Rekstrarafgangur segir að komi sé tími á skatta- og gjaldalækkun

Það er með öllu ótækt að ríkið standi í auðsöfnun á kostnað borgaranna.  Borgararnir eiga ekki að þurfa greiða meira til ríkisins en þarf til að reka þá samfélagslegu nauðsynjar sem almenn sátt ríkir um á hverju ári. Hins vegar skal á það að líta að ríkið er að selja eignir eins og Póst og síma og fleira sem skekkir þessa mynd og kemur ekki fram hér.

Hættan við skattaokrið er nefnilega falið í því að stjórnmálamenn fái alls kyns ranghugmyndir um að nú eigi að styrkja öll þau fíflalegu mál sem heimtufrekt lið óskar eftir: Jarðgöng til Vestmannaeyja, tónlistarhús, menningarhús, tugi milljóna í viðgerðir á ónýtum bátskriflum, fleiri sendiráð með fleiri sendiherrastöðum, hundruð milljóna til að horfa á þotur og annað dót í heræfingum og ótal margt fleira sem er orðið svo heimskulegt að grátlegt er.

Enn grátlegra er að mitt í öllum þessum gróða er ekki séð almennilega um sjúka, fátæka, öryrkja, gamlingja og aðra sem þurfa ekki nema brot af þessu til að gera Ísland að besta samfélaginu á jörðinni.

Ég þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af þessu skattaokri (sem aðrir kalla fínu nafni "rekstrarafgang á ríkisreikningi"). Íslendingum verður refsað fyrir óráðsíu undanfarinna ára í óhóflegum erlendum lántökum hvort sem okkur líkar betur eða verr. 


mbl.is Afgangur á rekstrarreikningi ríkisins var 82 milljarðar í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég er ekki alveg sammála þér núna Haukur. (ekki frekar en oft áður)

Ég held að við ættum að borga upp erlendar skuldir hins opinbera og koma okkur upp varasjóðum sem má grípa til ef harðnar á dalnum.

Það finnst mér miklu mun eðlilegra heldur en að lækka skatta núna,  safna svo skuldum og hækka skatta þegar erfiðleikar steðja að.

En þetta er munurinn á mér og þér. Þú vilt lifa fyrir daginn í dag og ekkert spá í morgundeginum.

Ég vill aftur undirbúa morgundaginn í dag, svo að morgundagurinn verði eins auðveldur og hann getur orðið.

Júlíus Sigurþórsson, 10.8.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Gunnlaugur Karlsson

Æi. Ég vona að þú eigir aldrei eftir að lenda í þeirri aðstöðu, Júlíus að þurfa að stóla á kerfið. Það þarf ekki nema slys til. Annars hljómar þetta mjög snjallt hjá þér. Verst bara að grunnþjónustan sé ekki í lagi.

Gunnlaugur Karlsson, 10.8.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Við megum vera ósammála Júlíus.

Ég neita því hins vegar að ég sé hérna í einhverri skammtímahugsun. Ég vil hvorki skuldasöfnun né auðsöfnun. Ég tel það skyldu okkar sem örkum jörðina á hverjum tíma að spilla ekki fyrir komandi kynslóðum með skuldasöfnun ríkisins og sé heldur ekki tilgang í því að safna auði fyrir þau.

Mér finnst í raun að ríkið eigi að vera rekið eins og húsfélag í blokk. Sjá um það sem meirihlutinn samþykkir á hverjum tíma og láta það duga. Þeir sem flytja úr blokkinni geta nefnilega ekki tekið með sér "réttláta" hlutdeild í því sem safnað er. Eins er það með ríkiskassann. Ef Þetta er ekki gert er nefnilega enginn stoppari settur á þá sem ráða ferðinni.

Á heimspekilegri nótum, Júlíus, þá hefur mér með tímanum lærst að njóta stundarinnar betur en áður. Maður lifði fullmikið fyrir morgundaginn hér áður fyrr.

Haukur Nikulásson, 10.8.2007 kl. 11:07

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Gunnlaugur: ég hef vissulega þurft að hengja mig um háls Tryggingastofnunar í nokkra mánuði eftir slys og þáði þær tuttugu og eitthvað þúsund sem mér voru réttar til að lifa af á mánuði. Vissulega hafði ég verið framsýnn og tryggt mér viðurværi frá öðrum stað ef til slíks kæmi. Því svalt ég ekki þá mánuði sem það stóð.

Haukur: Það hefur verið besta skemmtun að vera þér ósammála og vona ég að við getum rökrætt ýmis mál áfram á þeim nótum sem við höfum gert.

Það sem ég vil meina er að við eigum ekki að þurfa að verja skattpeningum okkar í vaxtagreiðslur til annara landa í hvert skipti sem eitthvað bjátar á. Það er ekki góð peningastefna. Við eigum að standa á núlli þegar verst lætur, en ég er heldur ekki að segja að við eigum að safna risasjóðum eins og Norðmenn gera með sinn olíuauð. (sem eru reyndar hlutfallslega lítið stærri en lífeyrisstjóðir okkar Íslendinga - en það er annar handleggur).

