Hver bað rússa um að koma?

Það vill svo skemmtilega til að rússarnir koma akkúrat þegar bresku og norsku þoturnar eru hérna!

Mikið erum við rosalega heppinn að það skyldi hafa verið hægt að senda þær á móti rússunum til að hafa "leikinn" svolítið raunverulegri.

Manni dettur í hug að rússarnir hafi verið beðnir um að koma á þessum tíma til að réttlæta útgjöld íslendinga til varnarmála og styrkja hergagnaiðnaðinn allsstaðar í heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu og Rússlandi.

Góðir íslendingar, nú eiga allir að láta sannfærast um að milljarðaútgjöld séu réttlætanleg nokkur næstu árin af því að rússarnir hófu aftur svokallað "kaldastríðsflug" til Íslands.

Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn okkar vaxi upp úr þessum hálfvitagangi?! 


mbl.is Bandaríkjamenn hafa engar áhyggjur af „mölkúluflugvélum“ Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru engar breskar þotur á landinu (bara bandarískar) og þær norsku voru kallaðar til frá Noregi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 20:11

2 identicon

Tek undir þetta með Hauki. Í annarri frétt er haft eftir íslenskum stjórnvöldum að þau líti þetta flug mjög alvarlegum augum!  Hér er sem sé kærkomin réttlæting þess að eyða 800 milljónum króna á ári til að hafa loftvarnir á  Íslandi sem einungis séu nýttar á friðartímum sem þessum!

Í Noregi er einnig greint frá þessu flugi Rússa og á allt öðrum nótum. Þar er tekið fram að Rússar gerir ekkert rangt með fluginu og ekkert bendi til að nýtt kalt stríð sé yfirvofandi, sjá t.d.

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1944163.ece 

Samfylkingin virðist með tillögum sínum, að kasta 800 milljónum króna í algjörlega óþarfar loftvarnir, vera að ganga lengra en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn sem hingað til hefur verið hernaðarsinnaðasti flokkur landsins.

Mig minnir hins vegar að Samfylkingin hafi verið yfirlýstur friðarsinni í kosningarbaráttunni og viljað draga sem mest úr óþarfa útgjöldum á sviði varnarmála. Það er kannski ekkert að marka þann flokk?

Torfi K. Stefánsson Hjaltalín (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Það sem er alvarlegast við þetta flug rússnesku sprengjuflugvélanna,að þær tilkynna ekki ferðir sínar inn á flugumferðasvæðið.Það er vítavert og reyndar brot á flugumferðarlögum á friðartímum.Halda einhverjir í alvöru að Radsjárstofnun sé óþörf? Við Íslendingar höfum verið ómagar innan NATO,aldrei borgað neytt fyrir öryggis og varnarmál.Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð verðum við að tryggja okkar öryggismál í samráði við önnur NATO ríki.Það er ekki verið að kasta neinum 800 miljónum á glæ,þeim er vel varið í þágu lands og þjóðar.

Kristján Pétursson, 17.8.2007 kl. 22:01

4 identicon

Þessar 800 milljónir hafa ekkert að segja í vörnum Íslands......ef Rússar vilja taka yfir Ísland, þá gera þeir það bara....ef innrás frá Rússum verður, þá verða engar 14 flugvélar sem koma....þær verða hundruðir og meðfylgjandi verða orrustuskip, kjarnorkukafbátar og ýmislegt annað sem engin fær neitt stöðvað.

Forvarnir gagnvart slíkrar innrásar verða ekki með 800 milljóna ratsjárstöð sem er líklegast kostnaður á við 1 orrustuþotu þeirra sem geta líklegast sent http://en.wikipedia.org/wiki/Kh-58 flugskeyti sem kosta einungis brot af því sem ratsjárstöðvarnar okkar kosta.

Ísland verður líklegast aldrei neitt meira heldur en sírena fyrir hin NATO löndin....sírena sem þagnar mjög fljótt ef ráðist er á okkur.....og hver vill ekki borga 800M fyrir það :D

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 01:49

5 identicon

Við þykjumst vera óvinir ykkar og þið þykist vera óvinir okkar. Við förum í leikarastríð þar sem við fáum aðrar þjóðir til þess að blæða mest, hvort sem það er Vietnam, Kórea eða Afghanistan, skiptir ekki máli. Á meðan hagnast alþjóðabankarnir ógurlega við það að lána okkur báðum ógrynni fjár til þess að reka stríðsmaskínuna, hergagnaframleiðendurnir okkar hagnast líka meira en góðu hófi gegnir og hver borgar svo brúsann þegar upp er staðið? Jú þegnar okkar, fólkið í landinu sem gaf okkur börnin sín til þess að við gætum drepið þau okkur í hag. Það er fólkið sem fær að borga vextina til alþjóðabankanna, ásamt höfuðstólnum sem hergagnaframleiðendurnir hirtu fyrir sínar byssukúlur.

Skoðið söguna, þetta er ávallt það sem er á bak við styrjaldir. Trúarofsi, og önnur misklíð er eingöngu notaðar sem átyllur til þess að fá okkur til að samþykkja að fara í stríð svo að alþjóðlegir bankamenn geti lánað báðum aðilum í stríði, en það er ekki til betri bissness en það. Hverjir fjármögnuðu Hitler í raun? Jú ef ég man rétt þá var það að stórum hluta Union Bank of New York undir stjórn Averell Harriman og Prescott Bush, afa núverandi Bandaríkjaforseta. Hverjir ætli hafi síðan fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna?

Hverjar ætli séu raunverulegar hvatir á bakvið hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum sem mjög hefur verið í tísku upp á síðkastið? Hér er smá tilvitnun í Hermann Goering sem allir ættu að lesa, því hún útskýrir svo margt:

„Voice or no voice, people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you need to do is tell them they are being attacked, and denounce the peacemakers for their lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country."
 



Heimir (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 04:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband