17.9.2007 | 21:30
Reykingabannið er stór hluti vandans
Það fer ekkert á milli mála í mínum huga að bann við reykingum á veitingahúsum er stór ástæða þess að meiri læti eru í miðbænum. Fólk fer þá út af veitingahúsum til að reykja og auðvitað verður það bæði pirrað þess vegna og er náttúrulega sýnilegra úti við. Auk þess má ekki hafa með sér dýrkeypt áfengið með í reykjarstundina. Ekki minnkar pirringurinn við það að vera neyddur til að klára úr glasinu til að komast í reykinn.
Það er ekki hægt að halda öllu og sleppa engu. Á meðan ríkið okrar svona mikið á áfengi og tóbaki er ekki hægt að bjóða fólki upp á að ekki megi njóta þess samtímis. Hér þarf eitthvað að láta undan, því ekki batnar ástandið í kuldanum í vetur. Þá verður pirringurinn meiri og auk þess má búast við að heilsu fólks sé hætta búin með þessu reglugerðarrugli. Núverandi ástand er engum boðlegt.
Hverjar eru lausnirnar:
1. Banna allan innflutning, sölu og notkun á tóbaki á þeim forsendum að þetta sé tilgangslaust og lífshættulegt fíkniefni.
2. Leyfa veitingastöðum að koma upp vel loftræstum reykherbergjum.
3. Leyfa veitingastöðum að hafa það í valdi sínu að leyfa eða banna reykingar á meðan tóbak er selt sem löglegur vímugjafi. Gestir og starfsfólk verði þá sjálft ábyrgt fyrir því hvort það vill þola reyk eða ekki.
Tillaga Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra um lokunartíma kl. 2 að nóttu er í versta falli barnaleg. Ég á ekki orð yfir þá forsjárhyggju sem maðurinn lætur sér detta þarna í hug.
Ég vil ennfremur lýsa þeirri skoðun minni að fólk sem kaupir húsnæði í miðbænum, þar sem veitingahúsin eru ríkjandi, mátti allan tímann vita af þessu ónæði sem fylgir helgarfylleríi sem hefur varað hátt í heila öld á þessum slóðum. Ég hef takmarkaða samúð með þeim í þessu tilliti. Sjálfum hefur mér aldrei langað að vera í svona mikilli nálægð við helgarsukkið.
Einhver sagði: If you can't stand the heat - Get out!
Hiti í gestum miðborgarþings í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 265320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég fer afar sjaldan í miðbæinn á helsta sukktímanum. Hættur að nenna því. Ég skal játa á mig kvikindisskap þegar ég segi að þeir sem ekki þola lætin í miðbænum eigi bara að koma sér í burtu þaðan.
Haukur Nikulásson, 17.9.2007 kl. 22:03
mikið er nú gott að reykja ekki.. en þessi lausn að loka kl 02.00 er bara til þess að spara yfirvinnutíma lögreglunnar.. leysir ekki nokkurn skapaðan hlut. Gleðskapurinn fer bara út í blokkirnar í staðinn !
p.s. Mætti halda að villi vitlausi og bjössi litli hafi átt hlut að máli
Óskar Þorkelsson, 17.9.2007 kl. 22:25
Ég bý á þessu svæði og ég er alveg sammála þér, ef maður þolir ekki lætin þá á maður bara að koma sér í burtu. Fjölskyldan mín hefur búið í miðbænum í áratugi og höfum við oft séð ástandið verra. Fyrir svona 10-15 árum var algengt að skemmdarverk væru unnin á húsinu og garðinum, eitthverju stolið úr garðinum, æla í garðinum, mannaskítur, dautt fólk, blóðpollar, drukkið fólk að ryðjast inn til manns osfrv. Höfum ekki lent í neinu svoleiðis undanfarið, fyrir utan eitt atvik þar sem nágranninn ruglaðist á húsum og svaf á ganginum hjá okkur, en svoleiðis gerist fyrir bestu menn. Ég hef aftur á móti orðið var við meiri háfaða og "almennan sóðaskap". Þá er maður að tala um einstaka dós, bréf utan af skyndibitum og einstaka brotin flaska og svo rosalega vond áfengis og reykingarlykt sem gýs upp um helgar, sem ég fann ekki áður.
Ég man líka þegar skemmtistöðunum var öllum lokað á sama tíma var ofbeldi mikið vandamál. Um hverja helgi heyrði maður af fólki sem var búið að berja og það lá milli heims og helju á sjúkrahúsi. Ég þekki eina stelpu sem varð fyrir heilaskaða á þessum tíma og eina stelpu sem olli annari heilaskaða á þessum tíma, þetta var rétt áður en reglum um opnun skemmtistaða var breytt. Það var nefninlega í tísku að ganga í hermannaklossum á þessum tíma og sparka í höfuðið á fólki.
Bjöggi (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:59
Sammála þessu flestu sem Haukur segir/ ef þetta erum um það bil 10-20 þús mans með atkvæðisrétt ,af hverju er þá´ekki bara kosið um þetta að loka öllu og ,hvar a´á fólkið að vera,i heimahúsum að drekka og berjast/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.9.2007 kl. 23:35
Ég sem ungur maður sem stundar bæinn mikið og bý rétt hjá hjartamiðbæjarins verð að vera sammála þér Haukur. Það er verið að reyna að leiðrétta efitirmála reykingabannsins með hörku í staðinn fyrir að sýna bara smá skilning. Reykingabanni fylgir augljós læti og rusl, þar sem fólk sem áður var að rusla inni á skemmtistaðnum og var þar að öskra og æpa er núna að gera nákvæmlega það sama en það gerir það fyrir utan staðina. Maður tekur líka eftir því að oft er um helmingur skemmtistaðagesta statt fyrir utan staðina, vegna reykingabannsins og því er komið þannig hjá flestum stöðum að reykinga,,rýmin" eru einfaldlega bara gangstéttin fyrir utan skemmtistaðinn og oft þarf fólk bara að drulla sér aftur í röð til að komast inn, svo þá þykir tilvalið að pissa bara fyrir utan áður en farið er að standa í þessari löngu, löngu röð. Enginn myndi fara út í nýstingsgaddi til að pissa, ef hægt er að gera það inni á skemmtistaðnum sjálfum.
Elías Þórsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 01:55
afhverju er aldrei hægt að gera neitt á Íslandi minna heimskulegt en það sem var áður? ég verð að koma með eina svona einfeldningsspurningu útí blá-nóttina.
halkatla, 18.9.2007 kl. 02:10