En talandi um húsfélag í blokk, á félagið að taka lán fyrir öllum framkvæmdum og rukka svo íbúðaeigendur fyrir afborgunum, auk vaxta? Lágmarks greiðslur í hússjóð þangað til.

Eða á húsfélagið að senda reiknina upp á tugi eða hundruði þúsunda í nokkra mánuði áður en til framkvæmda kemur? Lágmarksgreiðslur þangað til.

Eða á húsfélagið að hafa fastar greiðslur og eiga fyrir þeim framkvæmdum sem framkvæma þarf, þegar þess þarf og geta rekið allt batteríið líka. Frekar háar greiðslur, en á móti safna peningarnir vöxtum þar til að þeirra er þörf.

Í síðasta tilfellinu, þá myndi eigning ganga til þess sem kaupir íbúð í húsinu og kaupandi myndi njóta þess sem fyrri eigandi hefði lagt í sjóðin. En væntanlega myndi fyrri eigandi njóta eignarinnar líka með hærra söluverði.

Ég er sammála þér í því að hvern dag eigum við að lifa eins og hann væri okkar síðasti dagur. EN við meigum ekki eyðileggja morgundaginn í leiðinni, né safna skuldum til handa næstu kynslóðum að greiða. (skuldir hverfa nefnilega ekki við andlát). Þessvega eigum við að eiga fyrir okkar versta degi, til þess að næstu kynslóðir þurfi ekki að borga hann fyrir okkur.

Júlíus Sigurþórsson, 10.8.2007 kl. 11:57

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Skuldir íslenska ríkisins eru með minnsta móti núna, þannig að það er ekki ástæða til að safna auði þess vegna.

Ég er einmitt í húsfélagi og þær aðstæður sem þú lýsir eru einmitt í gangi núna vegna framkvæmda. Það er verið að safna með hærri reikningi þessa mánuðina til að fara í framkvæmdir síðar. Ég sætti mig þá ákvörðun húsfélagsins, enda er það gert innan skynsemismarka.

Júlíus, mér sýnist við reyndar vera meira sammála en ósammála þegar upp er staðið.
Ég fæ reyndar helling út úr góðum rökræðum þeirra sem eru mér ósammála vegna þess að maður hefur nefnilega gott af því að fá sem flesta fleti á málunum. Ég er heldur ekki orðinn það gamall að ég geti ekki líka skipt um skoðun ef svo ber undir.

Haukur Nikulásson, 10.8.2007 kl. 12:08

6 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Skuldir og þar af leiðandi vaxtargreiðslur eru með minnsta móti núna - eftir nokkura ára góðæri, miklum vexti fyrirtækja og almennri velsæld. En í raun ættu skuldir ríkissjóðs að vera horfnar með öllu og við búin að safna okkur sjóð til að ganga í þegar verr árar.

Samt eru reglulega fréttir af biðlistum í félags og heilbrigðiskerfinu, skorti á tækjum og starfsfólki vegna lágra launa. Að vísu eigum við að forðast að lenda í sömu aðstöðu og Svíar með félagslega kerfið, sem er skelfilegur risi sem kostar þá óheyrilegar upphæðir.

En mér finnst að við ættum að setjast niður og skoða hver var stærsta skuld ríkis, framreikna þá tölu til nútíma og sú upphæð ætti að vera þakið á þeirri upphæð sem við söfnum í sjóð til að eiga til mögru árana. Þegar þeirri upphæð er náð, þá má lækka skatta og gjöld.  Þá ættum við að vera nokkuð örugg um að eiga fyrir erfiðustu stundum í efnahagslífinu hér á landi. Ef svo færi að við þyrftum ekki að nota þennan sjóð, þá myndu vextir af honum verða tekjulind fyrir ríkissjóð, sem svo aftur yrði til þess að við gætum lækkað skatta og gjöld EN frekar.

Júlíus Sigurþórsson, 10.8.2007 kl. 12:28

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Því skaut í huga mér að í pistli mínum tala ég um óhóflegar erlendar lántökur. Það er rétt að taka það fram að ég á við bankana og fjármálastofnanirnar en ekki ríkið í því sambandi. Bara til að koma í veg fyrir hugsanlegan misskilning sem væri þá þversögn í máli mínu hérna.

Haukur Nikulásson, 10.8.2007 kl. 12:40

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Af hverju gleymirdu alltaf ad minnast a ithrottir thegar thu talar um serhagsmunastarfsemi og brudl hins opinbera?

Ingvar Valgeirsson, 11.8.2007 kl. 01:19

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fyrirgefðu Ingvar. Íþróttir!

Haukur Nikulásson, 12.8.2007 kl. 23:51

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband