Lærum að kvarta rétt

Við höfum öll ástæðu til að kvarta yfir einhverju. Sumir afneita þessu og segjast aldrei hafa yfir neinu að kvarta, þeir sömu ljúga!

Í talsverðan tíma hef ég gert mér grein fyrir því að best er að kvarta á meðvitaðan hátt. Þá á ég við það að þú stjórnir því með hvaða hætti þú kvartar. Þú verður að velja hvort þú ætlir að kvarta bara til að fá útrás fyrir óánægju þína eða fá lausn á umkvörtunarefninu. Þetta tvennt fer alls ekki saman.

Alltof margir kvarta hugsunarlaust í ergelsi. Í þeim tilvikum fæst bara útrás fyrir óánægjuna en hvorki úrlausn á umkvörtunarefninu né samúð hlustandans. Oft er sá sem fær kvörtunina saklaus starfsmaður sem á sjálfur enga sök á kvörtun þinni og þá má búast við að hann hafi litla samúð með þér ef þú ert orðljótur og óvæginn. Löngun hans til að bæta úr þínum málum hverfur. Oft enda slík samtöl á rifrildi og þá ber kvörtunin nákvæmlega engan árangur.

Meðvituð kvörtun byggist á því að þú viljir fá bætt úr umkvörtunarefninu og þá þarftu að vera kurteis og jafnvel vinsamlegur við þann sem talað er við, hvort sem hann á sök á þessu eða ekki. Settu þig í spor þess sem þarf að hlusta á þig og veltu því fyrir þér hvað þyrfti að segja sjálfum þér til að þú myndir leysa málið. Einnig er gott að hafa í huga að kvarta (skynsamlega) á meðan einhver getur leyst úr málinu tímanlega frekar en að geyma þetta uppsafnað þar til heim er komið og enginn getur gert neitt af viti. Sérstaklega á þetta við um kvartanir á ferðalögum og á veitingastöðum.

Mikið væri gaman að lifa ef maður gæti sjálfur alltaf farið eftir þessum ráðum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er mikill sannleikur falinn í þessari færslu þinni.  Og ég er sammála þér, mikið vildi ég að maður gæti alltaf tileinkað sér svona aðferðarfræði.  Því það er í raun og veru besta lausnin sem fæst þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband