Nú erum við Birna í sama liði!

Einu sinni var ég ungt íhald, sem var áskapað að hata kommúnisma og alla kommúnísta. Kalda stríðið var notað til að ala þetta upp í okkur.

Þá var Birna Þórðardóttir holdgervingur hinna illu afla, myndir af henni sem mótmælanda spriklandi í höndum lögreglumanna vakti hjá okkur í stuttbuxnaíhaldinu meinfýsinn hlátur.

Svo liðu árin. Birna er hætt að vera kommúnisti og ég er hættur að vera íhald (var það raunar aldrei þegar á reyndi).

Nú gleðst ég yfir því að Birna sé ekki hætt að berjast gegn hernaðarbrölti og NATO tel að við séum eftir allt saman í sama liði. Ísland úr NATO og hernaðarbröltið burt!


mbl.is Hernaðarandstæðingar mótmæla heræfingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er ekki svo viss um að Birna sé hætt að vera kommúnisti. En hvað um það, þá er gott að vera samherji hennar.

Jóhannes Ragnarsson, 14.8.2007 kl. 19:05

2 identicon

Og við gerum hvað ef það verður gerð (bara svona í versta falli) árás á Ísland? Hryðjuverk einhver t.d.?  Leitum að málamiðlun? Held nú síður

Jón (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón, við bíðum bara rólegir þar til þeir fara eða gefast upp. Ætlar þú kannski að vera fyrstur til að deyja fyrir Ísland?

Haukur Nikulásson, 14.8.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Sigurjón

Líklegasta orsök þess að gerð verði árás á landið væri einmitt vera hers hér eða stuðningur ríkis við hernaðarbrölt.

Sigurjón, 15.8.2007 kl. 00:36

5 Smámynd: Sigurjón

Galdurinn við góð stjórnmál er að finna veginn milli kapítalisma og jafnaðarstefnunnar.

Sigurjón, 15.8.2007 kl. 00:38

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband