24.9.2007 | 22:04
Ómerkileg framkoma gestgjafa forseta Írans
Ég get nú ekki orða bundist yfir þessari frétt, ef hún er þá sönn svo ótrúlega sem hún hljómar.
Er rektor Columbia háskólans virkilega svo ómerkilegur að bjóða þjóðhöfðingja í heimsókn til að freista þess eins að niðurlægja hann á staðnum? Við myndum ekki þola að okkar þjóðhöfðingi yrði niðurlægður með þessum hætti í bandarískum háskóla vegna til dæmis hvalveiða íslendinga eða hvað? Þetta er einhver dónalegasta framkoma sem ég hef vitnað að þjóðhöfðingi hafi orðið fyrir síðan George Bush eldri ældi yfir forsætisráðherra Japans.
Ólíkt George W. Bush hefur Ahmadinejad forseti Írans ekki staðið að neinu stríði við nágranna sína og virðist ekki einu sinni á leiðinni í stríð. Íranir eiga heldur ekki kjarnorkuvopn eins og bandaríkjamenn. Miðað við þær hótanir og lygi sem bandaríkjamenn viðhafa er ekkert athugavert við það að íranir gelti á þá sem hóta þeim stríði. Hvað myndu íslendingar gera í þeirra sporum?
Bandaríkjamenn hafa einsett sér að ráðast inn í Íran með sömu margtuggðu, upplognu ástæðunum og þeir notuðu til að ráðast inn í Írak. Á meðan við íslendingar erum ekki sérstök fórnarlömb fádæma yfirgangs og afskiptasemi bandaríkjamanna látum við flest eins og allt sé bara í stakasta lagi. Við eigum að skammast okkar fyrir sinnuleysið í þessum málum.
George Bush eldri GUBBAR yfir forsætisráðherra Japans
Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér.
Einar (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 22:21
Vá hvað ég gæti ekki verið meira sammála þér!
Bandaríkjamenn (ok óþarfi að alhæfa kannski..amk æðstu stjórnendur og mestu valdasjúklingarnir) eru bara sú týpa af fólki sem mér finnst hvað MEST óþolandi.
Fólk sem vælir sífellt yfir gjörðum annara og bendir á galla allra í kringum sig, en gleymir að líta í eigin barm. Hvað ef margir gallar fólksins í kringum það séu í raun upprunnir frá því sjálfu...
Guðný (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 22:25
100 % sammála!
Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2007 kl. 22:27
Kaninn reynir örugglega allt til að gera hann ótrúverðugan í augum almennings... þeir snúa vísast út úr öllu sem hann segir og ranntúlka sem mest þeir geta... það er það sem kaninn er hvað bestur í
Atli Hermannsson., 24.9.2007 kl. 22:36
Furðulegt að æsa sig vegna spurninga rektors Columbia háskóla til Ahmadinejads. Að sjálfsögðu ber að láta Íransforseta vita að skoðanir hans og hugmyndir þyki ósæmilegar og stórhættulegar. Chamberlain, þá forsætisráðherra Breta, reyndi á sínum tíma að friðmælast við Hitler. Þau mistök má ekki endurtaka þegar vitfirringur á borð við Ahmadinejad kemur fram á sjónarsviðið. Það verður að koma í veg fyrir að hann og það gengi ofsatrúarmanna sem ræður ríkjum í Íran komist yfir kjarnorkuvopn, það þarf jafnvel að ráðast inn í landið.
Jói (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:02
Hroki kanans á sér greinilega engin takmörk. Hvað svo sem segja má um forseta Írans, þá er þetta með öllu óásættanleg framkoma gagnvart þjóðhöfðingja.
Halldór Egill Guðnason, 24.9.2007 kl. 23:06
Jói, vilt þú fara fremstur í flokki þeirra sem gerir innrásina í Íran?
Haukur Nikulásson, 24.9.2007 kl. 23:08
Honum var boðið til umræðu, ekki í teboð. Ahmadinejad vissi hverjir skilmálarnir voru þegar hann þáði boðið frá háskólanum, þ.e að hann fengi tækifæri til þess að koma sínu sjónarmiði á framfæri en að málflutningi hans yrði svarað. Þetta átti aldrei að verða einhverskonar kurteisleg seremónía.
Það er líka rétt að árétta að þetta fyrirlestrarboð var á vegum háskólans, ekki bandarískra stjórnvalda.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:14
Hans, það má vera að menn séu ekki sammála Íransforseta, en það er óþarfi af gestgjafanum að vera svona dónalegur. Gestgjafi hagar sér ekki svona ruddalega.
Haukur Nikulásson, 24.9.2007 kl. 23:30
Hérna er maður sem opinberlega dregur í efa að helförin gegn gyðingum hafi átt sér stað, vill afmá Ísrael af landakortinu og fagnaði boði til að fá að upplýsa bandarískan almenning um sannleiksgildi skoðana sinna. Hann mátti vita að honum yrði ekki vel tekið sérstaklega ekki í New York City. Þið munið svo sjá kurteisi sem skal sýna forseta þjóðar þegar hann ávarðar SÞ. Þarna var honum boðið sem stjórnmálamanni og einstakling, ekki sem fulltrúa írönsku þjóðarinnar. Hvort sem fólki líkar vel eða ekki við Bandaríkjamenn eða stjórnvöld í því landi þá finnst mér furðulegt að nota það sem ástæðu til að pússa afturendann á Ahmadinejad sem er álíka asni og Bush og jafn óvinsæll í sínu heimalandi þar sem gert er stólpagrín að honum, mest yfir því að hann sé heimskur (svipar mjög til gagnrýni á Bush í sínu heimalandi). Hvað varðar að kynda undir stríð og eymd þá mættuð þið spyrja Líbani hvað þeim finnst um vopnasendingar Írans til Hezbollah og hvernig löggilt stjórnvöld í því landi hafa verið sett til hliðar í stórum hluta landsins. Sama gildir um Gazasvæðið og Hamas.
Anton (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:36
Anton, þetta hálfvitablaður í Ahmadinejad réttlætir ekki innrás bandaríkjamanna.
Heldur þú að bandaríkjamenn líti á það sem eitthvert markmið í sjálfu sér að þagga niður í einum hálfvita með fjölmennu og dýru herliði? Það þarf hins vegar herlið til að stela þjóðarauði Írans alveg eins og í Írak.
Hvenær ætla menn að fatta tilganginn með áróðri bandaríkjamanna?
Haukur Nikulásson, 25.9.2007 kl. 00:22
Ég vona að hann gangi lengra í að reyna að núllstilla spennuna þarna á milli......líst ekkert á það ef USA ræðst inn í Íran. Það yrði ekkert spaug er ég hræddur um...
Haukur Viðar, 25.9.2007 kl. 01:20
Haukur
Þín ágiskun um hvað gerist með BNA og Íran er engu betri en mín. Svo vill til að ég tel líkurnar á því að innrás verði í Íran mjög litlar. Bandaríski herinn er með fullar hendur í Írak og spenntur fram yfir getu. Kostnaðurinn við Íraksstríðið er gífurlegur og þrengingar í ríkisfjármálum þar vestra. Það tæki allar olíutekjur Íraks í áratugi til að borga kostnaðinn við þetta stríð svo ekki sé talið um eymdina. Engar líkur eru á að þingið samþykki stríð, það verður að gerast fyrst skv. bandarískum lögum. Bush á bara ár eftir og áhrif hans stöðugt að minnka. Mun hulið stríð milli Írans og BNA halda áfram? Mjög líklega, líkt og síðustu 25 ár og þar eru báðir aðilar sekir. Annars eru lönd sem hafa verið hertekin af Bandaríkjamönnum á síðustu 100 árum ekki beinlínis arðrænd. Japan, Þýskaland, Ítalía, Suður Kórea, Víet Nam eru góð dæmi um það. Mannlegur kostnaður í öllum þessum stríðum var hræðilegur en engum þjóðarauð stolið.
Anton (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 02:40