Afganistan, Írak og brátt Íran...

Bandaríkjamenn hafa lítð lært af mistökum sínum í sambandi við hernað. Eða eru þetta nokkuð mistök?

Til eru fjöldi manna sem trúa því að hergagnaiðnaðurinn í Bandaríkjunum geti nánast pantað styrjöld til að halda "eðlilegri" hreyfingu á framleiðsluvörum sínum sem eru flugvélar, skip, skriðdrekar og önnur farartæki, sprengjur, flugskeyti, byssuframleiðsla og svo að sjálfsögðu allur annar tæknibúnaður og fatnaður svo eitthvað sé nefnt.

Þegar Víetnam stríðinu lauk töldum við mörg að Bandaríkjamenn myndu aldrei fara út í svona vitleysu aftur. Við höfðum illilega rangt fyrir okkur. Þó svo að flestir meti mannslífin mikils þá eru hergagnaframleiðendur ekki þar á meðal, þeir meta fjármunina hærra. Og skirrast einskis til að ná þeim.

Áróðursstríðið gegn Íran er nú í fullum gangi. Það bara verið að dunda við að gera Írani að "vondu köllunum" í vestrænum fjölmiðlum og það er sama hvernig þeir reyna að bera hönd fyrir höfuð sér þá verður þeim ekki forðað. Áður en við vitum um verða Bandaríkjamenn komnir á fullt í stríð við þá. Það hlýtur að fara að draga til tíðinda vegna þess að það er kominn órói á hlutabréfamarkaðinn. Það er nefnilega hægt að róa hann með því að beina athyglinni frá honum. Skrýtin tenging en hún gengur samt. Hernaður ýtir undir framleiðslu og eykur bara á skuldir Bandaríska ríkiskassans. Bush hefur ekki áhyggjur af fjárlagahalla, hann hættir brátt sem forseti og þarf því ekki að mæta vandamálinu.

Ekki veit ég hvort kertafleytingar friðarsinna gera nokkurt gagn í friðarátt? Líklega ekkert frekar en svona hugleiðing um hugsanlegt framhald á stríðrekstrinum í löndunum sem voru vagga siðmenningar í árdaga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka til fjöldi fólks sem trúir því að kýr séu sérlega andlegar skepnur. Eins gætirðu Googlað orðinu Scientology en fjöldi fólks trúir á þá vitleysu líka.

Sú kenning að vopnaframleiðendur og ýmis "gróðapungaöfl" stæðu að baki styrjöldum var bæði útbreidd og taldist til virðulegra sagnfræðikenninga á árunum milli stríða. Hún réð miklu um að Bretar og Bandaríkjamenn vopnvæddust ekki til að halda forskoti sínu umfram Þjóðverja og að þrýst var á Frakka að hætta að framfylgja Versalasamningunum með valdi.

Ég veit ekki um þig, en ég dæmi tréð af ávöxtunum. 

(E.s ég vil benda á smá villu. Mesópótamía var vissulega ein arf vöggum siðmenningarinnar. Á þeim tímum bjuggu hinsvegar tómir hirðingjar í Íran og þóttu duglegir við að herja á siðmenningu nágranna sinna. Mér er ekki kunnugt um neinar heimildir sem herma að þeir hafi verið vélaðir til þess af bronssmiðum, súturum, vagnasmiðum eða öðrum hergagnaframleiðendum þess tíma). 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 04:52

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Langar til að benda á sagnfræðilegan punkt í þeirri sögu sem nú er í gangi:

Who is the leader in China?

<object width="425" height="350"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/p_V-I1OvhYU"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/p_V-I1OvhYU" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="425" height="350"></embed></object> 

 Krossferðirnar fyrri orsökuðu dráp allra íbúa Jerúsalem. Hvað Bush og hergagnaiðnaðinum finnst "ásættanlegur fórnarkostnaður" á eftir að koma í ljós. Hvort Íran, Sýrland og Líbanon sé inn í pakkanum.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.8.2007 kl. 03:03

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ef þetta er að klikka aftur er hlekkurinn hér

<object width="425" height="350"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/p_V-I1OvhYU"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/p_V-I1OvhYU" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="425" height="350"></embed></object> 

Ævar Rafn Kjartansson, 11.8.2007 kl. 03:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband