3.10.2007 | 17:02
Þjófnaður orkuauðlindanna gengur hratt fyrir sig
Ég hef lengi verið mótfallinn því að einkavæða orkufyrirtæki og skyldar auðlindir landsins. Ég er hins vegar ekki mótfallinn því að stofnuð séu fyrirtæki til útrásar til að selja útlendingum sérfræðiþekkingu.
Ég get hins vegar ekki séð betur en að allt stefni í að útrásarfyrirtækin muni éta upp móðurfyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun fyrr en nokkur fær rönd við reist.
Áður en við vitum um verður almenningur fyrir barðinu á nýju einokunarokri í rafmagni, heitu og köldu vatni og fráveitu. Halda menn í alvöru að hér muni í framtíðinni ríkja mikil samkeppni milli einkarekinna orkufyrirtækja um að fjarlægja frá okkur piss og kúk?
Mér finnst hins vegar óhuggulegast í þessu hvað þetta gerist hratt. Stjórnmálamenn eru plataðir upp úr skónum nánast á nó-tæm í þessum efnum. Það er ekkert staldrað við til að hugsa um hvað samfélaginu er fyrir bestu í þessum málum.
Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest að sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2007 kl. 08:09 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Já þetta virðist ætla að taka stuttan tíma.
Fólkið stendur bara og gapir og gleypir allt sem þessir karlar segja.
Heyrði nýlega að bæjarstjórinn í Reykjanesbæ væri á leiðinni til Geysis GrínOrku.
Ég fæ alltaf kjánahroll þegar ég heyri ráðamenn þvaðra um að fólkið og þekking þess séu hin raunverulegu verðmæti samfélagsins. Þekkingarþjóðfélag, þekkingarþorp o.s.frv. Hver kannast ekki við þetta?
Meina ráðamenn eitthvað með þessu? Ekki sýnist mér það?
Peningarnir hafa alltaf rétt fyrir sér.
Jóhann (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 17:30
ég er bara mjög sammála þér
Einar Bragi Bragason., 3.10.2007 kl. 23:38
Haukur, ég er algerlega sammála þér að ég tel enga ástæðu til að einkavæða íslensku orkufyrirtækin. Þau eiga að vera í almenningseigu. REI er hins vegar ekki þannig fyrirtæki enda hefur það ekki aðgang að neinum íslenskum orkulindum nema í gegnum Hitaveitu Suðurnesja. Hluti af sameiningarsamkomulaginu í dag milli Geysir Green og REI var að nýja fyrirtækið myndi ekki eiga meira en 48% hlut í Hitaveitu Suðurnesja þannig að meirihlutaeigninn á þessari samfélagsþjónustu lægi hjá Reykjanesbæ.
Jóhann, það er einmitt þekkingin og ekkert nema þekkingin sem við erum að selja í gegnum REI. Við erum ekki að selja íslenska orku eða auðlindir. Ætlunin er að reisa virkjanir ERLENDIS, virkja ÞEIRRA orku og nýta hugvit okkar á því sviði. REI hefur ekkert með íslenskar orkulindir að gera. REI er útflutningsfyrirtæki á þekkingu. Stórt skref í átt að þekkingarþjóðfélaginu.
Það sama hefur okkur tekist t.d. í sjávarútvegnum með fyrirtækjum eins og Marel. Við erum ekki bara að selja fisk við erum að selja þekkingu tengda sjávarútvegi sem við höfum byggt upp í gegnum tíðina.
Hugsið ykkur hvað Íslendingar geta lagt mikið af mörkum varðandi umhverfismál í heiminum. Munið, við erum 300 þúsund, svipað og lítil borg í Evrópu, þorp í Kína. Kínaforseti var að óska þess að við tækjum þátt í meiriháttar byltingu á nýtingu umhverfisvænna orkugjafa í Kína. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli þar sem Davíð er farinn að aðstoða Golíat. Sama á við um hitt stórveldið Bandaríkin.
Það er hreinlega kraftaverk að örríki eins og Ísland geti spilað svona góðan leik með stóru strákunum og ef rétt verður á málum haldið mun þetta skapa okkur ótrúlegar tekjur á næstu árum og áratugum. REI hefur það að markmiði að vera farið að virkja 3-4000 megavött erlendis árið 2009. Til samanburðar þá er Hellisheiðavirkjun 120 MW og Kárahnjúkavirkjun 670 MW að mig minnir.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 00:45