Vinnist leikurinn ekki má Eyjólfur hætta!

Það gildir einu hvort Eiður spilar þessa leiki eða ekki. Það er nefnilega tvíeggjað að vera með stjörnur í liði. Hópsálfræðin í liðinu getur nefnilega versnað með mönnum eins og honum ef hann er í óstuði, þar sem allt snýst um að koma boltanum til hans. Vonandi þyrstir Eið í árangur og er í stuði þegar og ef hann kemur inn á.

Ég velti fyrir mér hvort ég sé einn um þá skoðun að þykja jafntefli gegn Spáni með 10 manna lið ekki neinn sérstakur árangur. Við erum jú með fullt lið atvinnumanna.

Ef landsliðið vinnur ekki er ljóst að Eyjólfur á að hætta. Hann hlýtur að þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Mér finnst löngu ljóst að Eyjólfur hafi ekki sálræna þátt þjálfarastarfsins á sínu valdi. Það hafði t.d. maður eins og Tony Knapp. Það er of lengi búið að ráða skaplausa og þæga menn sem hafa unnið sér það til frægðar að vera góðir knattspyrnumenn. Þeir eru bara ekki leiðtogar. Mér finnst eiginlega hálf skítt að hafa þessa skoðun þar sem Eyjólfur er hinn geðugasti maður, hann er bara ekki á réttum stað.


mbl.is Eiður byrjar ekki inná gegn Norður-Írum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband