Umsögn biskups yfirlætisleg og hrokafull

Mér finnst vægt sagt að framkoma biskups sé ógeðfelld í þessu viðtali. Af hverju brosir maðurinn svona falskt framan í okkur þegar honum er svona gróflega misboðið? Af hverju er honum yfir höfuð svona misboðið? Þessi auglýsing er alveg flöt, hefur hvorki ádeilu né nokkurn húmor. Ég get ekki ímyndað mér að neinum blöskri þetta nema allra hörðustu svartstökkum kirkjunnar.

Trúarupphafning af þessu tagi er löngu komin út yfir allt velsæmi og orðin tímaskekkja í nútíma samfélagi. Það er löngu kominn tími til að kirkjan sé ekki lengur á framfæri samfélagsins þannig að kredduliðið sjái sjálft um að fjármagna trúartilveru sína.

Ég er ekki einn um þá skoðun að skattpeningum okkar sé betur varið í alvöru mannúðarmál eins og heilsugæslu-, félags-, og umönnunarmál sjúkra, aldraðra og öryrkja heldur en að standa í milljarðaútgjöldum í heimspekipælingar og trúaróra.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú dæma dálítið hart- talandi um kreddur. Gerir þú þér grein fyrir að kristin trú hefur bjargað mörgum frá ömurlegu líferni. Auðvitað má deila um þessa auglýsingu en hún er samt gott dæmi um ákveðið virðingarleysi.

Kalli (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Sigurjón

Ég er ekki hissa að þjóðkirkjan missi úr smalanum meðan þessi fýr er biskoppur.

Sigurjón, 5.9.2007 kl. 01:13

3 Smámynd: Sigurjón

Hann á nú reyndar ekki langt að sækja yfirlætið og hrokann...

Sigurjón, 5.9.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: halkatla

ég var búin að setja mig í stellingar fyrir að verða allsvakalega misboðið, eða í minnsta lagi að blöskra, en svo var þetta akkúrat ekki neitt neitt. það voru viss vonbrigði.

halkatla, 5.9.2007 kl. 01:35

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kalli, þeir sem trúin hefur bjargað hefur oftar en ekki verið sú að dýrkun Bakkusar hefur færst yfir á Guð og Jesú og þar með er áfengisfíkn breytt í trúarfíkn. Ég skal fúslega játa að bytturnar eru betur geymdar í trúnni af þessum tveimur möguleikum gefnum í þeirra tilviki.

Haukur Nikulásson, 5.9.2007 kl. 17:53

6 identicon

Það er frekar mikil alhæfing  hjá þér að þeir sem segja skilið við Bakkus fari einhverja trúarfíkn í staðinn- það er vissulega til en almennt er ekki svo. Þú talar um trú sem kreddu og það eigi að sjá um sig sjálft. Hefur þú kynnt þér það starf sem kirkjan stendur fyrir, t.d. Alfa námskeið og samkomur. Í þessu felast engar öfgar- heldur fræðsla ...  en það er óþolandi þegar menn segjast trúaðir - að þá séu þeir stimplaðir öfgamenn. Ég sannarlega trúaður en enginn öfgamaður. Umræðan um þessa auglýsingu snýst líka um að menn eru hættir að bera virðingu fyrir öllu

Kalli (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 19:04

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kalli, ekki misskilja mig. Ég ber fulla virðingu fyrir góðviljuðu og heiðvirðu fólki þó það sé trúað. Ég hef mikið hugsað um trúmál og hef myndað mér þá skoðun að sú trú sem boðuð er af Þjóðkirkjunni sé ekki trúverðug. Þú getur fundið aðra grein á bloggsíðunni minni þar margir tóku væna rökræðu um þau mál.

Ég skil ekki af hverju við eigum að taka trúna og myndbirtingar hennar eitthvað hátíðlegri en annað sem getur verið fólki viðkvæmt.

Mér finnst þetta snúast um það hvenær grín og skop er orðið að hjartalausum kvikindisskap og í þessu dæmi á það bara ekkert við. Hér finnst mér þetta vera bara undirlægjuvandlæting þeirra sem líta svo á að ekki megi gera grín að trúmálum á neinn einasta hátt, og þá allra síst kristninni. 

Haukur Nikulásson, 5.9.2007 kl. 21:47

8 identicon

Gott mál. Ég vil aðeins ræða þetta á vinsamlegum nótum-    Það eru miklar rökræður í umræddri grein sem þú bentir mér á og þar finnst mér Sigurjón fara heldur geyst- Mér finnst reyndar áberandi núna og  verst af öllu,  þessi mikla vantrúarstefna - þ.e. þegar menn eru að reyna að fá fólk til að trúa EKKI og rífa allt niður sem við kemur kristinni trú, og staðhæfa að hitt og þetta sé bull- eins og gert hefur verið í bloggheimum undanfarið.   Það yrði eitthvað sagt ef það sama væri gert við Islam eða önnur trúarbrögð.  Hvaðan kemur sú þörf, að fá fólk til að trúa ekki ? Hvernig ætla menn að sanna að það sé engin Guð til ? Hvað er þá á bakvið öll lögmál náttúrunnar- Hver hannaði þau ?   Það hlýtur að vera skiljanlegt að mörgum sárnar þegar verið er að rífa niður eitthvað sem er mönnum kært eins og t.d. margt sem tengist kristinni trú.

Ég get alveg verið sammála þér að það megi að vissu leyti gera grín að trúmálum en eins og í öðru verðum við að hafa mörk- það er  vitað fyrirfram að þetta er viðkvæmt fyrir suma og því ættu menn að fara varlega, eins og í mörgu öðru. Það er ekki sama hvernig þetta er gert og hvenær o.s.frv.  

Kalli (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:27

9 Smámynd: Sigurjón

Má vera að þér finnist ég fara geyst í rökræðunni forðum.  Þó þykir mér ekki ólíklegt að það sé frekar vegna viðhorfs þíns en raunverulegrar geysimennsku af minni hálfu.

Ég veit ekki til þess að ég eða Haukur reki einhverja vantrúarstefnu, þ.e. að reyna að sannfæra alla um að trúa ekki.  Ég hef margoft lýst því yfir að ég virði að aðrir hafi trú.  Hins vegar get ég ekki setið aðgerðarlaus þegar þeir hinir sömu trúuðu reyna eftir megni að sannfæra aðra að þeir hafi rétt fyrir sér og ekki aðrir.  Það er það sem málið snýzt um.

Mig varðar ekkert um hvaða trúarbrögð það eru sem eiga í hlut.  Kristin trú er alveg jafn lítils virði í mínum augum og Islam eða trú á álfa og tröll.  Þetta er allt saman eitthvað sem ekki er hægt að taka utan um í raunveruleikanum og þess vegna á trú að vera fyrir hverja persónu fyrir sig; ekki háð einhverjum boðunum af safnaðarins hálfu.

Ég spyr þig Kalli á móti: Hvernig ætla menn að sanna að guð sé í raun til?  Hvers vegna er það vantrúarmannanna að afsanna tilvist guðs?  Ef ég kem með þá kenningu að lífverur Jarðarinnar hafi verið komið fyrir hér af geimverum, er það þá þitt að afsanna það?  Hvers vegna gengur þú út frá því sem vísu að einhver hönnun sé á bakvið lögmál náttúrunnar?

Málið er, að ef þeir sem trúa þurfa alltaf að vera að bera það á torg og reyna að sannfæra aðra um að þeir hafi rétt fyrir sér og ekkert múður; hlýtur trú þeirra að vera byggð á veikum grunni.  Sanntrúaður maður á ekki að þurfa að rökræða trú sína.  Hún á að vera yfir slíkt hafin. 

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 01:01

10 identicon

Sæll

Ég sagði alls ekki að þú né Haukur væruð með sérstaka vantrúarstefnu, hins vegar er mikil tilhneiging í þá átt víðast hvar í þjóðfélaginu, ekki síst vegna mikillar efnishyggju.

 Maður veltir fyrir sér því hvar upphafið er ef þú skoðar lögmál náttúrunnar. Hvað er eiginlega á bakvið þetta allt saman ?  Án þess að geta sannað það, þá er alveg góður möguleiki á því að það sé eitthvað til sem við ekki sjáum endilega. Hvort menn kalla það Guð eða eitthvað annað er hins vegar annað mál. Við lifum reyndar þannig heimi að fólk trúir engu nema ótvíræð sönnun sé fyrir því. Vísindin eru hins vegar ekki fullkomin þó góð séu að mörgu leyti en  mér finnst það líka merki um tómleika að trúa blint eingöngu því sem vísindin segja okkur og útiloka alla aðra möguleika eins og að til sé eitthvað sem við sjáum ekki. Menn taka trú sína mis alvarlega og það eru alls ekki allir trúaðir menn  að reyna að sannfæra aðra um það þeir hafi rétt fyrir sér. Það að vera trúaður felur ekki endilega í sér að maður sé heltekinn af því og maður sé einhver ofstækismaður eins og margir vilja halda.

 En ef trú gerir manni gott þá hlýtur að vera í lagi að miðla þeirri reynslu til annarra og það þarf ekki að fela í sér eitthvað ofstæki heldur.     

Kalli (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:58

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband