sinni var vegurinn bara óvenju góður. Fyrst var farið út að jökulsporði og þar óðu nokkur hreystimenninn drulluna með gult málband og GPS tæki. Nokkuð drjúgt var í ánum þarna en ekki mikil fyrirstaða fyrir stóra breytta jeppa. Á meðan aðrir dyttuðu að öðrum málum bárum við Gunni dótið okkar í hús.

Svo var stillt upp og var spilað við þær sérstöku aðstæður að rafmagn var fengið úr 3kW ljósavél og áheyrendur voru allir karlmenn. Maður bjóst því ekki við að það yrði dansað. En það reyndist rangt. Þegar á leið rann allt saman í graut: Guðaveigar, góður matur, tónlist og brandarar og úr varð skemmtilegt partý. Um tíma óttuðust menn að skálinn félli saman við þennan hristing og en ekki varð meira tjón en svo að rykið úr þakbitunum náðist niður. Okkur til mikils léttis kvörtuðu nágrannarnir ekkert!

Um morguninn hélt Gunni svarta sunnudagsmessu sem olli einhverjum krampakviðum en engum varð alvarlega meint af. Heim var haldið um hádegi og gekk tíðindalítið og vel fyrir sig.

Þetta má alveg endurtaka mín vegna. Félagar í Jöklarannsóknarfélaginu reyndust hinn ágætasti félagsskapur. Takk fyrir mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Í mínum félagsskap er Gunni Antons. mikið spilaður, hreinn snillingur.

S. Lúther Gestsson, 14.10.2007 kl. 22:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband