Miklatún - Seinni konsert - Tónlistargagnrýni

Hlustaði á seinni hluta tónleika rásar 2 á Miklatúni á netinu. Tónleikarnir fóru fram við bestu aðstæður.

Hér er upplifun mín af þessu:

Sprengjuhöllin: Er mjög sérstök samsetning. Tilþrifalítil og átakalaus sveit sem gerir það sem þá langar til og hefur meira segja tekist að komast í efsta sæti vinældalista með lagið Verum í sambandi. Þeir klikkuðu ekkert á sínu dæmi og hljómurinn var betri en ég átti von á. Einkunn. 3/5.

Eivør Pálsdóttir: Þetta er stórkóstleg söngkona á alla lund. Geðfelld með fallega rödd, vítt raddsvið, ótrúlega tónviss og með frábæra söngtækni. En þetta nægir nú reyndar ekki öllum því hún bætir um betur með fádæma smekkvísi í lögum sem gerir hana hreint frábæra og mann langar alltaf að heyra meira. Hljómsveitin hennar er nákvæmlega rétta númerið, sérstaklega flott í dramatíska flutningnum. Það var unun að hlusta á þau smella svona vel saman: Einkunn 5/5.

Á móti sól: Þessi hljómsveit og Magni eru orðin nokkuð þekkt stærð og rennur í gegn á sinn fyrirsjáanlega örugga hátt. Strákarnir eru í mikilli spilaæfingu og eru orðnir hæfilega afslappaðir án þess þó að vera orðnir jafn sloppy og Stuðmenn voru í gærkvöldi. Hljómur var í góðu lagi, hér gekk allt upp. Einkunn: 4/5.

Megas og senuþjófarnir: Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki smekk fyrir Megas, aðrir virðast hafa það í góðum mæli fyrir mig. Ég næ því oft á tíðum ekki að eigi maðurinn að vera svona frábær textasmiður að hann skuli drekkja þeim í þvoglumæli sem í upphafi var stæling á söngstíl Bob Dylan upp úr 1970 (sem hann er löngu hættur að nota). Á hans eigin mælikvarða stóð hann sig þó með stökustu prýði og aðdáendur hans trúlega verið mjög ánægðir. Einkunn: 3/5.

Mannakorn og Ellen Kristjánsdóttir: Í upphafi var tónninn í Pálma verulega nefmæltur svo að það spillti söngnum mikið. Hvað gera hljóðmennirnir á svona tónleikum? Ég beið alltaf að þessir rútíneruðu atvinnumenn kæmust almennilega í gang en það einhvern veginn gerðist bara ekki. Söngurinn er fráleitt sterkasta hlið Magnúsar og svo bætti ekki úr skák að Ellen koma aldrei fram þrátt fyrir að vera kynnt. Jafnvel góðar hljómsveitir geta átt slæm gigg og eins og Stuðmenn í fyrrakvöld þá þurftu Mannakorn eiginlega að lenda í því sama, bara ekki alveg eins slæmir. Einkunn 2/5.

Alveg eins og á Laugardalsvellinum áttu sumir góða spretti á sviði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlustaði líka á þennan konsert í útvarpi, dætur mínar voru aftur á móti á Miklatúni. Ég verð nú eiginlega að lýsa mig ósammála einkunnagjöfinni í þremur af þessum í það minnsta, sérstaklega ef miðað er við einkunnagjöf þína á konsertinum á Laugardalsvelli. Í heildina fannst mér þessir tónleikar lukkast frábærlega. Mér finnst í raun engin sveit verðskulda minna en 4 stig af 5 mögulegum miðað við hvernig þær skiluðu sínu. Heilt á litið fannst mér hljóðfæraleikurinn frábær, meira að segja þó að hljóðmaðurinn klikkaði eins og gerðist í tilfelli Mannakorna var spilamennskan hjá þeim af toppgæðum og söngurinn hreinn sem er nú líklega ekki auðvelt þegar mónitorasánd skilar einhverju ærandi bassasuði þannig að menn heyra ekki í sjálfum sér (Magnús kvartaði við hljóðmanninn í míkrófóninn yfir því). Dætur mínar sögðu aftur á móti að það hefði ekkert virkað í ólagi með hljóðið á staðnum sjálfum, þær sögðu líka að stemningin hjá áhorfendum hefði verið langbest þegar Mannakorn spiluðu. Skil ekki heldur alveg það sem þú segir um Ellen, að hún hafi ekki komið fram, hún söng tvö lög með þeim. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir upplýsingarnar um Ellen, Anna. Hún kemur nefnilega ekki fram á netupptökunni, hún er þar með (allavega mér) alveg týnd.

Einkunnagjöf um tónlist verður bara smekksatriði Anna og við megum vera ósammála. Þessi tilraun mín til tónlistargagnrýni er mér eiginlega ekki að skapi. Það er nefnilega erfitt að vera hreinskilinn og segja hluti sem geta sært viðkomandi. Listamenn geta átt bæði slæma og góða daga og þessir listamenn voru allir valdir af því að þeir hafa mikla hæfileika hvernig svo sem þessi kvöldstund fór hjá þeim. Ég reyni að hafa einkunnagjöfina í samræmi við þá vitneskju sem ég hef fyrirfram um það hvað þeir geta á sínum bestu stundum.

Haukur Nikulásson, 19.8.2007 kl. 14:32

3 identicon

Mér fannst þú komast ágætlega frá þessari gagnrýni upp á það að gera að særa ekki neinn  Ellen söng Einhvers staðar einhvern tímann aftur og Línudans. Lögin með Mannakornum voru sex í allt að mig minnir.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Kíktu á lögin á síðu minni........þú virðist lúnkinn

Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 00:16

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband