24.9.2007 | 23:04
Er hann eitthvað vitlausari en Bush?
Ég get nú ekki annað en brosað yfir vandlætingu þeirra sem hér skrifa um hversu heimskur Íransforseti er að viðurkenna ekki að samkynhneigð sé til í Íran. Auðvitað vitum við það hér. Við vitum líka hér að dauðarefsingar eru rangar. En það veit Bush ekki.
Það má vel vera að Íransforseti eigi sinn þátt í aftökum á hommum í Íran. Gerir það hann að verri þjóðhöfðingja en Bush sem er manna hlynntastur dauðarefsingum í eigin landi og er auk þess ábyrgur fyrir dauða hundruða þúsunda með olíuþjófnaðarinnrás í Írak? Bæði Bush og Ahmadinejad segjast vera undir áhrifum frá almættinu, hvor þeirra er í alvöru vitlausari?
Af hverju erum við ekki þrefa um það hvor þjóðhöfðinginn sé betur gefinn? Hvað segir þetta um þá sem velja svona þjóðhöfðingja?
![]() |
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Amen!
Gleymum því svo ekki að það eru fjölmargir kristnir söfnuðir og kristnir menn sem telja samkynhneigð vera synd og mikið þjóðfélagsmein, þó þeir gangi kannski ekki svo langt að afneita því að hana sé að finna í þeirra samfélagi.
Hlutirnir eru aldrei eins svart-hvítir og áróðurinn vill mála þá.
Þarfagreinir, 24.9.2007 kl. 23:21
Skemmtilegt hvernig þið [og er ég að vitna líka í fyrri færslu] reynið að snú fáránlegum orðum leiðtoga Írana út í að BNA-menn allir sem einn séu vondir hrokagikkir með áróður. (sérstaklega þar sem menn sem eru ásakaðir um að vera hommar í Íran eru teknir af lífi án þess að njóta þess sem við mundum telja dómur og lög).
Opinber réttarhöld yfir morðingjum sem leiða til þess að kviðdómur dæmir þá til dauða og að draga strák bak við næsta skúr og skjóta/hengja hann fyrir að vera hommi og horfa á þig vitlaust er ekki sambærilegt á neinn hátt.
Ahmadinejad er mikill og friðelskandi leiðtogi, þ.e. þegar búið er að "endurmeta" helförina, þurrka Ísrael af bókum sögunar og já svo ekki sé minnst á óumflýjanlegt stríð vesturlanda og arabaríkjana. Allt hans orð. Bara af því Bush er fífl þýðir ekki að þessi maður sé Jesús Kristur endurfæddur.
Ef ég stel þínum orðum:
"Ég get nú ekki annað en brosað yfir vandlætingu þeirra sem hér skrifa um hversu heimskur [Bush] er ... Auðvitað vitum við það hér."
Frétt eftir frétt um Ahmadinejad og einungis talað um Bush. Já þú segir það með sanni Þarfagreinir, hlutirnir eru aldrei eins svart-hvítir og áróðurinn vill mála þá.
Gísli (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 01:19
Ekki myndi ég sakna þess að Ísral væri þurrkuð út. Þannig séð að það hefði aldrei verið sett á koppinn. Það er sáralítð sem réttlætir tilvist þess að mínu mati. Og hefur skapað óendanlega úlfúð, dráp á saklausu fólki og stríð, sem nær um allan heiminn. Hver gaf mönnum leyfi til að taka land af fólkinu sem var þarna fyrir, til að hola ísraelum þar niður, þegar menn vildu einfaldlega losna við þá heiman frá sér.
Það eru líka margir sem efast um helförina í dag, í Evrópu. Ég heyrði blaðamann frá Austurríki tala um að það hefðu verið tekin jarðsýni við gasklefana, og það hefði komið í ljós að gasmagnið sem hlyti að hafa verið notað, stæðist ekki.
Þessi ágæti maður var blaðamaður og ljósmyndari í 10 ár, og hætti þegar honum var ljóst þvílík sögufölsun væri í gangi um alla skapaða hluti. Taldi hann upp flestar uppákomur síðari ára, helförina, árásina á Pearl Harbour, Árásina á turnana tvo. Einnig sagði hann að ferðin til tunglsins hefði aldrei verið farin, heldur tekin upp í stúdíói. Það væri hægt að sanna það ef menn skoðuðu lýsinguna á andlitum geimfaranna. Ég tek það fram, að þetta eru hans orð en ekki mín. En ég get svo sem fyrir mína parta trúað því að þetta sé allt málum blandað. Og notað til þess að stjórna heiminum.
Hvað varðar þjóðhöfðinga BNA og Írans má vart á milli sjá hvor er frumstæðari.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 08:46
Jahá. Nú er þessi færsla Hauks og athugasemd mín allt í einu orðnar lofræður í garð Íransforseta. Jú, vissulega hefur hann haft uppi gífuryrði, og vissulega er réttarfarið og ýmislegt í stjórnkerfi Írans rotið og skelfilegt. Íran er ekki draumaland - langt í frá. Það er þó enginn ástæða til að agnúast út í það, bara af því að það er það sem við eigum augljóslega að vera að gera núna, með stöðugum fréttum um hversu hræðilegt landið er. Það er margt annað vont í heiminum, og stórfurðulegt að allt í einu sé nú einblínt á Íran, eitt landa.
