Þjófnaður orkuauðlindanna gengur hratt fyrir sig

Ég hef lengi verið mótfallinn því að einkavæða orkufyrirtæki og skyldar auðlindir landsins. Ég er hins vegar ekki mótfallinn því að stofnuð séu fyrirtæki til útrásar til að selja útlendingum sérfræðiþekkingu.

Ég get hins vegar ekki séð betur en að allt stefni í að útrásarfyrirtækin muni éta upp móðurfyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun fyrr en nokkur fær rönd við reist.

Áður en við vitum um verður almenningur fyrir barðinu á nýju einokunarokri í rafmagni, heitu og köldu vatni og fráveitu. Halda menn í alvöru að hér muni í framtíðinni ríkja mikil samkeppni milli einkarekinna orkufyrirtækja um að fjarlægja frá okkur piss og kúk?

Mér finnst hins vegar óhuggulegast í þessu hvað þetta gerist hratt. Stjórnmálamenn eru plataðir upp úr skónum nánast á nó-tæm í þessum efnum. Það er ekkert staldrað við til að hugsa um hvað samfélaginu er fyrir bestu í þessum málum.


mbl.is Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta virðist ætla að taka stuttan tíma.

Fólkið stendur bara og gapir og gleypir allt sem þessir karlar segja.

Heyrði nýlega að bæjarstjórinn í Reykjanesbæ væri á leiðinni til Geysis GrínOrku.

Ég fæ alltaf kjánahroll þegar ég heyri ráðamenn þvaðra um að fólkið og þekking þess séu hin raunverulegu verðmæti samfélagsins.  Þekkingarþjóðfélag, þekkingarþorp o.s.frv.  Hver kannast ekki við þetta? 

Meina ráðamenn eitthvað með þessu?  Ekki sýnist mér það?

Peningarnir hafa alltaf rétt fyrir sér.

Jóhann (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég er bara mjög sammála þér

Einar Bragi Bragason., 3.10.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Haukur, ég er algerlega sammála þér að ég tel enga ástæðu til að einkavæða íslensku orkufyrirtækin.  Þau eiga að vera í almenningseigu.  REI er hins vegar ekki þannig fyrirtæki enda hefur það ekki aðgang að neinum íslenskum orkulindum nema í gegnum Hitaveitu Suðurnesja.  Hluti af sameiningarsamkomulaginu í dag milli Geysir Green og REI var að nýja fyrirtækið myndi ekki eiga meira en 48% hlut í Hitaveitu Suðurnesja þannig að meirihlutaeigninn á þessari samfélagsþjónustu lægi hjá Reykjanesbæ.

Jóhann, það er einmitt þekkingin og ekkert nema þekkingin sem við erum að selja í gegnum REI.  Við erum ekki að selja íslenska orku eða auðlindir.  Ætlunin er að reisa virkjanir ERLENDIS, virkja ÞEIRRA orku og nýta hugvit okkar á því sviði.  REI hefur ekkert með íslenskar orkulindir að gera.  REI er útflutningsfyrirtæki á þekkingu.  Stórt skref í átt að þekkingarþjóðfélaginu.

Það sama hefur okkur tekist t.d. í sjávarútvegnum með fyrirtækjum eins og Marel.  Við erum ekki bara að selja fisk við erum að selja þekkingu tengda sjávarútvegi sem við höfum byggt upp í gegnum tíðina.

Hugsið ykkur hvað Íslendingar geta lagt mikið af mörkum varðandi umhverfismál í heiminum.  Munið, við erum 300 þúsund, svipað og lítil borg í Evrópu, þorp í Kína.  Kínaforseti var að óska þess að við tækjum þátt í meiriháttar byltingu á nýtingu umhverfisvænna orkugjafa í Kína.  Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli þar sem Davíð er farinn að aðstoða Golíat.  Sama á við um hitt stórveldið Bandaríkin.

Það er hreinlega kraftaverk að örríki eins og Ísland geti spilað svona góðan leik með stóru strákunum og ef rétt verður á málum haldið mun þetta skapa okkur ótrúlegar tekjur á næstu árum og áratugum.  REI hefur það að markmiði að vera farið að virkja 3-4000 megavött erlendis árið 2009.  Til samanburðar þá er Hellisheiðavirkjun 120 MW og Kárahnjúkavirkjun 670 MW að mig minnir.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 00:45

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband