14.8.2007 | 23:05
Mikið eru þeir heppnir að hafa bandaríska herinn til að verja sig!
Á meðan íslendingar hvetja til þess að hér sé haldið úti heræfingum til að verjast m.a. hryðjuverkaárásum sjáum við hversu vel þeim gengur með allt sitt lið í Írak.
Við ætlum að verja nokkur hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum til að þóknast bandalagsþjóðum í NATO. Aðeins með því að segja landið úr NATO til að hætta afskiptum af þjóðum sem koma okkur ekki við getum við losnað við fjárkúgun af þessu tagi.
Hvaða gagn gerir Ísland sem aðili að NATO í dag?
175 féllu í tilræðum í Írak í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
gagnið er það sama í SÞ.. fánin okkar sést fyrir utan höfuðstöðvarnar
Óskar Þorkelsson, 14.8.2007 kl. 23:23
Segi það með þér. Semjum við Nato um að verja landið ef einhver ræðst á okkur, hvort sem er hryðjuverkamenn eða þjóðir (Norðmenn) og segjum okkur svo úr því og lýsum yfir algjöru hernaðarlegu hlutleysi á alþjóðavettvangi. Engan íslenzkan her!
Sigurjón, 14.8.2007 kl. 23:44
Sammála síðasta ræðumanni. Höfum með í samningnum að NATO sjái um að starfrækja karlanefnd jafnréttisráðs.
Hólmgeir Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 23:49
http://www.justforeignpolicy.org/iraq/iraqdeaths.html
Linkurinn á síðuna sem ég sótti teljarann
Heiða B. Heiðars, 14.8.2007 kl. 23:51
Takk Heiða.
Haukur Nikulásson, 15.8.2007 kl. 00:04
Ég skil þetta ekki með norska herinn. Er Norðmenn ekki aðal ógn okkar í dag? En þar fyrir utan er svakalega gaman fyrir Björn Bjarnason að geta litið upp frá kvikmyndum með Bruce Willis og fylgjast með herflugvélum að leik í návígi? Toppurinn á tilverunni.
Jens Guð, 15.8.2007 kl. 01:45
Æ mér finnst þetta hálf niðurlægjandi allt þetta stríðsbrölt og aðal karlinn þar er dómsmálaráðherrann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2007 kl. 09:16
Þarna, sem svo oft áður, voru hryðjuverkamenn að myrða Kúrda í Írak. Halda sem sagt áfram að reyna að útrýma Kúrdum, sem var jú Saddams hjartans mál. Eins og menn eflaust muna myrtu hermenn hans yfir 5,000 Kúrda á einum degi með eiturgasi ´88 (engin efnavopn). Þá hefði heimsbyggðinni ekki getað verið meira sama, enda ekki fjölmiðlavænt stríð í gangi.
Þessi dauðsföll fara svo á listann yfir dauðsföll af völdum innrásarinnar og eru í huga almennings skrifuð á Bandaríska herinn, þrátt fyrir að (líklega) fylgismenn Saddams hafi verið að verki - sem leiðir hugann að því hvort engin tengsl hafi verið við hryðjuverkamenn...
Ingvar Valgeirsson, 15.8.2007 kl. 11:49
Já... Jens - hvað er að því að fólk horfi á myndir með Bruce Willis? Fínn leikari...
Ingvar Valgeirsson, 15.8.2007 kl. 11:50
Öll stríð eru vond,við eigum að vera óvopnuð þjóð og og ekki i NATO,sameinuðu þjóðirnar nægja okkur,við höfum stælt okkar af þessu/eins og Sviss gerir og stendur við/ en getum það ekki lengur/Við tókum þessa aðstöðu i siðustu heimsstyrjöld að sigla með fisk i Bretana og mystum meira af fólki við það en USA gerði i allri styrjöldinni, miða við mannfjölda/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 15.8.2007 kl. 14:04
Halli gamli, Sviss er gríðarlega langt frá því að vera óvopnuð þjóð. Þar er herskylda og allir sem gegnt hafa henni hafa hríðskotariffil heima hjá sér "svona til öryggis". Herinn í Sviss er gríðaröflugur og feykivel þjálfaður. Þess vegna geta þeir haldið hlutleysi sínu.
Ingvar Valgeirsson, 15.8.2007 kl. 14:12
Ingvar, Sviss hefur alla tíð haldið fast í hlutleysi sitt, það er aðalatriðið. Við getum verið með vel búna lögreglu, en her höfum við ekki þörf fyrir hvorki íslenskan né erlendan.
Það er alveg sama hversu lengi er tuðað, þeir sem eru að fjasa um varnir geta aldrei bent á neina sérstaka óvini. Hvernig væri að útnefna fyrst einhverja slíka áður en við förum að henda milljörðum í einhverjar fíflalegar öryggistryggingar eins og það sem við erum að borga einmitt núna?
Haukur Nikulásson, 15.8.2007 kl. 15:32
Óneitanlega nokkuð sérkennilegt að menn nefni Sviss sem rökstuðning fyrir herleysi ! Sviss er vissulega hlutlaust land, en hefur tryggt hlutleysi sitt með mjög öflugum herstyrk.
Líklega er erfitt fyrir Svisslendinga að benda á nokkra "sérstaka óvini", svo sem eins og Evrópusambandið eða Lichtenstein, alveg eins og það var t.d. árið 1930. Samt halda þeir áfram, einhverra hluta vegna, "að henda milljörðum í einhverjar fíflalegar öryggistryggingar". Skrítið.
Hólmgeir Guðmundsson, 15.8.2007 kl. 17:18
Haukur: Hvaða óvin hefðir þú bent á 1930? Eða 1945? Þjóðverjar voru mikil "vinaþjóð" okkar 1930 og Rússar bandamenn (eða svo gott sem, við áttum enn að heita hlutlaus) 1945.
Munurinn á hlutleysi Svisslendinga og okkar á sínum tíma er sá að þeirra hlutleysi er vopnað og samningsbundið (við öll nágrannalönd). Okkar var óvopnað og einhliða. Í stríðum hafa Svisslendingar varið hlutleysi sitt af hörku og ráðist á eða handtekið allar hersveitir eða flugvélar sem hafa villst inn á þeirra yfirráðasvæði. Við höfum ekkert bolmagn til að standa í slíku hlutleysi jafnvel þótt aðrar þjóðir væru til í að semja um það við okkur.
Í Sviss er hægt að leggja hvaða mál sem er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu fáist 100.000 undirskriftir. Það hefur tvisvar sinnum verið lagt til þar að herinn verði lagður niður og í bæði skiptin (síðast 2001) var því hafnað af yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þó vofir engin sérstök innrásarógn yfir Sviss. Svisslendingar vita það nefnilega að maður kemur ekki upp vörnum í einum grænum um leið og ógnin er orðin ljós.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 17:30
Ég leyfi mér að fullyrða Hans að síðastliðin allt frá stríðslokum 1945 hefðu Svisslendingar geta notað herútgjöld sín í betri hluti. Frá þeim tíma til dagsins í dag hefur eiginlega ekkert ógnað þeim.
Það er endalaust hægt að segja ef hitt og ef þetta sem eru álíka rök og að ég færi að tala um loftsteina úr geimnum sem raunverulega ógn og það þyrfti að kaupa þess vegna einhverjar eignatryggingar fyrir milljarða króna!
Þetta er allt spurning um það hversu langt við göngum í óttanum og kaupum hann síðan frá okkur með einhverjum ímynduðum vörnum frá öðrum löndum. Það er kominn tími til að vaxa upp úr þessu rugli.
Haukur Nikulásson, 15.8.2007 kl. 18:32
Þú gleymir fælingaráhrifunum sem varnarviðbúnaður hefur. Ég benti fyrir nokkrum dögum á það á mínu eigin bloggi að herskipin sem Danakonungur sendi jafnan hingað til lands á 17. öld hefðu ekki þurft að berjast við sjóræningja. Svo gerðist það eitt árið , 1627, að herskipskoman dróst fram á síðsumar. Fréttir af varnarleysi landsins bárust hratt til Alsírs og það fór sem fór.
Ef varnirnar eru ótryggar er auðvelt að ná fram vilja sínum með ofbeldi. Sjóræningjarnir hefðu ekki lagt í orrustu við herskipin til að geta rænt hérna en af því að það var ekkert herskip breyttust reglurnar.
Í stuttu máli: varnarleysi beinlínis hvetur til ofbeldis.
Ég veit að þú telur Kalda Stríðið hafa verið húmbúgg, það er rangt en ég nenni ekki að þræta um það hérna. Hins vegar hafa vissulega verið löng tímabil þar sem ekki hefur reynt á varnir Svisslendinga. Alltaf hefur þó komið að því að eitthvað gerist og varnir Svisslendinga hafa alltaf leikið stórt hlutverk við að halda átökunum af Svissnesku landsvæði. Heldur þú að þeir hafi séð mikið eftir miljónunum sem þeir "sóuðu" á friðartímum þá?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:06
Það er ekki hægt að bera saman ástand árið 1627 við ástandið í dag. Ef ráðist yrði á landið í dag, yrðu bandalaxþjóðirnar ekki lengi að grípa inn í atburðarásina og verja landið. Það voru nú sem dæmi sjálf Bandaríkin sem urðu fyrir margskonar árásum af hendi hryðjuverkamanna og ekki eru þeir aldeilis varnarlausir. Ef hernaðarbrölt fælir aðra í að ráðast á þjóðina, hefðu engin stríð verið hér áður fyrr. Þjóðverjar hefðu aldrei ráðist á Breta því þeir áttu svo mikinn her.
Svíþjóð var til að mynda ekki með miklar varnir í síðari heimsstyrjöldinni, en Þjóðverjar létu þá í friði vegna hlutleysis Svía.
Ef þú mætir tveimur mönnum og annar er með byssu en hinn ekki, hvern skýtur þú fyrst?
Sigurjón, 15.8.2007 kl. 21:23
"Svíþjóð var til að mynda ekki með miklar varnir í síðari heimsstyrjöldinni, en Þjóðverjar létu þá í friði vegna hlutleysis Svía."
Afar athyglisvert. Hvað skyldi hafa verið svo sérstakt við hlutleysi Svía ? Fremur en hlutleysi Dana, Belga eða Norðmanna ? Etv að Svíar höfðu einmitt nokkuð mikinn hersyrk ? Og Gestapo ríkti aldrei á Bretlandi fremur vegna herstyrks Breta en virkrar friðarhreyfingar. Held ég.
Og svo úr því að við ætlum að spara okkur útgjöld með því að treysta á að aðrar þjóðir sjái alfarið um landvarnir okkar, er þá ekki svipaður möguleiki á að spara marga aðra liði í ríkisútgjöldum ?
Hólmgeir Guðmundsson, 16.8.2007 kl. 00:11
Sigurjón: Þú gerir ráð fyrir því að við munum eiga bandalagsþjóðir. Til þess að eiga bandalagsþjóðir þarf maður að taka þátt í bandalagi. Yfirstandandi heræfingar eru hluti af þáttöku okkar í bandalagi. Þjóðir rjúka ekki til og hætta hermönnum sínum í hvert skipti sem einhver varnarleysingi verður fyrir óréttmætri árás. Kosovobúar, Bosníumenn og Rúandabúar þurftu t.d að bíða nokkuð lengi. S.Þ er núna fyrst að gera eitthvað sem gæti breytt einhverju í Darfur, það tók 4 ár. Stundum er bara ekkert gert, eins og t.d þegar stríðið stóð í Kongó.
Bandaríkjamönnum hefur tekist að koma í veg fyrir nokkrar hryðjuverkaárásir. Bretum, Frökkum og Ítölum líka. Spánverjar stöðvuðu sprengjuvargana 2004 en þeir voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Varnarviðbúnaður þessara þjóða hefur alls ekki reynst gagnslaus.
Stúderaðu nú söguna aðeins áður en þú ferð að reyna að beita svona rökum. Bretar svöruðu ekki vígvæðingu þjóðverja og höfðu því alls ekki nægilegan herstyrk til þess að fæla Þjóðverja frá því að stunda útþenslustefnu sína á meginlandinu. Eins þrýstu Bretar og Bandaríkjamenn á Frakka um að afvopnast í þeim tilgangi að draga úr stríðshættu og voru þar einmitt undir áhrifum þeirrar kenningar að varnarviðbúnaður ríkja sem ekki vilja stríð auki einhvernvegin á hættuna á því að stríðsglaðari ríki grípi til vopna.. Þetta olli því að Hitler taldi það mögulegt að ná fram markmiðum sínum með stríðrekstri.
Ólíkt t.d Belgíu eða Noregi var Svíþjóð ekki fyrir Þjóðverjum. Þeir áttu einfaldlega ekki leið þar um. Það er ekki rétt að Svíar hafi haft sérlega veikan varnarviðbúnað og þar sem þeir seldu Þjóðverjum járn og fleira sem þá vanhagaðir um (og neituðu Bretum og Rússum um sömu hluti) komust Þjóðverjar að þeirri niðurstöðu að það tæki því ekki að berjast við þá líka (þeir höfðu í nógu að snúast) til þess að ná yfirráðum yfir landsvæði þeirra. Svíum tókst því tæpast að verja hlutleysi sitt að fullu en mér þykir það mjög hæpin ályktun að þeir hafi sloppið við hersetu vegna þess að þeir hafi verið illa varðir.
Ég legg það nú ekki í vana minn að skjóta það fólk sem ég mæti á förnum vegi en ef ég ætlaði að skjóta á einhvern þá myndi ég frekar veigra mér við að skjóta á einhvern sem getur skotið á móti. Dæmið sem þú nefnir snýr að því sem er kallað forgangsröðun skotmarka og á ekki við í þessu samhengi. Ef þeir eru báðir óvinveittir skýtur maður maður þann vopnaða fyrst en hinn svo.
Hvað er það með þetta orð "hernaðarbrölt" sem fólk tönglast á í sífellu? Getur þú ekki bara sagt hernaður?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 00:37
Það er eitthvað svo exotískt við að vekja umræðu milli manna á annarra manna bloggi...
Hólmgeir: Voru Danir, Belgar og Norðmenn með yfirlýst hlutleysi gagnvart Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni? Ef svo er, þarf ég greinilega að lesa sögubækurnar upp á nýtt. Gestapó gat aldrei verið við lýði í neinum löndum sem Þýzkaland hafði ekki hernumið af þeirri einföldu ástæðu að Gestapó var stytting á nafninu ,,Geheime Staatspolizei", sem þýðir ,,Leynilögregla ríkisins" og var því ekki mögulegt að láta hana starfa í löndum nema þeim sem tilheyrðu Þýzkalandi. Síðasta tillaga þín er mjög athyglisverð og myndi ég svara henni játandi.
Hans: Í öllum tilvikunum sem þú nefnir er um að ræða borgarastyrjöld. Það er rétt að þjóðir heims halda að sér höndum nokkuð lengi áður en þær fara að ráðskast með innanríkismál, nema bandaríkjaforseti þurfi að varpa kastljósinu af einhverjum skandal, eins og sást í fyrrum Júgóslavíu. Ég er hins vegar að tala um að ráðist sé á sjálfstætt lýðræðisríki (okkur). Nágrannar okkar myndu aldrei sætta sig við það, allra sízt Bandaríkin.
Þrátt fyrir að þessar þjóðir hafi náð að hindra árásir á sig, hafa þær allar orðið fyrir hryðjuverkaárásum vegna afstöðu sinnar í utanríkismálum. Ísland hefur ekki orðið fyrir slíkri árás, en gerir það líklegra með því að taka þátt í hernaðarbrölti með þjóðum sem hafa lýst yfir andstöðu við tiltekna trúarhópa og jafnvel heilu þjóðirnar.
Þú ættir að stúdera söguna betur sjálfur áður en þú heldur fram svona þokubulli. Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur í annað skipti sem þeir réðust á erlenda grundu. (Jafnvel má færa rök fyrir því að Þjóðverjar hafi í raun ekki ráðist á erlenda grundu í seinna skiptið, þar sem þeir réðust á hluta Póllands sem var að meztu þýzkumælandi).
Orð þín um að Bretar og Bandaríkjamenn (sem tóku lítinn sem endan þátt í stríðinu til að byrja með) hafi þrýzt á Frakka að afvopnazt stenzt ekki þá sögu sem ég las á sínum tíma. Aukin heldur hefðu Frakkar varla samþykkt það, þar sem þeir voru jú nær Þjóðverjum en báðar hinar þjóðirnar og Þjóðverjar auk heldur búnir að sýna útþenslustefnu sína í verki áður. Frakkar voru einfaldlega gripnir í bólinu með buxurnar á hælunum af stormhernaði Hitlers og hafa ævarandi háðung fyrir það.
Það skyldi þó aldrei vera að Svíar hafi einmitt keypt frið við Þjóverja með járnsölunni frekar en að berjast? Það var kannske skynsamlegur leikur hjá þeim. Það hefur einfaldlega verið ódýrara fyrir Þjóðverja að kaupa járnið af þeim heldur en að ráðast á svo stórt land og þurfa að flytja það svo langa leið með hervernd.
Þú hlýtur að hafa skilið dæmi mitt rétt að þeir væru báðir óvinveittir. Hryðjuverkamenn nefnilega forgangsraða sínum skotmörkum svo að þeir sem hafa tekið þátt í hernaði gagnvart þeim og sínum eru fyrstir til að verða skotnir. Því fengu Bandaríkjamenn og Spánverjar að kynnast.
Ég dreg skýr mörk milli orðanna ,,hernaðarbrölt" og ,,hernaður", auk þess sem orðið ,,tönglast" er merkingarleysa. Þú ert væntanlega að tala um orðið ,,tönnlast". Það seinna eru beinar hernaðaraðgerðir, meðan það fyrra eru allskyns umsýzla utan um hernaðinn, m.a. æfingar, flutningar og fleira sem koma hernaðinum við. Reyndu ekki að leiðrétta leiðréttara!
Svo vil ég að lokum þakka fyrir augljósa þolinmæði ykkar við að svara og huxa.
Sigurjón, 17.8.2007 kl. 02:48
Sigurjón: Lestu þessa sögubók þína aftur. Þessi lönd reyndu hlutleysi, Dönum var meira að segja svo umhugað um að sýna Þjóðverjum að þeim væri alvara með hlutleysinu að varalið var ekki kallað út og stór hluti danska hersins var heima í helgarfríi þegar Þjóðverjar gerðu innrás. Norðmenn gerðu bandalag við bandamenn eftir að Þjóðverjar höfðu gert innrás.
Bretar voru ekki meira ógnvekjandi en svo að Þjóðverjar brutu Versalasamningana trekk í trekk. Þeir voru ekki tilbúnir fyrir stríð. Vestur Pólland var viðurkennt sem pólskt landssvæði.
Frökkum var það vissulega ekki ljúft að draga úr viðbúnaði sínum og þeir vildu halda áfram að framfylgja Versalasamningunum með valdi. Það var bandarískur og breskur þrýstingur sem varð þess valdandi að þeir gerðu það ekki. Frakkar voru mjög skuldugir hinum fyrrnefndu eftir fyrsta stríðið og því viðkvæmir fyrir slíkum þrýstingi. Bandaríkjamenn skiptu sér af málefnum Evrópu á millistríðsárunum. Það að þeir tóku ekki þátt í seinna stríði strax breytir engu um það. Þeir voru illa undirbúnir á mörgum öðrum sviðum líka en reynsla þeirra bendir ekki til þess að lélegur varnarviðbúnaður dragi úr stríðsógn.
Varðandi Svíþjóð þá ertu eiginlega að nota mína röksemdafærslu. Þjóðverjar þurftu hvort eð er að verja farm á leið til Þýskalands frá Svíþjóð. Gegn hverjum hefði þá þurft að verja farminn ef þeir hefðu ráðist inn í landið? Sænskri andspyrnu, er það ekki? Þar væri um vopnaða Svía að ræða, líklega leifar heimavarðliðsins. Og ertu svo viss um að sænski herinn hafi ekki verið þáttur í þessum útreikningum þeirra líka?
Þú svarar ekki helmingnum af því sem ég sagði um mennina tvo og misskilur afganginn. Í hefðbundnum hernaði, væru þeir tveir saman, væri sá vopnaði forgangsskotmark og sá óvopnaði tækifærisskotmark. Hryðjuverkamenn beita ekki hefðbundnum hernaði og því á sú forgangsröðun ekki við. Þeir sækja í auðveld tækifærisskotmörk. Dæmi um slíkt skotmark gæti verið skemmtiferðaskip í höfn í höfuðborg óvarins lands.
Þakka þér fyrir þessa orðskýringu með "hernaðarbröltið". Ég hygg að greinamunur af þessu tagi sé ekki gerðu í neinu tugumáli öðru en Íslensku (í þessu samhengi). Skyldi það hafa eitthvað að gera með það að málnotendur hafa ekki jafnan hundsvit á varnar- og öryggismálum?
Þú hefur ekki enn útskýrt hvernig við eigum að eiga bandalagsþjóðir ef við erum ekki í bandalagi.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:31
Einhvernvegin tókst mér að gleyma annarri málsgrein þessarar athugsemdar hér fyrir ofan á meðan ég var að skrifa þá fyrstu:
Þegar ríki taka ákvörðun um hernaðaríhlutun vega þau hagsmuni sína (eða hagsmuni stjórnarherra) á móti þeirri áhættu og tilkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Það má vel vera að Bandaríkjamenn myndu bregðast við ef árásaraðilinn væri veikur að burðum, jafnvel þótt við værum ekki bandamenn þeirra. Það má líka vel vera að þeir myndu ekki bregðast við ef árásaraðilinn væri sterkur. Ef við erum í bandalagi með þeim eiga þeir mun meiri hagsmuni undir því að bregðast við (trúverðugleiki allra skuldbindinga þeirra). Það er ekki svo að það sé alltaf brugðist við árásum á fullvalda ríki. Það var til dæmis langt því frá augljóst að brugðist yrði við innrásinni í Kúvæt á sínum tíma. Þegar Tyrkir réðust inn í Kýpur á 8. áratugnum var ekkert gert. Fyrir stuttu háðu Eþíópía og Erítrea stríð án þess að nokkur brygðist við. Ef við förum lengra aftur í söguna má finna mýmörg dæmi um innrásir í fullvalda ríki þar sem leiddu ekki til neins viðbragðs af hálfu Bandaríkjanna eða annarra, t.d Tékkland og Ungverjaland.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:53