Þetta er skipulegur áróður, nákvæmlega eins og sá sem haldið var uppi í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Afar margt í þeim áróðri reyndist lygar einar. Ætlar fólk virkilega ekki að staldra við og læra af sögunni?
Þarfagreinir, 25.9.2007 kl. 08:55
"Ekki myndi ég sakna þess að Ísral væri þurrkuð út."
Ásthildur, ég á býsna erfitt með að trúa því að fullorðin manneskja láti eitthvað eins og þessa setningu í kommenti þínu frá sér, ég tala nú ekki um í opinberum miðli, sem Netið vissulega er. Í Ísrael búa eitthvað kringum 7 milljónir manna. Allir réttdræpir að þínu mati?
"Hver gaf mönnum leyfi til að taka land af fólkinu sem var þarna fyrir, til að hola ísraelum þar niður, þegar menn vildu einfaldlega losna við þá heiman frá sér." Bretar fengu þetta land í stríðsskaðabætur eftir fyrra stríð, þar sem Palestínumenn, þá undir stjórn Tyrkja, börðust gegn þeim ásamt Þjóðverjum. Á sama hátt og t.d. Pólverjar og Frakkar fengu hluta af Þýskalandi. En þar sem landið var að stórum hluta fyrir í eigu Gyðinga (evrópskir Gyðingar höfðu keypt landssvæði í Palestínu upp áratugum saman) var ákveðið að færa þeim landið - enda hafa Gyðingar búið þarna gegnum aldirnar ekkert síður en Palestínumenn - sem höfðu jú sjálfir undir stjórn Tyrkja hertekið landið áður.
Ekki að fólkið í Ísrael yrði neitt réttdræpt allt saman þó svo öðruvísi hefði verið staðið að málum fyrir 60 árum.
Og svo að lokum segirðu " Ég heyrði blaðamann frá Austurríki tala um að það hefðu verið tekin jarðsýni við gasklefana, og það hefði komið í ljós að gasmagnið sem hlyti að hafa verið notað, stæðist ekki".
Ég hef talað við konu, sem var í útrýmingarbúðinum í Dachau. Ég hef talað við bandarískan hermann, sem tæplega tvítugur gekk inn í Auswitch og var einn af þeim fyrstu til að ganga inn í búðirnar. Bæði sáu gasklefana með eigin augum.
Hermenn bandamanna, sem komu að útrýmingarbúðum í stríðslok, jafnt sem Þjóðverja, sem voru við störf í útrýmingarbúðunum, hafa ritað bækur og blaðagreinar um hvað þar fór fram. Öll störf í útrýmingarbúðunum voru óaðfinnanlega skráð á bók og hafa í mörgum tilfellum varðveist. Fjölmargir, sem lifðu vistina í útrýmingarbúðum af, eru enn á lífi og til vitnis um hvað þar fór fram. Nasistaforingjar viðurkenndu svo við réttarhöld hvað fram hefði farið.
Ég held að það trompi svolítið einn samsærisóðan blaðamann.
Ingvar Valgeirsson, 25.9.2007 kl. 18:55
Við erum eiginlega komin í endalausa rökræðu ef ræða á tilverurétt Ísraelsríkis. Ég er næstum viss um að Ásthildur viti að hún hafi í orðinu gengið aðeins of langt núna. Hún veit í hjarta sínu að tilveruréttur gyðinga og palestínumanna er jafn gildur á þessum slóðum.
Ríkjaskipan sem byggist á þjóðerni og trúarbrögðum eru nefnilega stærsta friðarhindruniní heiminum. Manni finnst einhvern veginn að það ætti að vera hægt að búa til samfélag á jörðinni sem væri ein heild ef vel væri staðið að málum t.d. í gegnum Sameinuðu þjóðirnar (já já ég veit að þetta eru draumórar...) Ef trúmál og þjóðerni yrði gert að einkamáli einstaklinganna og útilokað frá áhrifum á stjórn samfélagsins mætti segja að við yrðum þar með laus við þau mál sem yfirhöfuð valda ófriði.
Ég held að það megi einfalda lög mjög mikið og yfirhöfuð eru bestu lögin sú sem gera þá kröfu að þú megir ekki gera það sem þú vilt ekki láta gera þér. Þar með leysast 95% af málunum. Afgangur þeirra laga sem þyrfti að setja væri orðið mun minna dæmi.
Hugsið ykkur heim þar sem ekki væru tollar á vörum, vegabréfaeftirlit, vopnaeftirlit og tafir á flugvöllum, leyfi til að starfa hvar sem er í heiminum og þess háttar. Prófið bara í eigin huga að taka út landamæri, trúmál og þjóðernishyggju og ímynda ykkur hvernig heimurinn gæti tekið breytingum til hins betra. (Yeah right - dream on!)
Haukur Nikulásson, 25.9.2007 kl. 20:08