8.8.2007 | 11:40
Verða eftirlaun Jóhanns Helgasonar til vegna þjófnaðar frá honum?
Ég hef skoðað lagið You raise me up (með Josh Groban og Westlife) og borið saman við Söknuð eftir Jóhann Helgason sem hann samdi 1977 við texta eftir Vilhjálm Vilhjálmsson.
Það er enginn vafi í mínum huga að þetta er sama lagið og að höfundurinn Rolf Lövland hefur ekki einu sinni hirt um að breyta einni einustu nótu í öllu laginu til að forðast þennan höfundarréttarárekstur. Það er vitað að hann kom hingað til lands sem gerir málsvörn hans mjög erfiða fyrir dómstólum. Almennt er talið að lag sem hefur afritaða laglínu í 4 takta (1 taktur er sama og 4 bít) verði dæmt stolið. Athugið að ekki er átt við hljómagang. Hundruð laga geta fallið í sama hljómagang og það telst ekki ritstuldur. Það hefur verið bent á skyldleika Söknuðar við lög eins og Oh Danny boy og fleiri en laglínan er nægilega mikið frábrugðin til að vera ekki álitamál varðandi höfundarrétt.
Það er viðurkennt að hljómlistarmenn verða fyrir áhrifum hver frá öðrum. Oft blundar óviljandi stolið lag í undirmeðvitundinni hjá þeim sem eru að semja lög og þá er tvennt til ráða a) hætta við og láta kyrrt liggja eða b) breyta laglínunni nægilega mikið innan fjögurra takta þannig að ekki sé hægt að kæra ritstuld.
Það er líka þekkt dæmi að menn játi hreinskilnislega hvaða lög eru grunnur að því sem þeir endursemja. Það er t.d. ekkert því til fyrirstöðu að semja lag eins og Yesterday upp á nýtt þannig að það teljist ekki stolið. Í slíkum dæmum hafa menn bara vit á því að breyta laglínunni innan 4ra takta þannig að dómstólar geti ekki dæmt það sem höfundarréttarbrot. Þetta er alþekkt í tónlistarheiminum. Mörg vinsæl íslensk lög eru svo nálægt erlendum fyrirmyndum sínum að maður eiginlega skilur ekki hvernig sumir menn hafa haft geð í sér að fá þau "lánuð" með slíkum hætti. Það verður ekki hins vegar í mínum verkahring að opinbera nein dæmi um þetta hér.
Berið saman Söknuð í flutningi Vilhjálms...
Ég hef heyrt að Jóhann Helgason hafi ráðið breskan lögmann til að reka fyrir sig þetta mál fyrir breskum dómstól. Hefur einhver upplýsingar um það?
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég þekki ekki hvar málið statt lagalega, en líkindin eru ekkert minna en sláandi. Til að bíta höfuðið af skömminni þá er viðlagið stolið úr laginu Wind Beneath My Wings með Bette Midler. Það er blasir jafn augljóslega við.
Jón Agnar Ólason, 8.8.2007 kl. 13:58
Hefur erlenda lagið ekki verið flutt í The American Idol og á Miss World? Einnig hafa keppendur American Idol flutt lagið sjá hér:
Því er ekki að neita að bæði lögin eru ótrúlega falleg og vel flutt. Erlenda lagið byrjar heldur hægar í byrjun en einhvernvegin dregur hvern tón lengra í endann. En sama lagið augljóslega. Mér finnst þetta heyrast mun betur í flutningi Westlife en linkurinn á það er hér:
Halla Rut , 8.8.2007 kl. 15:17
Báðir linkarnir hafa horfið á furðulegan hátt úr ummælum mínum svo ég ætla reyna aftur með að gefa aðeins addressuna á síðunum. Hér er sá fyrri http://www.youtube.com/watch?v=zxAdxD3-9xU&mode=related&search=
Hér er sá síðari. http://www.youtube.com/watch?v=F4DJHOzIxvs
Halla Rut , 8.8.2007 kl. 15:22
Mér finnst lagið reyndar líka minna mig á jólalagið 'When a child is born'. En laglínan er ekki eins lík.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.8.2007 kl. 01:23
Lagið er stolið úr öllum áttum. Vonandi fær Jóhann feitan tékka, helst svipaðan þeim sem Suðurnesjaveitan fékk frá Kananum um daginn fyrir að selja þeim ekki orku.
Hinsvegar má minnast á, talandi um tilbrigði við lagastuldi, eitt annað - stundum eru lög samin og kemur svo í ljós að þau eru sláandi lík öðrum lögum. Þá hefur í einhverjum tilfellum verið brugðið á það ráð að skrifa höfund "áhrifavaldsins" sem meðhöfund. Stones gerðu þetta þegar þeir stálu óvart "Constant Craving" frá K.d. Lang og settu inn sem part af "Anybody seen my Baby". Lang leiddist víst ekkert að vera 25% meðhöfundur að Stones-lagi.
Ingvar Valgeirsson, 9.8.2007 kl. 22:38