Á að drepa krónuna þegar hún loksins hefur einhvern styrk?

Megnið af minni ævi hefur íslenskan krónan verið eitthvert aumingjalegasta fyrirbrigði sem þessi þjóð hefur búið við. Endalausar gengisfellingar þessa gjaldmiðils var regla á árum áður, eða a.m.k. í hvert skipti sem útgerðaraðila vantaði meiri pening. Þetta gerði það að verkum að engin gat borið nokkra virðingu fyrir henni og botninum var náð með flotkrónunni svokölluðu sem var pínulítil og væskilsleg álþynna.

Á síðustu árum hefur krónan hins vegar haldið mjög sterku gengi og þar ber hæst að hún hefur unnið sig upp gagnvart dollar úr 119 krónum þegar verst lét í 57 krónur þegar best lét fyrir skömmu. Núna stendur hún í 62-63 krónum á dollar. Ég sé hins vegar ekkert að því að stefna að því að fara að dæmi dana og binda gengi krónunnar við Evru og fella niður verðbætur í sömu andrá. Hvað mælir gegn því?

Það er því athyglisvert að loksins þegar þessi virðingarlausi afdalagjaldmiðill er farinn að standa sig að þá gerist raddir hvað háværastar í að leggja hana niður. Þetta virkar álíka gáfulegt á mig og sömu raddir sem krefjast þess að Ísland verði útnáranýlenda Evrópusambandsins loksins þegar landið er að verða sæmilega bjargálna á eigin spýtur.

Mér finnst að þeir sem sjái ljósið í þessu láti til sín taka í þessu samfélagi og láti ekki auðmenn og græðgiskónga draga okkur í gamla nýlendustefnu sem fyrri kynslóðir höfðu svo mikið fyrir að losna við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

klapp - klapp - klapp - klapp - klapp

Júlíus Sigurþórsson, 1.10.2007 kl. 13:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband