Markaðurinn er kálfur með Fréttablaðinu sem stendur alveg undir nafni!

Maður á stundum ekki orð yfir þá hálfvitafjölmiðlun sem boðið er upp á.

Fréttablaðinu í dag fylgir kunnuglegur gulur blaðkálfur sem nefnist Markaðurinn.

Einn veigamesti kaflinn í þessu blaði er greinin Viðskiptabankarnir vaxa á öllum sviðum.

Greinin ber öll merki þess að greinarhöfundur er mataður af staðreyndum frá fólki sem á hagsmuna að gæta í því að ekki verði hróflað verði við ímynd viðskiptabankanna sem traustra stofnana. Það er með ólíkindum að vera með heilsíðuopnu um umjöllun um peningalega stöðu bankanna og ræða varla nema hálfu orði um skuldirnar nema þá í því samhengi að eignirnar séu betur verðtryggðar en skuldirnar. Hins vegar er ekki nefnt að næstum allar skuldirnar eru í erlendum gjaldmiðlum og því að mestu í stórkostlegri gengisáhættu hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Sem viðauki í greininni eru teknar saman og bornar saman ýmsar peningalegar stærðir sem eru allar svo fíflalegar að þær eru með öllu óboðlegar eins og t.d. þessi "Heildareignir viðskiptabankanna voru 9500 milljarðar króna í lok júní. Það eru sexfaldar hreinar eignir lífeyrissjóðanna um þessar mundir." Hér sárvantar heila hugsun í samanburðinn. Bankarnir skulda nefnilega rúmlega 8865 milljarða af þessum 9500 milljörðum sem þeir eiga. Lífeyrissjóðirnir skulda hins vegar ekkert af sinni hreinu eign. Hvað er eiginlega verið að bera saman?

Er ekki kominn tími til að einhver ritstjórinn lesi þessa dæmalausu vitleysu yfir áður en þessu er úðað í 100.000 eintökum yfir landslýð? Það sem er alvarlegt er að fólk fari að trúa þessari dómadags dellu. Það hlýtur að vera hægt að gera meiri kröfur til umfjöllunar sem á að vera alvarleg og er sett í búning virðulegs "viðskiptablaðs".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband