Guðjón búinn að vera sem formaður Frjálslynda flokksins?

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með pólitík að fyrir síðustu kosningar var Sigurjón Þórðarson beðinn um að færa sig um kjördæmi til að rýma fyrir Kristni Gunnarssyni í Norðvesturkjördæmi. Þar hefur Guðjón Arnar Kristjánsson átt nægilega mikið persónufylgi til að landa tveimur þingsætum.

Nú virðist sem svo að Guðjón hafi ekki nægilegt afl og stuðning til að standa við það loforð sem hann gaf Sigurjóni um framkvæmdastjórastöðu í flokknum næði hann ekki kjöri í Norðausturkjördæmi.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að Guðjón væri ekki sterkur formaður þó hann sé eflaust hið mesta gæðablóð. Þetta er því miður að reynast rétt.

Ferill Guðjóns sem formanns er núna handónýtur. Hann mátti vita að hann væri að rústa sínum ferli með því að lúffa með þetta mál. Býst hann við að nokkur geti tekið loforð hans góð og gild í framhaldinu? Einhverjir aðrir hefðu haft bein í nefinu og lagt eigin stöðu að veði til að láta orð sín standa.

Vægt til orða tekið er þetta framkvæmdastjóramál lítill virðingarauki fyrir formann Frjálslynda flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband